Erlent

Skotárás við Nørrebro

Til harðra átaka kom við söluturn sem stendur við Nørrebro í Kaupmannahöfn nú undir kvöld

Atburðarrásin hófst með deilum tveggja manna. Vinir þeirra söfnuðust fljótlega að og brátt var skoti hleypt úr byssu. Einn úr hópnum var stunginn í bakið með skærum og var fluttur á spítala, eftir því sem Jyllands Posten hefur eftir rannsóknarlögreglunni í Danmörku.

Lögreglan lokaði götum í nágrenninu. Lögreglan hefur handtekið nokkra sem talið er að tengist málinu og er að taka skýrslur af þeim. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um hvort um hafi verið að ræða uppgjör á milli glæpagengja, samkvæmt heimildum Extra Bladet.

Þeir sem tóku þátt í slagsmálunum voru allir innflytjendur á aldrinum 40-50 ára. Margir þeirra voru vopnaðir með kúbeinum og járnstöngum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×