Erlent

Hlaupið áfram með kyndil í Kína

MYND/AP

För Ólympíukyndilsins hófst á ný í morgun frá hafnarborginni Nangbo en för kyndilsins var stöðvuð þegar lýst var yfir þriggja daga þjóðarsorg til að minnast fórnarlamba jarðskjálftans mikla í Sichuan-héraði.

Ólympíuleikarnir í Peking hefjast þann 8. ágúst næstkomandi og íhugar nefndin nú hvernig fórnarlambanna verður minnst á leikunum. Þegar hefur verið ákveðið að fresta ólympíuhlaupinu í gegnum Sichuan-hérað sem fara átti fram í næsta mánuði og verður héraðið þess í stað einn síðasti áfangastaður kyndilsins.

Staðfest hefur verið að 55 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftanum. Nærri 25 þúsund manns er saknað og hátt í 300 þúsund eru slasaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×