Erlent

Konunglegt brúðkaup á laugardag

Fjarlægja þurfti upphafsstað Alexöndru af hliðinu.
Fjarlægja þurfti upphafsstað Alexöndru af hliðinu.

Danir búa sig nú undir það að halda konunglegt brúðkaup næstkomandi laugardag. Þá gengur Jóakim Danaprins að eiga sína heitelskuðu til tveggja ára hina frönsku Maríu.

Á meðal þess sem þurft hefur að gera í vikunni er að fjarlægja upphafsstaf Alexöndru fyrrverandi eiginkonu Jókamis af hliðinu við Schackenborgarkastala og setja upphafsstaf Maríu þar í staðin.

Alexandra og Jóakim skildu fyrir þremur árum og var það fyrsti skilnaðurinn í þessari elstu konungsfjölskyldu Evrópu í rúma eina og hálfa öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×