Fleiri fréttir

Skelfing eftir jarðskjálfta í Indónesíu

Jarðskjálfti upp á 6,2 á Richter skók austhluta Indónesíu í morgun og eyðilagði fjölda bygginga. Skelfing greip um sig meðal íbúa Papúa á Nýju Gíneu en enginn lést samkvæmt uppllýsingum yfirvalda. Upptök skjálftans voru um 8 kílómetra norður af Manokwariborg í vesturhluta Papúa. Eldur logar í fjölda húsa og sprungur mynduðust í mörgum til viðbótar. Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út.

Kókaín vinsælasta dópið hjá ungum Dönum

Á síðustu tíu árum er kókaín orðið það eiturlyf sem danska lögreglan finnur mest af hjá yngri kynslóðinni þar í landi. Þetta kemur fram í Nyhedsavisen í dag.

Íbúar Napolíborgar eru að drukkna í sorpi

Íbúar Napolíborgar eru að drukkna í sorpi og hefur ríkisstjórn Ítalíu verið kölluð til neyðarfundar í dag vegna málsins. Engin sorphirða hefur verið í borginni undanfarnar tvær vikur.

Stefnir í stórsigur Obama í New Hampshire

Nýjustu skoðanakannanir í New Hampshire gefa til kynna að Barak Obama vinni stórsigur á Hillary Clinton. Obama mælist nú með tíu prósent meira fylgi en Clinton

Saakashvili sigraði - Fékk 52.8% atkvæða

Mikhail Saakashvili er sigurvegari kosninganna í Gerorgíu. Þetta var tilkynnt í kvöld. Hann hlaut 52.8% atkvæða og því er önnur umferð kosninga gegn þeim sem hlaut næstflest atkvæði óþörf.

Örvæntingarfullar mæður leita ásjár ABC barnahjálpar

Örvæntingarfullar kenískar mæður hafa leitað ásjár með börn sín á heimili ABC barnahjálpar í Naíróbí. Íslenskur sjálfboðaliði þar segir almenning óttasleginn vegna ástandsins í landinu. Keníumenn sem vanir eru að taka á móti flóttamönnum frá nágrannalöndum sínum, flýja nú í þúsundavís yfir landamærin, flestir til Úganda.

Þrír látnir eftir árás Ísraela

Ísraelskir hermenn drápu þrjá Palestínumenn í árás inn á Gaza svæðið í dag. Árásin var svar við ítrekuðum loftskeytaárásum þaðan inni í Ísrael.

Bjóðið Bush velkominn með sprengjum

Hinn bandaríski Adam Gadahn, sem er herskár meðlimur í Al-Kaída hryðjuverkasamtökunum, hvetur múslima í miðausturlöndum til að taka á móti George Bush með sprengjum þegar hann kemur þangað í vikunni.

Saakashvili sigurvegari eftir fyrstu tölur

Michel Saakashvili forseti Georgíu er með 58 prósenta fylgi eftir að sjö prósent atkvæða hafa verið talin í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarandstaðan í Georgíu hvetur stuðningsmenn til mótmæla í höfuðborginni Tblisi en þeir segja að útgönguspár hafi verið falsaðar.

Vilja Suleiman sem forseta Líbanon

Utanríkisráðherrar Arababandalagsins ákváðu á fundi í Kaíró í Egyptalandi að styðja Michel Suleiman hershöfðingja sem næsta forseta Líbanons. Boðað var til fundarins vegna stjórnmálaástandsins í Líbanon en þar hefur ekki verið forseti síðan 23. nóvember.

Hvetja til mótmæla í Georgíu

Stjórnarandstaðan í Georgíu hvetur stuðningsmenn til mótmæla í höfuðborginni Tblisi en þeir segja að útgönguspár hafi verið falsaðar. Samkvæmt þeim vann Saakashvili forseti yfirburðasigur í kosningunum sem hann boðaði til eftir að hafa barið niður mótmæli stjórnarandstöðunnar gegn sér í nóvember. Þá þykja kosningarnar prófsteinn á lýðræði í landinu.

"Hvar eru hryðjuverkamennirnir núna?"

Fjórir létust þegar sprengja sprakk í Karrada hvefinu í Bhagdad í morgun. Þar var verið að halda upp á Íraska herdaginn sem er árviss viðburður. Þeir látnu voru allir íraskir hermenn en sprenginguna sem sprakk fyrir utan byggingu frjálsra félagasamtaka sem stóð fyrir hátíðarhöldum í hverfinu og bauð nokkrum háttsetum hermönnum.

Sterkur jarðskjálfti í Grikklandi

Sterkur jarðskjálfti upp á 6,5 á Richter reið yfir Grikkland í morgun. Jarðfræðingar segja upptök skjálftans 120 kílómetra suðvestur af Aþenu í suðurhluta Pelopsskaga. Engar fregnir hafa borist af mannfalli eða slysum á fólki.

Tveir látnir í óveðri í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti tveir eru látnir af völdum óveðurs sem geisar á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hellirigning, snjór og sterkir vindar fylgja veðrinu. Snjóflóðaviðvaranir voru gefnar út í Sierra Nevada fjöllum þar sem einn og hálfur meter féll af snjó. Þá er varað við flóðum í suðurhluta Kaliforníu og aurskriðum.

Allt bendir til sigurs Saakishvili

Þúsundir mótmæltu úrslitum forsetakosninganna í Tblisi höfuðborg Georgíu í dag sem benda til að Mikhail Saakashvili forseti sitji annað kjörtímabil í embætti. Urður Gunnarsdóttir talsmaður Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu segir vankanta á kosningunum helst snúast um ójafna aðstöðu frambjóðenda fyrir kosningar.

Fjöldamótmæli boðuð í Georgíu

Stjórnarandstaðan í Georgíu hefur boðað til fjöldamótmæla á morgun vegna þess sem hún kallar "falsaðra" niðurstaðna nýafstaðinna forsetakosninga. Mótmælin eiga að fara fram klukkan 14:00 að staðartíma á morgun.

Þjóðverja vísað úr landi

Írönsk yfirvöld hafa vísað þýskum diplómat úr landi. Þetta kemur fram í þýskum fjölmiðlum í dag. Það mun, samkvæmt heimildum þýsku fréttastofunnar DPA, vera svar Írana við því þegar írönskum diplómat var vísað úr Þýskalandi í júlí fyrir að hafa reynt að kaupa tæki og tól sem grunur lék á að nota ætti í umdeilda kjarnorkuáætlun Írana.

Féll niður af 47. hæð og lifði af

Gluggaþvottamaður í New York var svo sannarlega ekki feigur þegar hann féll niður af 47. hæð háhýsis á Manhattan í síðasta mánuði og lifði af.

Odinga hafnar samstarfi við Kibaki

Mwai Kibaki forseti Kenía segist tilbúinn að mynda þjóðstjórn til að binda enda á ringulreiðina í landinu eftir afar umdeild úrslit forsetakosninganna síðustu helgi. Stjórnarandstaðan hafnar samstarfi og krefst þess að kosið verði á ný.

Upplýsingar sænsku leyniþjónustunnar á glámbekk

USB minniskubbur fullur af leyniskjölum sænska hersins fannst á bókasafni í Stokkhólmi á fimmtudag. Meðal leyniskjalanna voru skýrslur um friðargæslu Nató í Afghanistan. Fundurinn þykir rýra traust á sænska leyniþjónustu.

Útgönguspár spá Saakashvili sigri

Útgönguspár sem sjónvarpsstöðvar í Georgíu létu framkvæma segja að Mikhail Saakashvili hafi fengið 52.5% atkvæða í forsetakosningunum í landinu. Verði það raunin er ekki þörf á annari umferð kosninga.

Zuma tekur fjórðu eiginkonuna

Jacob Zuma, sem nýlega tók við stjórnartaumunum í Suður-Afríska þjóðarráðinu(ANC) gekk í dag að eiga sína fjórðu eiginkonu. Athöfnin var látlaus og fór fram á heimaslóðum Zuma, sem þykir líklegastur til að taka við forsetaembæti landsisn þegar Thabo Mbke lætur af völdum

Reiði vegna rusls

Reiðir Napólíbúar hindruðu lestarferðir, köstuðu steinum að lögreglu og veltu bílum í morgun til þess að mótmæla áætlunum borgaryfirvalda um að opna aftur umdeilda sorphauga.

Bloggari í haldi vegna skrifa sinna

Yfirvöld í Saudí Arabí neita að láta bloggarann Fouad al-Farhan lausan en hann hefur verið í haldi vegna skrifa sinna í meira en mánuð. Talsmaður innanríkisráðuneytisins í landinu, Mansour al-Turki, hefur staðfest að al-Farhan sé í haldi vegna öryggisástæðna en neitar að gefa upp hverjar þær eru.

Íraskur hermaður banaði bandaríkjamönnum

Íraskur hermaður skaut tvo bandaríska hermenn til bana og særði þrjá til viðbótar þann 26 desember síðastliðinn. Íraskur túlkur féll einnig í skotárásinni. Óstaðfestar fréttir hafa borist af þessu atviki undanfarna daga en það var fyrst staðfest af bandrískum yfirvöldum í dag.

Zapatero til Líbanon

Jose Luis Zapatero, forsætisráðherra Spánar, fór í dag í óvænta heimsókn til Suður-Líbanon. Zapatero hyggst þar heimsækja 1100 spænska hermenn sem þjóna með friðargæsluliði Sameinuðu þjóðana á svæðinu. Með Zapatero í för var varnarmálaráðherra landsins. Jose Antonio Alonso.

Bandarísk sendinefnd komin til Kenía

Sendinefnd á vegum Bandaríkjanna er nú komin til Kenía til að miðla málum í stjórnmálakreppunni sem þar ríkir eftir úrslit forsetakosninganna síðustu helgi.

Fjórtán saknað eftir flugslys

Fjórtán er saknað eftir að flugvél hrapaði í sjóinn undan strönd Venesúela seint í gær. Um borð í vélinni voru átta Ítalir, Svisslendingur og fimm Venesúelamenn sem meðal annars skipuðu flugáhöfnina.

Brjóstastækkun kostaði hermann starfið

Kvenkyns hermaður í Þýskalandi hefur áfrýjað ákvörðun yfirmanna hennar um að vísa henni úr hernum vegna þess að hún fór í brjóstastækkun. Alessija Dorfmann sagði að það hefði alltaf verið draumur hennar að vera vel vaxinn hermaður, en nú hafi brjóstin af D stærð kostað hana starfið.

Frægasta hóruhúsi í Amsterdam lokað

Yab Yum, frægasta hóruhúsið í Amsterdam verður að loka dyrum sínum næstkomandi mánudag, samkvæmt dómsúrskurði sem kveðinn var upp í dag.

Mátturinn var með honum

Ellefu ára breskur strákur brást skjótt við þegar maður veittist að móður hans í Swardeston, skammt frá Norwich. Mæðginin voru að koma út úr bakaríi.

Mótleikur mauranna

Maurar á dönsku eynni Læsö hafa fundið mótleik gegn lúmskum fiðrildum sem hafa platað þá til þess að passa lirfur sínar. Fiðrildalirfurnar lifa fyrst á plöntum en detta fljótlega niður á jörðina.

Dakar rallinu aflýst vegna hryðjuverkahættu

Dakar rallinu hefur verið aflýst aðeins sólarhring áður en það átti að hefjast. Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Máritaníu. Í yfirlýsingu frá stjórnendum keppninnar segir að margt spili þarna inn í.

Ferðamannaiðnaður í Kenía hrynur

Ferðamannaiðnaðurinn í Kenía sem er afar ábatasöm tekjulind í landinu hefur orðið fyrir miklum skaða vegna óeirðanna sem nú geisa. Ferðamenn flykkjast frá landinu og þeir sem höfðu pantað frí hafa flestir hætt við. Ríkisstjórnir fjölmargra landa hafa varað landa sína við að fara til Kenía.

Snjóflóð féll á spænskt skíðasvæði

Þrír skíðamenn lentu undir snjóflóði sem féll utanbrautar á skíðasvæði í Pyrenneafjöllum á Spáni í dag. Talsmaður bæjaryfirvalda á staðnum gat ekki staðfest hvort einhverra væri saknað, en sagði að björgunarsveitir væru á leið á slysstaðinn.

Er Gro Harlem skattsvikari?

Norskir fjölmiðlar velta því mjög fyrir sér hvort Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stórfelldur skattsvikari.

Sjá næstu 50 fréttir