Fleiri fréttir

Biðst afsökunar á morðhótun í barnaþætti

Stjórnandi palestínsku sjónvarpstöðvarinnar al-Aqsa hefur beðist afsökunar á því að hvatt hafi verið til þess að danski teiknarinn Kurt Westergaard yrði myrtur ef hann teiknaði aðra mynd af spámanninum Múhameð.

Harry Bretaprins kallaður heim frá Afganistan

Harry Bretaprins verður kallaður heim frá Afganistan þar sem hann hefur sinnt herskyldu síðan í desember. Sú ákvörðun var tekin eftir að erlendir miðlar greindu frá því að hann væri þar að störfum.

Völdu rangan bar til að ræna

Tveir vopnaðir ræningjar völdu heldur betur rangan bar til að ræna í Sidney í Ástralíu í vikunni. Þeir réðust inn á barinn vopnaðir sveðjum og skipuðu öllum að leggjast á gólfið.

Heiðarleg en ójöfn kosningabarátta í Rússlandi

Í dag er síðasti dagur kosningabaráttunnar til forsetaembættisins í Rússlandi en kjördagur er á sunnudag. Formaður yfirkjörstjórnar segir að kosningabaráttan hafi verið heiðarleg en ójöfn.

Bush krefst framlengingar njósnalaga

George Bush forseti Bandaríkjanna hefur hvatt Bandaríkjaþing til að samþykkja frumvarp sem auðveldar hleranir símtala sem tengjast rannsóknum á hryðjuverkum.

Fjögur börn deyja í eldflaugaárás á Gaza

Fjögur palestínsk börn létu lífið í loftárás Ísraela á norðurhluta Gaza í dag samkvæmt heimildum lækna. Börnin voru öll undir 12 ára aldri. Þau voru að leik í Jabaliya flóttamannabúðunum. Ísraelski herinn segir skotmarkið hafa verið eldflaugaskotpallur.

Slanga étur fjölskyldumeðlim

Fimmtíu kílóa pýþonslanga sat um fjölskylduhund í Queensland í Ástralíu í marga daga áður en hún réðst loks á hann og gleypti í heilu lagi.

Einn lést og 13 slösuðust í gassprengingu í Lyon

Slökkviliðsmaður lést og að minnsta kosti 13 manns slösuðust þegar gassprenging varð í borginni Lyon í suðurhluta Frakklands í dag. Tvö fórnarlambanna eru alvarlega slösuð samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar.

Tekinn með kort af heimili skopmyndateiknara

Einn þeirra manna sem handteknir voru í Stokkhólmi í dag vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka var handtekinn í fyrra með kort af heimili eins teiknara Múhameð skopmyndanna.

Eitraði fyrir manni sínum með frostlegi

Bresk kona sem reyndi að drepa eiginmann sinn með því að setja frostlög í karríréttinn hans hefur verið dæmd í 30 ára fangelsi. Kate Knight var dæmd fyrir tilraun til að drepa Lee Knight á heimili þeirra í Stoke-on-Trent í Staffordshire árið 2005.

Grunaður hryðjuverkamaður flýr úr varðhaldi

Grunuðum hryðjuverkamanni tókst að flýja úr varðhaldi í Singapúr í gær. Mas Selamat Kastari, sem grunaður er um að vera leiðtogi herskárrar íslamskrar hreyfingar, bað um að fá að nota salernið þar sem hann var í haldi og sást ekki eftir það.

Samkomulag náðist í Kenía

Mwai Kibaki forseti Kenía og Raila Odinga leiðtogi stjórnarandstöðunnar hafa náð samkomulagi sem miðar að því að ná tökum á ofbeldisöldu sem riðið hefur yfir landið frá úrslitum forsetakosninganna. Kofi Annan tilkynnti þetta eftir fjögurra klukkustunda fund með leiðtogunum í dag.

Leita enn líka við gamalt upptökuheimili á Jersey

Lögregla á Ermasundseyjunni Jersey grefur nú upp kjallara upptökuheimilis eftir að leitarhundar gáfu til kynna að þar kynnu að leynast líkamsleifar barna. Grunur er um stórfelldar misþyrmingar barna árum saman á heimilinu.

Norðurlandasamvinna gegn hryðjuverkum

Sænska og norska öryggislögreglan hefur handtekið sex manns í Stokkhólmi og Osló sem grunaðir eru um að skipuleggja og fjármagna hryðjuverk.

Uppskerubrestur úr sögunni?

Finnskir og bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað genasamband plantna sem orðið gæti til þess að uppskerur gætu þolað mikla þurrka.

Sjómaður synti 10 klukkutíma til lands

Ástralskur sjómaður synti í meira en 10 klukkutíma eftir hjálp fyrir tvo félaga sína sem hann skildi eftir á sökkvandi bát. Maðurinn var að niðurlotum kominn þegar hann komst á austurströnd Ástralíu. Þar fannst hann og strandgæslu tókst að finna einn mannanna sem voru á bátnum. Sá hafði haldið dauðahaldi í brak úr bátnum í um 30 klukkustundir.

Nýs forseta bíða miklar áskoranir í utanríkismálum

Næsti forseti Bandaríkjanna mun standa frammi fyrir mun meiri áskorunum í utanríkismálum en núverandi forseti þegar hann tók við embætti. Möguleikinn á fyrsta kvenforsetanum, eða svarta forsetanum hefur beint sjónum manna að demókrataflokknum. Sérstaklega þegar tekið er tillit til óánægju á alþjóðavettvangi með utanríkisstefnu Bush sem þykir hafa orsakað sundrungu og sundurlyndi.

Chavez hvetur til betri aðbúnaðar FARC gísla

Hugo Chavez forseti Venesúela biðlaði í dag til FARC skæruliðasamtakanna í Kólumbíu að bæta aðstæður háttsetts stjórnmálamanns sem er í haldi þeirra. Þetta kom fram á fundi Chavez í forsetahöllinni með fjórum gíslum sem leystir voru úr haldi mannræningjanna í gær, en forsetinn hafði milligöngu um lausn þeirra.

Grænland tengt við umheiminn

Norræni fjárfestingabankinn og fjarskiptafyrirtækið Tele Greenland hafa undirritað lánasamning um fjármögnun á neðansjávarljósleiðara sem mun tengja Grænland við Kanada og Ísland.

Metfé fyrir listaverk

Metfé var greitt fyrir nútímalistaverk á uppboði hjá Sothebys í gær en meðal þeirra voru verk eftir Francis Bacon og Andy Warhol. Alls fengust um 13 milljarðar króna fyrir verkin í heild. Dýrasta verkið, Stúdía á naktri konu í spegli, eftir Bacon frá árinu 1969 var slegið á 2,6 milljarða króna og Þrjár sjálfsmyndir eftir Warhol frá árinu 1986 var slegið á 1,5 milljarð króna.

Eldhúsið fór í kássu

Það varð heldur lítið úr kvöldmáltíðinni hjá 66 dönskum vist-spilurum sem komu saman í Hróarskeldu í vikunni til spilamennsku. Spilararnir höfðu sett upp pott með 30 kílóum af danskri kássu eða skipperlabskovs , oft kölluð lafglás hérlendis.

Thaksin frjáls ferða sinna í Taílandi

Thaksin Shinawatra fyrrum forsætisráðherra Tailands er frjáls ferða sinna í landinu eftir að hann greiddi rúmlega 13 milljón króna tryggingu.

Eiginkona skopmyndateiknarans rekin og ráðin

Morðhótanirnar gegn Kurt Westergaard sem teiknaði skopmyndina af Mohammed spámanni í Danmörku leiddu til þess að eiginkonu hans, Gitte, var vikið úr starfi sem fóstru við leikskóla í Árósum í gær en ráðin aftur í dag.

Kínverska leyniþjónustan njósnar um íþróttafréttamenn

Á morgun kemur út í Frakklandi bók sem greinir frá því að hin umfangsmikla leyniþjónusta Kína sé nú í fullum gangi að njósna um alla fréttamennina og fleiri sem verða viðstaddir Olýmpíuleikana í Bejing í sumar.

Odinga hættir við fjöldamótmæli í Kenía

Raila Odinga stjórnarandstöðuleiðtogi í Kenía hefur hætt við fjöldamótmæli í dag og á morgun að ósk Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Annan hefur stýrt samningaviðræðum Odinga og Mwai Kibaki forseta síðasta mánuðinn. Í gær sleit hann viðræðunum en sagðist ætla að þrýsta á leiðtogana að ná samkomulagi í stað þess að tala "í hringi" eins og AP fréttastofan orðaði það.

Mótmælum á þaki breska þingsins lokið

Sex mótmælendur sem komust upp á þak breska þingsins í London í morgun og mótmæltu þar stækkun Heathrow flugvallar hafa verið handteknir af lögreglu.

Frelsun fjögurra gísla í Kólumbíu

Tvær þyrlur frá Venesúela eru lagðar af stað í sendiför sem miðar að því að frelsa fjóra gísla sem uppreisnarmenn Farc hafa lofað að láta lausa. Þarlendir fjölmiðlar segja að þyrlurnar hafi farið frá Venesúela rétt fyrir hádegi að íslenskum tíma. Fjórmenningarnir eru kólumbískir þingmenn. Þeir eru meðal 40 háttsettra gísla sem haldið hefur verið af Farc.

Forsætisráðherra Taílands úr útlegð

Thaksin Shinawatra fyrrverandi forsætisráðherra Taílands snýr aftur úr 17 mánaða útlegð á morgun. Shinawatra var steypt af stóli í hernaðaraðgerð en hann mun mæta fyrir dóm í Taílandi þar sem hann er sakaður um spillingu. Þessar upplýsingar komu frá utanríkisráðuneyti landsins.

Sonur Ariel Sharon í fangelsi

Omri Sharon sonur fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, hefur afplánun sjö mánaða fangelsisdóms í dag. Hinn 43 ára Omri hlaut dóminn vegna ólöglegrar fjáröflunar fyrir kosningabaráttu föður sins árið 1999 þegar Ariel sóttist eftir leiðtogstöðu Likud flokksins.

Sjá næstu 50 fréttir