Erlent

Stjórnvöld í Búrma hleypa björgunarliði inn í landið

Stjórnvöld í Búrma hafa nú ákveðið að allir sem vilja geti komið inn í landið til að sinna þar björgunarstörfum.

Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í morgun. Hingað til hafa stjórnvöldin þverskallast við að leyfa alþjóðlegu björgunarliði og hjálpargögnum að koma inn í landið.

Tæplega 80.000 manns fórust í Búrma er fellibylur gekk þar yfir annan maí síðast liðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×