Erlent

Mikill eldsvoði í Rockwool verksmiðju á Jótlandi

Slökkviliðið í landamærabænum Vamdrup á Jótlandi í Danmörku hefur barist í alla nótt við mikinn eldsvoða í Rockwool-verksmiðju bæjarins.

Nú undir morgun hafði slökkviliðinu að mestu tekist að ráða niðurlögum eldsins en enn logar í glæðum í verksmiðjunni. Slökkviliðsstjóri bæjarins segir að hann reikni með að slökkvistarfinu ljúki á næstu klukkustundum.

Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá neistaflugi frá slípirokk. Ljóst er að tjónið er gífurlegt enda verksmiðjan nær ónýt eftir eldsvoðann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×