Erlent

Verkamannaflokkurinn breski tapaði öruggu þingsæti

Enn aukast vandræði George Brown forsætisráðherra Bretlands. Verkamannaflokkurinn tapaði í aukakosningum í kjördæminu Crewe and Nantwich en kjördæmið hefur verið öruggt vígi flokksins um áratuga skeið.

Þetta eru jafnframt fyrstu aukakosningarnar sem Íhaldsflokkurinn breski vinnur á síðustu 26 árum. Breskir fjölmiðlar kalla úrslitin gríðarlegt áfall fyrir Brown og vísbendingu um að hann hafi glatað trausti almennings í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×