Fleiri fréttir Krókódíll stöðvaði ræningja á flótta Ræningi í Flórída fór úr öskunni í eldinn þegar hann reyndi að sleppa undan armi laganna með því að synda yfir tjörn í Miami. Maðurinn virti viðvaranir á skiltum á bakka tjarnarinnar að vettugi og stakk sér til sunds. 14.11.2007 08:18 Blackwater brotlegir í Bagdad Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur komist að því að liðsmenn öryggisfyrirtækisins Blackwater hafi drepið að minnsta kosti 14 saklausa borgara í Írak sextánda september. 14.11.2007 08:06 Frakkar leggja niður vinnu Starfsmenn frönsku járnbrautanna fóru í verkfall í gærkvöldi og er búist við gríðarlegum töfum af þeim völdum nú í morgunsárið þegar fólk heldur til vinnu sinnar. Verkfall er einnig hafið í gas- og rafmagnsveitunum segja stjórnmálaskýrendur að næstu dagar verði gríðarleg þolraun fyrir Nicholas Sarkozy og ríkisstjórn hans. 14.11.2007 08:02 Ríkisstjórn Rasmussens hélt velli Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fékk stuðning til áframhaldandi starfa fyrir þjóðina í þingkosingum í landinu í dag. 13.11.2007 23:05 Hægri stjórnin þarf ekki stuðning Khader Þegar búið er að telja 20% atkvæða í dönsku þingkosningunum er hægri stjórn Anders Fogh með hreinan meirihluta á þingi og þarf ekki að reiða sig á stuðning Ny Alliance flokks Naser Khader. 13.11.2007 20:24 Fyrstu tölur benda til að danska stjórnin haldi velli Fyrstu tölur í dönsku þingkosningunum benda til að hægri stjórn Anders Fogh Rasmussen haldi. Þegar búið er að telja tæp 9% atkvæða eru hægri flokkarnir með 97 þingsæti á móti 82 þingsætum vinstriflokkana. 13.11.2007 20:09 Gordon Brown vill tímakvóta á áfengissölu Verslunum í Bretlandi gæti verið bannað að selja áfengi eftir klukkan 23:00 á kvöldin ef hugmyndir forsætisráðherrans Gordons Brown ná fram að ganga. 13.11.2007 19:35 Kjörstöðum lokað, Fogh með nauma forystu Kjörstöðum í Danmörku var lokað fyrir nokkrum mínútum. Samhliða var birt síðasta útgönguspá TV 2 sem sýnir að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og samsteypustjórn hans hefur nauma forystu. 13.11.2007 19:09 Khader virðist í oddastöðu í Danmörku Samkvæmt nýrri útgönguspá sem TV 2 var að birta í Danmörku virðist Naser Khader og flokkur hans Ny Alliance vera í oddastöðu eftir kosningarnar. Þingsætin skiptast nær hnífjafnt á milli hægri og vinstriflokkana samkvæmt TV 2 eða 85 á móti 84. 13.11.2007 18:02 Danska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt fyrstu útgönguspám Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussens, forstætisráðherra Danmerkur, heldur velli samkvæmt fyrstu útgönguspá sem birt er í tengslum við þingkosningar í landinu í dag. 13.11.2007 17:16 Konan mín er tík Þrjátíu og þriggja ára gamall Indverji hefur gengið að eiga tík. Með því vill hann létta af sér bölvun vegna tveggja hunda sem hann grýtti í hel fyrir fimmtán árum. 13.11.2007 16:38 Hélt að Díana myndi lifa af Fyrsti læknirinn sem kom að Díönu prinsessu eftir bílslysið í París sem kostaði hana og Dodi Al Fayed ástmann hennar lífið, segist hafa trúað því að hún myndi lifa slysið af. Frederic Mailliez sagði við réttarrannsóknina á dauða prinsessunnar af Wales að hún hefði “veinað, verið meðvitundarlaus og máttlítil,” þegar hann kom að slysinu örfáum mínútum eftir slysið. 13.11.2007 15:47 12 handteknir vegna gruns um mök við 15 ára stúlku Tólf manns sem tengjast svissneska fótboltaklúbbnum FC Thun hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa haft samfarir við 15 ára stúlku. 13.11.2007 15:16 Viðurkennir pyntingar á kærustunni Nítján ára Líbani viðurkenndi í morgun að hafa pyntað jafn gamla danska kærustu sína í níu daga í skúr við Suðurhöfnina í Kaupmannahöfn. 13.11.2007 14:23 Sölustopp á Toyota Hilux eftir elgspróf Toyota umboðið í Noregi hefur hætt sölu á Toyota Hilux pallbíl með 16 tommu dekkjum, meðan verksmiðjurnar prófa stöðugleikann. 13.11.2007 13:15 Kvarta undan því að hafa ekki verið sagt hvað gekk á Einhverjir meiddust, en þó ekki alvarlega, og skelfing greip um sig meðal farþega, þegar ferjan Norræna valt mikið til annarar hliðar í óveðri á milli Noregs og Færeyja í fyrrinótt og aðalvélin drap á sér. 13.11.2007 12:28 Opinberum byggingum og verslunum lokað á Gaza Skólum, opinberum byggingum og verslunum var lokað í Gazaborg í morgun. Minnst sex týndu lífi í skotbardaga þar í gær þegar Fatah-liðar minntust þess að þrjú ár voru liðin frá dauða Arafats. Átökin eru þau verstu frá því Hamas-samtökin töku völdin á Gaza-svæðinu í júní. 13.11.2007 12:22 Tyrkir ráðast á þorp í Írak Tyrkneskar herþyrlur gerðu árás á kúrdískt þorp innan landamæra Íraks í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Tyrkir láta til skarar skríða í Írak frá því spennan tók að magnast á landamærunum fyrir nokkru síðan. 13.11.2007 12:00 Útlit fyrir aukna kosningaþátttöku Nærri ellefu prósent kjósenda höfðu nýtt atkvæðisrétt sinn í þingkosningunum í Danmörku klukkan tíu að dönskum tíma, klukkutíma eftir að kjörstaðir voru opnaðir. Það er tæpu prósentustigi fleiri en í kosningum fyrir tveimur árum 13.11.2007 10:42 Ekki með skammbyssu í skólann Kennslukona í Oregon í Bandaríkjunum tapaði máli sem hún höfðaði til þess að fá að bera skammbyssu á sér í skólanum. 13.11.2007 10:41 Topplaus uppreisn í Svíþjóð Ungar konur í Svíþjóð hafa gert uppreisn gegn því að fá ekki að fara topplausar í almenningssundlaugar. 13.11.2007 10:25 VIlja láta rannsaka fljúgandi furðuhluti Hópur fyrrverandi flugmanna og hermanna hefur skorað á bandarísk yfirvöld að hefja á ný rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Meðlimir hópsins sem koma frá sjö löndum eiga það allir sameiginlegt að segjast hafa séð fljúgandi furðuhlut á lífsleiðinni. 13.11.2007 08:30 NATO ríki hætti að framselja fanga til Afganistan Amnesty International hvetur NATO ríkin til þess að hætta að framselja grunaða hryðjuverkamenn til Afganistans. Í nýrri skýrslu samtakanna er bent á mörg dæmi þess að fangar hafi sætt pyntingum í afgönskum fangelsum en samkvæmt alþjóðalögum er ríkjum óheimilt að framselja fanga til annars ríkis ef grunur leikur á því að þeir verði pyntaðir. 13.11.2007 08:27 Ræddu saman á Netinu um fjöldamorð Finnski fjöldamorðinginn sem skaut átta manns til bana í smábæ í Finnlandi í síðustu viku hafði verið í tölvusambandi við fjórtán ára pilt í Bandaríkjunum sem lagði á ráðin um svipað ódæði í skóla í Fíladelfíu. 13.11.2007 08:22 Bhutto krefst afsagnar Musharrafs Lögreglan í Pakistan hefur slegið skjaldborg um hús Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Hún hafði lýst því yfir að hún ætlaði sér að ganga fylktu liði til höfuðborgarinnar Islamabad í dag. Hún krefst þess að Musharraf segi af sér. 13.11.2007 08:20 Að skjóta sig í fótinn Bandarískur maður liggur nú á sjúkrahúsi töluvert slasaður með skotsár á báðum fótum. Maðurinn var að skipta um dekk á Lincoln Continental glæsikerrunni sinni og gat ekki með nokkru móti losað síðasta boltann. 13.11.2007 08:05 Skelfing um borð í Norrænu Einhverjir meiddust, en þó ekki alvarlega, og skelfing greip um sig meðal farþega, þegar ferjan Norræna valt mikið til annarar hliðar í óveðri á milli Noregs og Færeyja í fyrrinótt. Talið er að í veltunni hafi skrúfa skipsins farið upp úr sjó og yfirsnúningur komið á aðalvélina, þannig að sjálfvirkur búnaður drap á vélinni. 13.11.2007 08:03 Danir ganga til kosninga Danir ganga til þingkosninga í dag. Dagblaðið Berlingske Tidende birtir í dag Gallup könnun sem gefur til kynna að stjórn forsætisráðherrans Anders Fogh Rassmussen, haldi velli. Á síðustu metrunum hafa stjórnarflokkarnir Venstre og Danski þjóðarflokkurinn bætt við sig töluverðu fylgi. 13.11.2007 07:54 Hóta að vísa Pakistan úr bandalagi samveldisríkja Utanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlög í landinu ellegar verður landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í kvöld. 12.11.2007 22:05 Torrent síðum lokað víða um heim Það er ekki bara umræða um svokallaðar torrent síður hér á Íslandi. Svipuðum síðum hefur verið lokað víða um heim og voru til dæmis tveir handteknir í Póllandi. 12.11.2007 20:25 Sakfelldur fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni Willie Theron, sem ákærður var fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni í Suður-Afríku í maí 2005 var sakfelldur fyrir ódæðið fyrir dómi í Jóhannesarborg í dag. 12.11.2007 18:30 Nemendur Jokela-skólans snúa aftur í tíma Nemendur í Jokela-menntaskólanum í bænum Tuusula í Finnlandi sneru aftur í tíma í dag, fimm dögum eftir að nemandi í skólanum, Pekka-Eric Auvinen, gekk þar berskerksgang og myrti átta og særði tólf manns. Hann svipti sig svo lífi eftir árásina. 12.11.2007 17:13 Engir íslendingar á brunasvæðinu í London Engir Íslendingar eru á svæðinu sem þar sem stórbruni varð skammt frá Canary Wharf í austurhluta London í dag. Þurý Björk Björgvinsdóttir starfsmaður íslenska sendiráðsins í borginni segir fólk taka þessu með ró, en í fyrstu hafi mörgum brugðið því fréttir í byrjun voru mjög sláandi. 12.11.2007 16:46 Google myndar topplausa konu í sólbaði Nú er eins gott fyrir fólk að vera á verði, því Google fylgist með öllu sem gert er utandyra. Google býður mönnum í ferðalag um heiminn séð frá gervihnöttum og þar er ýmislegt að sjá. 12.11.2007 16:31 Haldið og pyntuð í níu daga Nítján ára gamalli danskri stúlku var haldið fanginni í skúr við suðurhöfnina í Kaupmannahöfn í níu daga, þar sem hún var brennd, barin og misþyrmt á margvíslegan hátt. 12.11.2007 13:49 Skógarbjörn stal bíl í New Jersey Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum segist fullviss um að svartur skógarbjörn hafi stolið smárútu og farið í bíltúr. Dave Dehard lögreglumaður fann rútuna utanvegar við Vernon samkvæmt heimildum Court TV. Farþegarúðan hafði verið brotin og dyrnar skemmdar. 12.11.2007 13:12 Kengúra á flótta frá lögreglu Lögreglumenn og dýraverndaryfirvöld í Melbourne í Ástralíu höfðu nóg fyrir stafni í morgun þegar handsama þurfti kengúru á flótta. 12.11.2007 13:03 Ekki talið að eldurinn í London tengist hryðjuverkum Skotland Yard segir að ekkert bendi til þess að eldurinn í Austur-London tengist hryðjuverkum. Talsmaður lögreglu í Bretlandi sagði að iðnaðarsvæði í Stratford stæði í ljósum logum. Yfirvöld segja að eldurinn logi í strætisvagnageymslu við Waterden Road á svæði á fyrirhuguðum vettvangi Ólympíuþorpsins árið 2012. 12.11.2007 12:55 Mikill eldur í Austur-London Mikinn reyk leggur nú frá svæði í grennd við Commercial Road í austurhluta London eftir því sem fréttastofa Sky greinir frá. Vitni greina frá því að sprengingar hafi heyrst, en ekkert er enn staðfest um hvað olli henni. 12.11.2007 12:27 Skotinn til bana með loftriffli Sautján ára piltur lést í Bretlandi í gær eftir að hafa fengið í sig skot úr loftriffli. Tveir piltar, sextán og átján ára hafa verið handteknir og loftriffillinn gerður upptækur. 12.11.2007 11:30 Sprengjum varpað á barnaþorp Sprengjum var varpað á SOS-barnaþorp í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu á laugardag. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. Eitt barn og SOS-móðir slösuðust lítillega í árásinni en öryggisvörður í þorpinu er alvarlega særður og er hann nú á sjúkrahúsi Rauða krossins. 12.11.2007 11:24 Ráðherra fyrirskipar hlé á fótbolta á Ítalíu Íþróttamálaráðherra Ítalíu hefur fyrirskipað hlé á fótboltaleikjum vegna óeirðanna um helgina, þar sem meðal annars áhangandi ítalska liðsins Lazio fékk fyrir byssukúlu lögreglumanns. 12.11.2007 11:03 Lögmæti kosninga í Pakistan kannað Búist er við því að hæstiréttur Pakistans felli um það dóm fyrir næstu helgi hvort löglega hafi verið staðið að forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Vafi leikur á því hvort Perviz Musharraf hafi mátt bjóða sig fram á meðan hann var einnig yfirmaður hersins. 12.11.2007 08:52 Krókódílar á ferðinni í Víetnam Mörg hundruð krókódílar ganga nú lausir í Víetnam í kjölfar flóða í landinu. Krókódílarnir voru innilokaðir í búrum á ræktunarbúgarði þegar flæddi yfir búrin með þeim afleiðingum að leiðin til frelsis var greið. 12.11.2007 08:44 Khmeraleiðtogi dreginn fyrir rétt Fyrrverandi utanríkisráðherra Kambódíu og einn helsti leiðtogi Rauðu Khmerana var handtekinn á heimili sínu í morgun. Lögregla handtók Leng Sary í dögun en talið er að hann verði látinn svara til saka fyrir hörmungarnar sem Khmerarnir leiddu yfir íbúa Kambódíu á áttunda áratugnum. 12.11.2007 08:40 Sjá næstu 50 fréttir
Krókódíll stöðvaði ræningja á flótta Ræningi í Flórída fór úr öskunni í eldinn þegar hann reyndi að sleppa undan armi laganna með því að synda yfir tjörn í Miami. Maðurinn virti viðvaranir á skiltum á bakka tjarnarinnar að vettugi og stakk sér til sunds. 14.11.2007 08:18
Blackwater brotlegir í Bagdad Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur komist að því að liðsmenn öryggisfyrirtækisins Blackwater hafi drepið að minnsta kosti 14 saklausa borgara í Írak sextánda september. 14.11.2007 08:06
Frakkar leggja niður vinnu Starfsmenn frönsku járnbrautanna fóru í verkfall í gærkvöldi og er búist við gríðarlegum töfum af þeim völdum nú í morgunsárið þegar fólk heldur til vinnu sinnar. Verkfall er einnig hafið í gas- og rafmagnsveitunum segja stjórnmálaskýrendur að næstu dagar verði gríðarleg þolraun fyrir Nicholas Sarkozy og ríkisstjórn hans. 14.11.2007 08:02
Ríkisstjórn Rasmussens hélt velli Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fékk stuðning til áframhaldandi starfa fyrir þjóðina í þingkosingum í landinu í dag. 13.11.2007 23:05
Hægri stjórnin þarf ekki stuðning Khader Þegar búið er að telja 20% atkvæða í dönsku þingkosningunum er hægri stjórn Anders Fogh með hreinan meirihluta á þingi og þarf ekki að reiða sig á stuðning Ny Alliance flokks Naser Khader. 13.11.2007 20:24
Fyrstu tölur benda til að danska stjórnin haldi velli Fyrstu tölur í dönsku þingkosningunum benda til að hægri stjórn Anders Fogh Rasmussen haldi. Þegar búið er að telja tæp 9% atkvæða eru hægri flokkarnir með 97 þingsæti á móti 82 þingsætum vinstriflokkana. 13.11.2007 20:09
Gordon Brown vill tímakvóta á áfengissölu Verslunum í Bretlandi gæti verið bannað að selja áfengi eftir klukkan 23:00 á kvöldin ef hugmyndir forsætisráðherrans Gordons Brown ná fram að ganga. 13.11.2007 19:35
Kjörstöðum lokað, Fogh með nauma forystu Kjörstöðum í Danmörku var lokað fyrir nokkrum mínútum. Samhliða var birt síðasta útgönguspá TV 2 sem sýnir að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra og samsteypustjórn hans hefur nauma forystu. 13.11.2007 19:09
Khader virðist í oddastöðu í Danmörku Samkvæmt nýrri útgönguspá sem TV 2 var að birta í Danmörku virðist Naser Khader og flokkur hans Ny Alliance vera í oddastöðu eftir kosningarnar. Þingsætin skiptast nær hnífjafnt á milli hægri og vinstriflokkana samkvæmt TV 2 eða 85 á móti 84. 13.11.2007 18:02
Danska ríkisstjórnin heldur velli samkvæmt fyrstu útgönguspám Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussens, forstætisráðherra Danmerkur, heldur velli samkvæmt fyrstu útgönguspá sem birt er í tengslum við þingkosningar í landinu í dag. 13.11.2007 17:16
Konan mín er tík Þrjátíu og þriggja ára gamall Indverji hefur gengið að eiga tík. Með því vill hann létta af sér bölvun vegna tveggja hunda sem hann grýtti í hel fyrir fimmtán árum. 13.11.2007 16:38
Hélt að Díana myndi lifa af Fyrsti læknirinn sem kom að Díönu prinsessu eftir bílslysið í París sem kostaði hana og Dodi Al Fayed ástmann hennar lífið, segist hafa trúað því að hún myndi lifa slysið af. Frederic Mailliez sagði við réttarrannsóknina á dauða prinsessunnar af Wales að hún hefði “veinað, verið meðvitundarlaus og máttlítil,” þegar hann kom að slysinu örfáum mínútum eftir slysið. 13.11.2007 15:47
12 handteknir vegna gruns um mök við 15 ára stúlku Tólf manns sem tengjast svissneska fótboltaklúbbnum FC Thun hafa verið handteknir, grunaðir um að hafa haft samfarir við 15 ára stúlku. 13.11.2007 15:16
Viðurkennir pyntingar á kærustunni Nítján ára Líbani viðurkenndi í morgun að hafa pyntað jafn gamla danska kærustu sína í níu daga í skúr við Suðurhöfnina í Kaupmannahöfn. 13.11.2007 14:23
Sölustopp á Toyota Hilux eftir elgspróf Toyota umboðið í Noregi hefur hætt sölu á Toyota Hilux pallbíl með 16 tommu dekkjum, meðan verksmiðjurnar prófa stöðugleikann. 13.11.2007 13:15
Kvarta undan því að hafa ekki verið sagt hvað gekk á Einhverjir meiddust, en þó ekki alvarlega, og skelfing greip um sig meðal farþega, þegar ferjan Norræna valt mikið til annarar hliðar í óveðri á milli Noregs og Færeyja í fyrrinótt og aðalvélin drap á sér. 13.11.2007 12:28
Opinberum byggingum og verslunum lokað á Gaza Skólum, opinberum byggingum og verslunum var lokað í Gazaborg í morgun. Minnst sex týndu lífi í skotbardaga þar í gær þegar Fatah-liðar minntust þess að þrjú ár voru liðin frá dauða Arafats. Átökin eru þau verstu frá því Hamas-samtökin töku völdin á Gaza-svæðinu í júní. 13.11.2007 12:22
Tyrkir ráðast á þorp í Írak Tyrkneskar herþyrlur gerðu árás á kúrdískt þorp innan landamæra Íraks í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Tyrkir láta til skarar skríða í Írak frá því spennan tók að magnast á landamærunum fyrir nokkru síðan. 13.11.2007 12:00
Útlit fyrir aukna kosningaþátttöku Nærri ellefu prósent kjósenda höfðu nýtt atkvæðisrétt sinn í þingkosningunum í Danmörku klukkan tíu að dönskum tíma, klukkutíma eftir að kjörstaðir voru opnaðir. Það er tæpu prósentustigi fleiri en í kosningum fyrir tveimur árum 13.11.2007 10:42
Ekki með skammbyssu í skólann Kennslukona í Oregon í Bandaríkjunum tapaði máli sem hún höfðaði til þess að fá að bera skammbyssu á sér í skólanum. 13.11.2007 10:41
Topplaus uppreisn í Svíþjóð Ungar konur í Svíþjóð hafa gert uppreisn gegn því að fá ekki að fara topplausar í almenningssundlaugar. 13.11.2007 10:25
VIlja láta rannsaka fljúgandi furðuhluti Hópur fyrrverandi flugmanna og hermanna hefur skorað á bandarísk yfirvöld að hefja á ný rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Meðlimir hópsins sem koma frá sjö löndum eiga það allir sameiginlegt að segjast hafa séð fljúgandi furðuhlut á lífsleiðinni. 13.11.2007 08:30
NATO ríki hætti að framselja fanga til Afganistan Amnesty International hvetur NATO ríkin til þess að hætta að framselja grunaða hryðjuverkamenn til Afganistans. Í nýrri skýrslu samtakanna er bent á mörg dæmi þess að fangar hafi sætt pyntingum í afgönskum fangelsum en samkvæmt alþjóðalögum er ríkjum óheimilt að framselja fanga til annars ríkis ef grunur leikur á því að þeir verði pyntaðir. 13.11.2007 08:27
Ræddu saman á Netinu um fjöldamorð Finnski fjöldamorðinginn sem skaut átta manns til bana í smábæ í Finnlandi í síðustu viku hafði verið í tölvusambandi við fjórtán ára pilt í Bandaríkjunum sem lagði á ráðin um svipað ódæði í skóla í Fíladelfíu. 13.11.2007 08:22
Bhutto krefst afsagnar Musharrafs Lögreglan í Pakistan hefur slegið skjaldborg um hús Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra. Hún hafði lýst því yfir að hún ætlaði sér að ganga fylktu liði til höfuðborgarinnar Islamabad í dag. Hún krefst þess að Musharraf segi af sér. 13.11.2007 08:20
Að skjóta sig í fótinn Bandarískur maður liggur nú á sjúkrahúsi töluvert slasaður með skotsár á báðum fótum. Maðurinn var að skipta um dekk á Lincoln Continental glæsikerrunni sinni og gat ekki með nokkru móti losað síðasta boltann. 13.11.2007 08:05
Skelfing um borð í Norrænu Einhverjir meiddust, en þó ekki alvarlega, og skelfing greip um sig meðal farþega, þegar ferjan Norræna valt mikið til annarar hliðar í óveðri á milli Noregs og Færeyja í fyrrinótt. Talið er að í veltunni hafi skrúfa skipsins farið upp úr sjó og yfirsnúningur komið á aðalvélina, þannig að sjálfvirkur búnaður drap á vélinni. 13.11.2007 08:03
Danir ganga til kosninga Danir ganga til þingkosninga í dag. Dagblaðið Berlingske Tidende birtir í dag Gallup könnun sem gefur til kynna að stjórn forsætisráðherrans Anders Fogh Rassmussen, haldi velli. Á síðustu metrunum hafa stjórnarflokkarnir Venstre og Danski þjóðarflokkurinn bætt við sig töluverðu fylgi. 13.11.2007 07:54
Hóta að vísa Pakistan úr bandalagi samveldisríkja Utanríkisráðherrar innan bandalags bresku samveldisríkjanna hafa gefið Pervez Musharraf, forseta Pakistans, tíu daga til að afnema neyðarlög í landinu ellegar verður landinu vísað úr breska samveldinu. Þetta var ákveðið á aukafundi ráðherranna í Lundúnum í kvöld. 12.11.2007 22:05
Torrent síðum lokað víða um heim Það er ekki bara umræða um svokallaðar torrent síður hér á Íslandi. Svipuðum síðum hefur verið lokað víða um heim og voru til dæmis tveir handteknir í Póllandi. 12.11.2007 20:25
Sakfelldur fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni Willie Theron, sem ákærður var fyrir morðið á Gísla Þorkelssyni í Suður-Afríku í maí 2005 var sakfelldur fyrir ódæðið fyrir dómi í Jóhannesarborg í dag. 12.11.2007 18:30
Nemendur Jokela-skólans snúa aftur í tíma Nemendur í Jokela-menntaskólanum í bænum Tuusula í Finnlandi sneru aftur í tíma í dag, fimm dögum eftir að nemandi í skólanum, Pekka-Eric Auvinen, gekk þar berskerksgang og myrti átta og særði tólf manns. Hann svipti sig svo lífi eftir árásina. 12.11.2007 17:13
Engir íslendingar á brunasvæðinu í London Engir Íslendingar eru á svæðinu sem þar sem stórbruni varð skammt frá Canary Wharf í austurhluta London í dag. Þurý Björk Björgvinsdóttir starfsmaður íslenska sendiráðsins í borginni segir fólk taka þessu með ró, en í fyrstu hafi mörgum brugðið því fréttir í byrjun voru mjög sláandi. 12.11.2007 16:46
Google myndar topplausa konu í sólbaði Nú er eins gott fyrir fólk að vera á verði, því Google fylgist með öllu sem gert er utandyra. Google býður mönnum í ferðalag um heiminn séð frá gervihnöttum og þar er ýmislegt að sjá. 12.11.2007 16:31
Haldið og pyntuð í níu daga Nítján ára gamalli danskri stúlku var haldið fanginni í skúr við suðurhöfnina í Kaupmannahöfn í níu daga, þar sem hún var brennd, barin og misþyrmt á margvíslegan hátt. 12.11.2007 13:49
Skógarbjörn stal bíl í New Jersey Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum segist fullviss um að svartur skógarbjörn hafi stolið smárútu og farið í bíltúr. Dave Dehard lögreglumaður fann rútuna utanvegar við Vernon samkvæmt heimildum Court TV. Farþegarúðan hafði verið brotin og dyrnar skemmdar. 12.11.2007 13:12
Kengúra á flótta frá lögreglu Lögreglumenn og dýraverndaryfirvöld í Melbourne í Ástralíu höfðu nóg fyrir stafni í morgun þegar handsama þurfti kengúru á flótta. 12.11.2007 13:03
Ekki talið að eldurinn í London tengist hryðjuverkum Skotland Yard segir að ekkert bendi til þess að eldurinn í Austur-London tengist hryðjuverkum. Talsmaður lögreglu í Bretlandi sagði að iðnaðarsvæði í Stratford stæði í ljósum logum. Yfirvöld segja að eldurinn logi í strætisvagnageymslu við Waterden Road á svæði á fyrirhuguðum vettvangi Ólympíuþorpsins árið 2012. 12.11.2007 12:55
Mikill eldur í Austur-London Mikinn reyk leggur nú frá svæði í grennd við Commercial Road í austurhluta London eftir því sem fréttastofa Sky greinir frá. Vitni greina frá því að sprengingar hafi heyrst, en ekkert er enn staðfest um hvað olli henni. 12.11.2007 12:27
Skotinn til bana með loftriffli Sautján ára piltur lést í Bretlandi í gær eftir að hafa fengið í sig skot úr loftriffli. Tveir piltar, sextán og átján ára hafa verið handteknir og loftriffillinn gerður upptækur. 12.11.2007 11:30
Sprengjum varpað á barnaþorp Sprengjum var varpað á SOS-barnaþorp í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu á laugardag. 15 Íslendingar eru stuðningsaðilar barna í þorpinu. Eitt barn og SOS-móðir slösuðust lítillega í árásinni en öryggisvörður í þorpinu er alvarlega særður og er hann nú á sjúkrahúsi Rauða krossins. 12.11.2007 11:24
Ráðherra fyrirskipar hlé á fótbolta á Ítalíu Íþróttamálaráðherra Ítalíu hefur fyrirskipað hlé á fótboltaleikjum vegna óeirðanna um helgina, þar sem meðal annars áhangandi ítalska liðsins Lazio fékk fyrir byssukúlu lögreglumanns. 12.11.2007 11:03
Lögmæti kosninga í Pakistan kannað Búist er við því að hæstiréttur Pakistans felli um það dóm fyrir næstu helgi hvort löglega hafi verið staðið að forsetakosningunum í landinu í síðasta mánuði. Vafi leikur á því hvort Perviz Musharraf hafi mátt bjóða sig fram á meðan hann var einnig yfirmaður hersins. 12.11.2007 08:52
Krókódílar á ferðinni í Víetnam Mörg hundruð krókódílar ganga nú lausir í Víetnam í kjölfar flóða í landinu. Krókódílarnir voru innilokaðir í búrum á ræktunarbúgarði þegar flæddi yfir búrin með þeim afleiðingum að leiðin til frelsis var greið. 12.11.2007 08:44
Khmeraleiðtogi dreginn fyrir rétt Fyrrverandi utanríkisráðherra Kambódíu og einn helsti leiðtogi Rauðu Khmerana var handtekinn á heimili sínu í morgun. Lögregla handtók Leng Sary í dögun en talið er að hann verði látinn svara til saka fyrir hörmungarnar sem Khmerarnir leiddu yfir íbúa Kambódíu á áttunda áratugnum. 12.11.2007 08:40