Fleiri fréttir Bush hittir Abbas í dag Í dag mun George Bush bandaríkjaforseti eiga fund með Abbas leiðtoga Palestínumanna og mun umræðuefnið verða landnám Ísraelsmanna og aðgerðir herskárra palestínumanna. 10.1.2008 08:07 Páfinn lýsir yfir hrifingu sinni á fótboltaiðkun Benedikt páfi segir að fótbolti gengi lykilhlutverki við að kenna ungu fólki mikilvægustu þætti lífsins eins og heiðarleika, samstöðu og bræðralag. 10.1.2008 08:01 Rúmlega 150.000 Írakar hafa fallið frá upphafi stríðsins Ný rannsókn sýnir að alls hafa rúmlega 150.000 Írakar fallið síðan að Bandaríkjamenn réðust inn í landið árið 2003. Að mestu er um almenna borgara að ræða 10.1.2008 07:51 Clinton hjónin eflast við mótlæti Hillary Clinton fagnar varnarsigri í forkosningunum í New Hampshire, eftir að allar kannanir höfðu spáð Barack Obama yfirgnæfandi sigri. Góður vinur Clinton hjónanna segir í einkaviðtali við Stöð tvö að þau taki ósigrum illa og séu aldrei ákveðnari en þegar á móti blæs. 9.1.2008 20:00 Fleygði fjórum börnum sínum fram af brú Maður í Alabama sem fleygði fjórum ungum börnum sínum fram af brú, gerði það til þess að hefna sín á eiginkonu sinni. 9.1.2008 16:19 Vill að Finnar gangi í NATO Jan-Erik Enestam framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs mælir með aðild Finna að NATO í blaðagrein. 9.1.2008 16:06 Margt skrýtið í kýrhausnum Bandarískur maður sem sendi elskhuga eiginkonu sinnar blóðugan kýrhaus í pósti, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til samfélagsþjónustu. 9.1.2008 15:13 Danir senda herskip til sjóræningjaveiða Danska freigátan Thetis lagði úr höfn frá flotastöðinni í Frederikshavn í morgun til þess að prófa byssur sínar áður en hún verður send að ströndum Sómalíu. 9.1.2008 14:36 Tveir handteknir vegna sprengjutilræðis í Madríd árið 2006 Lögregla á Spáni hefur handtekið tvo menn í Baskahéruðum landsins sem grunaðir eru um að hafa staðið að sprengjutilræði á Barjas-flugvellinum í Madríd árið 2006. 9.1.2008 14:15 Kibaki boðar Odinga til fundar á föstudag Formaður Afríkubandalagsins ræddi við forseta Kenía og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag í því skyni að semja um pólitíska lausn á upplausnarástandinu þar. 9.1.2008 13:00 Sér nýtt tækifæri til friðar Bush Bandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn til Ísraels í morgun. Hann sagðist við komuna sjá nýtt tækifæri til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. 9.1.2008 12:38 Þið springið eftir tvær mínútur -myndband Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér myndbandsupptökur af því þegar fimm íranskir hraðbátar sigldu upp að bandarískum herskipum á Hormuz sundi um síðustu helgi og hótuðu að sprengja þau í loft upp. 9.1.2008 11:55 Rússar segjast í forystu um mannaða för til Mars Virtur rússneskur vísindamaður segir að Rússar séu komnir í forystu í keppninni um hverjir verða þeir fyrstu sem senda mannað geimfar til Mars. 9.1.2008 11:24 Sæll vertu, Obama frændi Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía, heldur því fram að hann sé frændi Baracks Obama, forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum. 9.1.2008 10:37 Íslendingar hjá France 24 í áfalli Ákvörðun Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um að franska fréttastöðin France 24 hætti útsendingum á ensku og arabísku kemur starfsmönnum algjörlega í opna skjöldu. Þetta segir Sara M. Kolka fréttaframleiðandi sem hefur unnið að uppbyggingu stöðvarinnar frá því henni var hleypt af stokkunum fyrir rétt rúmu ári síðan. 9.1.2008 10:03 Hátt í 15 saknað eftir sprengingu í Rússlandi Kona lést og um 15 annarra er saknað eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í rússnesku borginni Kazan í morgun. 9.1.2008 09:54 Lengja á líftíma Hubble um áratug Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, er nú að leggja lokahönd á björgunarleiðangur til Hubble-stjörnusjónaukans en með leiðangrinum er ætlunin að lengja líftíma Hubble um allt að áratug. 9.1.2008 09:43 Stálu 200 tonna stálbrú Brotajárnsþjófum í Rússlandi tókst að ræna 200 tonna stálbrú að næturlagi án þess að nokkur tæki eftir athæfinu. 9.1.2008 09:18 Gullörn fæli refi af flugbrautum Stjórnendur flugvallarins við hafnarborgina Bari á Ítalíu hafa gripið til þess ráðs að fá taminn gullörn til liðs við sig. Er erninum ætlað að fæla refi frá flugbrautunum á vellinum 9.1.2008 08:42 Heimildarmynd um Madeleine í bígerð Foreldrar Madeleine McCann, stúlkunnar sem talið er að barnaníðingar hafi rænt, eiga nú í viðræðum við kvikmyndaframleiðendur um gerð heimildarmyndar um málið. 9.1.2008 08:38 Hillary Clinton sigraði óvænt í New Hampshire Hillary Clinton sigraði mjög óvænt í forkosningunum í New Hampshire þrátt fyrir að allar skoðanakannanir hefðu sýnt hið gagnstæða. John McCain er öruggur sigurvegari hjá Repúblikönum 9.1.2008 06:47 Finnar mótmæla tungumálakúgun Svía Ákvörðun um að opinberir starfsmenn í Svíþjóð skuli aðeins tala sænsku í vinnunni hefur leitt til mótmæla í Finnlandi. 8.1.2008 16:21 Lemjið hausnum á þeim fast í dráttarbeiðslið Dýravinir í Ástralíu setja spurningamerki við nýjar leiðbeiningar ríkisstjórnarinnar um hvernig megi drepa kengúrur á mannúðlegan hátt. 8.1.2008 16:14 Ich bin WO? Roskinn Þjóðverji tók vitlausa beygju þegar hann var á heimleið eftir áramótafrí hjá frænku sinni. Í stað þess að keyra til Moers skammt frá Dusseldorf keyrði hann til Nibe í Danmörku, rúmlega 800 kílómetra leið. 8.1.2008 15:01 Vont hjónaband Eiginkona í Þýskalandi batt enda á misheppnað hjónaband með því að höggva eiginmann sinn í spað og sturta honum niður um klósettið. 8.1.2008 13:32 ESB vill ná samkomulagi við Serba fyrir lok mánaðar Ráðamenn í Evrópusambandinu sögðust í dag vilja ná samkomulagi um aðildarviðræður við Serbíu fyrir lok þessa mánaðar. 8.1.2008 13:20 Samsteypustjórn í Kosovo Albanar í Kosovo hafa loks náð samkomulagi um tveggja flokka samsteypustjórn sem á að leiða héraðið til sjálfstæðis á næstu mánuðum. 8.1.2008 11:19 Heilsu Suharto hrakar Suharto fyrrum forseti Indónesíu liggur nú alvarlega veikur á sjúkrahúsi í Jakarta höfuðborg Indónesíu. Suharto var fluttur með hraði á spítalann í síðustu viku hjárta og nýrnavandamál sem valda blóðleysi og lágum blóðþrýstingi. 8.1.2008 10:48 Ráðherra Sri Lanka lést í sprengjutilræði DM Dassanayake ráðherra uppbyggingarmála á Sri Lanka lést á sjúkrahúsi í dag eftir að hafa orðið fyrir öflugri sprengju við vegkant nálægt höfuðborginni Colombo. Sjö aðrir slösuðust í árásinni sem Tamiltígrar hafa verið ásakaðir um að standa fyrir. 8.1.2008 10:24 Vilja fá Chavez úrskurðaðan geðveikan Einn af stjórnarandstöðuflokkunum í Venesúela reynir nú að fá Hugo Chavez forseta landsins úrskurðaðan geðveikann og þar með óhæfan til að stjórna landinu. 8.1.2008 09:28 Kínversk stjórnvöld múlbinda fréttamenn Frelsi fjölmiðla hefur verið nær óþekkt fyrirbæri í Kína frá því að kommúnistar tóku þar völdin um miðja síðustu öld. Stjórnvöld í Kína hafa vakandi auga með öllu sem birt er, sérstaklega í ríkisfjölmiðlunum 8.1.2008 09:06 Dönsk pör leigja meðgöngumæður með leynd Með leynd fara dönsk barnlaus pör nú í auknum mæli erlendis og borga meðgöngumæðrum fyrir að ganga með barn sitt. 8.1.2008 09:02 Hillary Clinton táraðist í New Hampshire Forkosningarnar í New Hampshire eru í dag og það lítur allt út fyrir að demókratinn Barak Obama og repúblikaninn John McCain muni fara með sigur af hólmi 8.1.2008 07:57 Díana prinsessa var hætt með Dodi Ástarævintýri Díönu prinsessu og Dodis Fayed var lokið tveimur vikum áður en hún lést í hörmulegu bílslysi í París í ágúst 1997. Rannsókn á andláti Díönu hefur staðið yfir frá því í haust. Við vitnaleiðslur yfir Rodney Turner, sem var náinn vinur Díönu, sagði hann að prinsessan hefði fullyrt við sig að samband þeirra væri á enda. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Guardian. 7.1.2008 21:41 Kibaki Keníuforseti boðar Odinga til viðræðna Forseti Keníu, Mwai Kibaki, hefur boðað andstæðing sinn, Raila Odinga til viðræðna næstkomandi föstudag. Tilgangur með viðræðunum er að binda enda á þá óöld sem ríkt hefur í landinu, en hátt í 500 manns hafa látið lífið í óeirðum eftir að úrslit forsetakosninga urðu gerð kunn 27. desember síðastliðinn. 7.1.2008 17:43 Lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Kenía Helsti erindreki Bandaríkjanna í Afríku hefur lýst yfir miklum áhyggjum af ástandinu sem blossaði upp áður en úrslit forsetakosninganna í Kenýa urðu ljós. Jendayi Frazer hefur verið í Keníu síðustu þrjá daga og fundað með Mwai Kibaki forseta og stjórnarandstöðunni. Hún segir kosningarnar ekki hafa verið nægilega gegnsæjar og ofbeldið sem fylgdi í kjölfarið ekki lýsandi fyrir þjóðina. 7.1.2008 16:23 Leitað að eldflaugaskotmönnum Ísraelar hafa hert enn aðgerðir á Gaza ströndinni til þess að reyna að koma í veg fyrir að Palestínumenn skjóti þaðan eldflaugum og vörpusprengjum yfir landamærin. 7.1.2008 15:51 Íranskir bátar ógna bandarískum skipum Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest fréttir CNN sjónvarpsstöðvarinnar um helgina um að íranskir hraðbátar hafi hótað þremur bandarískum herskipum á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Írans. Bátarnir voru fimm og á vegum íranskra byltingarsinna hringsóluðu í kringum herskipin í tæplega 200 metra fjarlægð. 7.1.2008 15:37 Hann er á leiðinni Bandarískir öryggisverðir eru nú á ferð á flugi um Ísrael vegna heimsóknar Georges Bush forseta síðar í þessari viku. 7.1.2008 15:35 Upplýstur engill Íslendingar eru með nokkrum rétti stoltir af því hvað þeir skjóta upp mörgum rakettum um áramótin. Voru það ekki eitthvað um 800 tonn í þetta skipti ? 7.1.2008 14:25 Ævintýrahöll úr klaka Það er mikið vetrarríki í Kína. Í borginni Harbin í Norðausturhluta landsins nota listamenn ísinn til þess að búa til undraveröld sem er mikið sótt af ferðamönnum ár hvert. 7.1.2008 14:12 Bók Bhutto gefin út fyrir þingkosningar í Pakistan Breska útgáfufyrirtækið HarperCollins hyggst flýta útgáfu á bók eftir Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, sem ráðin var af dögum milli jóla og nýárs. 7.1.2008 14:08 Breski herinn vegsamar stríð Breski herinn hefur verið sakaður um að vegsama stríð í auglýsingum sínum. Þannig beinist auglýsingar sem sýni stríðsrekstur á jákvæðan hátt að börnum allt niður í sjö ára aldur. Þetta eru niðurstöður skýrslu góðgerðarsamtakanna Joseph Rowntree sem birt var í dag. 7.1.2008 14:07 Karl í krapinu Nístandi kaldur og bálhvass vetrarstormur gekk yfir Kaliforníu um síðustu helgi. Vegir tepptust og skriður féllu. Rafmagn fór af húsum og ástandið var allt hið ömurlegasta. 7.1.2008 14:04 Dauðadæmdum kastað fyrir björg Hæstiréttur Írans hefur staðfest að tveir dauðadæmdir menn skuli teknir af lífi með því að kasta þeim fyrir björg. Þeir voru dæmdir fyrir að nauðga öðrum karlmönnum. 7.1.2008 11:32 Sjá næstu 50 fréttir
Bush hittir Abbas í dag Í dag mun George Bush bandaríkjaforseti eiga fund með Abbas leiðtoga Palestínumanna og mun umræðuefnið verða landnám Ísraelsmanna og aðgerðir herskárra palestínumanna. 10.1.2008 08:07
Páfinn lýsir yfir hrifingu sinni á fótboltaiðkun Benedikt páfi segir að fótbolti gengi lykilhlutverki við að kenna ungu fólki mikilvægustu þætti lífsins eins og heiðarleika, samstöðu og bræðralag. 10.1.2008 08:01
Rúmlega 150.000 Írakar hafa fallið frá upphafi stríðsins Ný rannsókn sýnir að alls hafa rúmlega 150.000 Írakar fallið síðan að Bandaríkjamenn réðust inn í landið árið 2003. Að mestu er um almenna borgara að ræða 10.1.2008 07:51
Clinton hjónin eflast við mótlæti Hillary Clinton fagnar varnarsigri í forkosningunum í New Hampshire, eftir að allar kannanir höfðu spáð Barack Obama yfirgnæfandi sigri. Góður vinur Clinton hjónanna segir í einkaviðtali við Stöð tvö að þau taki ósigrum illa og séu aldrei ákveðnari en þegar á móti blæs. 9.1.2008 20:00
Fleygði fjórum börnum sínum fram af brú Maður í Alabama sem fleygði fjórum ungum börnum sínum fram af brú, gerði það til þess að hefna sín á eiginkonu sinni. 9.1.2008 16:19
Vill að Finnar gangi í NATO Jan-Erik Enestam framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs mælir með aðild Finna að NATO í blaðagrein. 9.1.2008 16:06
Margt skrýtið í kýrhausnum Bandarískur maður sem sendi elskhuga eiginkonu sinnar blóðugan kýrhaus í pósti, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til samfélagsþjónustu. 9.1.2008 15:13
Danir senda herskip til sjóræningjaveiða Danska freigátan Thetis lagði úr höfn frá flotastöðinni í Frederikshavn í morgun til þess að prófa byssur sínar áður en hún verður send að ströndum Sómalíu. 9.1.2008 14:36
Tveir handteknir vegna sprengjutilræðis í Madríd árið 2006 Lögregla á Spáni hefur handtekið tvo menn í Baskahéruðum landsins sem grunaðir eru um að hafa staðið að sprengjutilræði á Barjas-flugvellinum í Madríd árið 2006. 9.1.2008 14:15
Kibaki boðar Odinga til fundar á föstudag Formaður Afríkubandalagsins ræddi við forseta Kenía og leiðtoga stjórnarandstöðunnar í dag í því skyni að semja um pólitíska lausn á upplausnarástandinu þar. 9.1.2008 13:00
Sér nýtt tækifæri til friðar Bush Bandaríkjaforseti kom í opinbera heimsókn til Ísraels í morgun. Hann sagðist við komuna sjá nýtt tækifæri til friðar fyrir botni Miðjarðarhafs. 9.1.2008 12:38
Þið springið eftir tvær mínútur -myndband Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér myndbandsupptökur af því þegar fimm íranskir hraðbátar sigldu upp að bandarískum herskipum á Hormuz sundi um síðustu helgi og hótuðu að sprengja þau í loft upp. 9.1.2008 11:55
Rússar segjast í forystu um mannaða för til Mars Virtur rússneskur vísindamaður segir að Rússar séu komnir í forystu í keppninni um hverjir verða þeir fyrstu sem senda mannað geimfar til Mars. 9.1.2008 11:24
Sæll vertu, Obama frændi Raila Odinga, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kenía, heldur því fram að hann sé frændi Baracks Obama, forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum. 9.1.2008 10:37
Íslendingar hjá France 24 í áfalli Ákvörðun Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta um að franska fréttastöðin France 24 hætti útsendingum á ensku og arabísku kemur starfsmönnum algjörlega í opna skjöldu. Þetta segir Sara M. Kolka fréttaframleiðandi sem hefur unnið að uppbyggingu stöðvarinnar frá því henni var hleypt af stokkunum fyrir rétt rúmu ári síðan. 9.1.2008 10:03
Hátt í 15 saknað eftir sprengingu í Rússlandi Kona lést og um 15 annarra er saknað eftir sprengingu í fjölbýlishúsi í rússnesku borginni Kazan í morgun. 9.1.2008 09:54
Lengja á líftíma Hubble um áratug Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, er nú að leggja lokahönd á björgunarleiðangur til Hubble-stjörnusjónaukans en með leiðangrinum er ætlunin að lengja líftíma Hubble um allt að áratug. 9.1.2008 09:43
Stálu 200 tonna stálbrú Brotajárnsþjófum í Rússlandi tókst að ræna 200 tonna stálbrú að næturlagi án þess að nokkur tæki eftir athæfinu. 9.1.2008 09:18
Gullörn fæli refi af flugbrautum Stjórnendur flugvallarins við hafnarborgina Bari á Ítalíu hafa gripið til þess ráðs að fá taminn gullörn til liðs við sig. Er erninum ætlað að fæla refi frá flugbrautunum á vellinum 9.1.2008 08:42
Heimildarmynd um Madeleine í bígerð Foreldrar Madeleine McCann, stúlkunnar sem talið er að barnaníðingar hafi rænt, eiga nú í viðræðum við kvikmyndaframleiðendur um gerð heimildarmyndar um málið. 9.1.2008 08:38
Hillary Clinton sigraði óvænt í New Hampshire Hillary Clinton sigraði mjög óvænt í forkosningunum í New Hampshire þrátt fyrir að allar skoðanakannanir hefðu sýnt hið gagnstæða. John McCain er öruggur sigurvegari hjá Repúblikönum 9.1.2008 06:47
Finnar mótmæla tungumálakúgun Svía Ákvörðun um að opinberir starfsmenn í Svíþjóð skuli aðeins tala sænsku í vinnunni hefur leitt til mótmæla í Finnlandi. 8.1.2008 16:21
Lemjið hausnum á þeim fast í dráttarbeiðslið Dýravinir í Ástralíu setja spurningamerki við nýjar leiðbeiningar ríkisstjórnarinnar um hvernig megi drepa kengúrur á mannúðlegan hátt. 8.1.2008 16:14
Ich bin WO? Roskinn Þjóðverji tók vitlausa beygju þegar hann var á heimleið eftir áramótafrí hjá frænku sinni. Í stað þess að keyra til Moers skammt frá Dusseldorf keyrði hann til Nibe í Danmörku, rúmlega 800 kílómetra leið. 8.1.2008 15:01
Vont hjónaband Eiginkona í Þýskalandi batt enda á misheppnað hjónaband með því að höggva eiginmann sinn í spað og sturta honum niður um klósettið. 8.1.2008 13:32
ESB vill ná samkomulagi við Serba fyrir lok mánaðar Ráðamenn í Evrópusambandinu sögðust í dag vilja ná samkomulagi um aðildarviðræður við Serbíu fyrir lok þessa mánaðar. 8.1.2008 13:20
Samsteypustjórn í Kosovo Albanar í Kosovo hafa loks náð samkomulagi um tveggja flokka samsteypustjórn sem á að leiða héraðið til sjálfstæðis á næstu mánuðum. 8.1.2008 11:19
Heilsu Suharto hrakar Suharto fyrrum forseti Indónesíu liggur nú alvarlega veikur á sjúkrahúsi í Jakarta höfuðborg Indónesíu. Suharto var fluttur með hraði á spítalann í síðustu viku hjárta og nýrnavandamál sem valda blóðleysi og lágum blóðþrýstingi. 8.1.2008 10:48
Ráðherra Sri Lanka lést í sprengjutilræði DM Dassanayake ráðherra uppbyggingarmála á Sri Lanka lést á sjúkrahúsi í dag eftir að hafa orðið fyrir öflugri sprengju við vegkant nálægt höfuðborginni Colombo. Sjö aðrir slösuðust í árásinni sem Tamiltígrar hafa verið ásakaðir um að standa fyrir. 8.1.2008 10:24
Vilja fá Chavez úrskurðaðan geðveikan Einn af stjórnarandstöðuflokkunum í Venesúela reynir nú að fá Hugo Chavez forseta landsins úrskurðaðan geðveikann og þar með óhæfan til að stjórna landinu. 8.1.2008 09:28
Kínversk stjórnvöld múlbinda fréttamenn Frelsi fjölmiðla hefur verið nær óþekkt fyrirbæri í Kína frá því að kommúnistar tóku þar völdin um miðja síðustu öld. Stjórnvöld í Kína hafa vakandi auga með öllu sem birt er, sérstaklega í ríkisfjölmiðlunum 8.1.2008 09:06
Dönsk pör leigja meðgöngumæður með leynd Með leynd fara dönsk barnlaus pör nú í auknum mæli erlendis og borga meðgöngumæðrum fyrir að ganga með barn sitt. 8.1.2008 09:02
Hillary Clinton táraðist í New Hampshire Forkosningarnar í New Hampshire eru í dag og það lítur allt út fyrir að demókratinn Barak Obama og repúblikaninn John McCain muni fara með sigur af hólmi 8.1.2008 07:57
Díana prinsessa var hætt með Dodi Ástarævintýri Díönu prinsessu og Dodis Fayed var lokið tveimur vikum áður en hún lést í hörmulegu bílslysi í París í ágúst 1997. Rannsókn á andláti Díönu hefur staðið yfir frá því í haust. Við vitnaleiðslur yfir Rodney Turner, sem var náinn vinur Díönu, sagði hann að prinsessan hefði fullyrt við sig að samband þeirra væri á enda. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Guardian. 7.1.2008 21:41
Kibaki Keníuforseti boðar Odinga til viðræðna Forseti Keníu, Mwai Kibaki, hefur boðað andstæðing sinn, Raila Odinga til viðræðna næstkomandi föstudag. Tilgangur með viðræðunum er að binda enda á þá óöld sem ríkt hefur í landinu, en hátt í 500 manns hafa látið lífið í óeirðum eftir að úrslit forsetakosninga urðu gerð kunn 27. desember síðastliðinn. 7.1.2008 17:43
Lýsir yfir áhyggjum af ástandinu í Kenía Helsti erindreki Bandaríkjanna í Afríku hefur lýst yfir miklum áhyggjum af ástandinu sem blossaði upp áður en úrslit forsetakosninganna í Kenýa urðu ljós. Jendayi Frazer hefur verið í Keníu síðustu þrjá daga og fundað með Mwai Kibaki forseta og stjórnarandstöðunni. Hún segir kosningarnar ekki hafa verið nægilega gegnsæjar og ofbeldið sem fylgdi í kjölfarið ekki lýsandi fyrir þjóðina. 7.1.2008 16:23
Leitað að eldflaugaskotmönnum Ísraelar hafa hert enn aðgerðir á Gaza ströndinni til þess að reyna að koma í veg fyrir að Palestínumenn skjóti þaðan eldflaugum og vörpusprengjum yfir landamærin. 7.1.2008 15:51
Íranskir bátar ógna bandarískum skipum Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest fréttir CNN sjónvarpsstöðvarinnar um helgina um að íranskir hraðbátar hafi hótað þremur bandarískum herskipum á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Írans. Bátarnir voru fimm og á vegum íranskra byltingarsinna hringsóluðu í kringum herskipin í tæplega 200 metra fjarlægð. 7.1.2008 15:37
Hann er á leiðinni Bandarískir öryggisverðir eru nú á ferð á flugi um Ísrael vegna heimsóknar Georges Bush forseta síðar í þessari viku. 7.1.2008 15:35
Upplýstur engill Íslendingar eru með nokkrum rétti stoltir af því hvað þeir skjóta upp mörgum rakettum um áramótin. Voru það ekki eitthvað um 800 tonn í þetta skipti ? 7.1.2008 14:25
Ævintýrahöll úr klaka Það er mikið vetrarríki í Kína. Í borginni Harbin í Norðausturhluta landsins nota listamenn ísinn til þess að búa til undraveröld sem er mikið sótt af ferðamönnum ár hvert. 7.1.2008 14:12
Bók Bhutto gefin út fyrir þingkosningar í Pakistan Breska útgáfufyrirtækið HarperCollins hyggst flýta útgáfu á bók eftir Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, sem ráðin var af dögum milli jóla og nýárs. 7.1.2008 14:08
Breski herinn vegsamar stríð Breski herinn hefur verið sakaður um að vegsama stríð í auglýsingum sínum. Þannig beinist auglýsingar sem sýni stríðsrekstur á jákvæðan hátt að börnum allt niður í sjö ára aldur. Þetta eru niðurstöður skýrslu góðgerðarsamtakanna Joseph Rowntree sem birt var í dag. 7.1.2008 14:07
Karl í krapinu Nístandi kaldur og bálhvass vetrarstormur gekk yfir Kaliforníu um síðustu helgi. Vegir tepptust og skriður féllu. Rafmagn fór af húsum og ástandið var allt hið ömurlegasta. 7.1.2008 14:04
Dauðadæmdum kastað fyrir björg Hæstiréttur Írans hefur staðfest að tveir dauðadæmdir menn skuli teknir af lífi með því að kasta þeim fyrir björg. Þeir voru dæmdir fyrir að nauðga öðrum karlmönnum. 7.1.2008 11:32
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent