Fleiri fréttir

Nýtt leikrit eftir Havel

Nýtt leikrit eftir Vaclav Havel, fyrrverandi forseta Tékklands kemur í bókabúðir síðar í þessum mánuði.

Sjö létust þegar brú í Dubai hrundi

Sjö manns létust og meira en 15 manns slösuðust þegar brú sem var í byggingu féll saman í Dubai fyrr í dag. Samkvæmt heimildum lögreglu virðist hrun brúarinnar vera afleiðing galla í byggingarvinnunni.

Skaut hvert fórnarlamb mörgum sinnum

Finnska lögreglan sagði á blaðamannafundi í dag að fjöldamorðinginn sem varð átta að bana í menntaskóla í Tuusula í gær hafi ætlað að drepa eins marga og hann gæti. Hann hafi skotið hvert fórnarlamb mörgum sinnum, í einu fórnarlambanna fundust 20 byssukúlur. Það sýni hversu brjálaður og ofbeldisfullur Pekka-Eric Auvinen hafi verið.

10 boðorð mafíunnar

Þegar mafíuforinginn Salvatore Lo Piccolo var handtekinn á Sikiley á mánudag fundu lögreglumennirnir vélritað blað þar sem á voru hin tíu boðorð mafíunnar.

Dillandi göngulag kvenna villandi

Dillandi göngulag kvenna er líklegt til að vekja athygli karlmanna á konum, en er ekki merki um að þær séu tilbúinar að ala af sér börn. Rannsókn við Queen háskólann í Ontarío í Kanada leiddi þetta í ljós en í henni var meðal annars skoðað magn kynhormóna í munnvatni kvenna.

Byssumaðurinn skildi eftir sjálfsmorðsbréf

Finnska lögreglan segir að byssumaður sem varð átta manns að bana í menntaskóla í Tuusula í gær hafi skrifað sjálfsmorðsbréf áður en hann framdi ódæðin. Hún hefur einnig til rannsóknar hatursfull skrif sem hann skildi eftir sig á internetinu þar sem hann lýsti vanþóknun sinni á samfélaginu.

Skorinn upp á höfði í stað hnés

Emanuel Didas sem lagður var inn á sjúkrahús í Tansaníu eftir mótorhjólaslys og beið eftir hnéuppskurði liggur nú meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir uppskurð á höfði. Spítalinn gerði þessi afdrifaríku mistök eftir að nöfnum tveggja sjúklinga var ruglað saman, en mennirnir bera sama fornafn.

Tveir látnir eftir þyrluslys á Ítalíu

Tveir eru látnir eftir að bandarísk þyrla hrapaði til jarðar á Ítalíu í dag. Þyrlan var að gerðinni Blackhawk og hrapaði til jarðar á norðurhluta Ítalíu með 10 manns um borð. Að minnsta kosti tveir þeirra eru látnir samkvæmt heimildum lögreglu.

Neyðarástand í Georgíu

Neyðarástand ríkir nú í Tblisi höfuðborg Georgíu eftir að átök milli lögreglu og stjórnarandstæðinga í mótmælum í gær. Öll mótmæli eru nú bönnuð í landinu og einungis ríkissjónvarpið getur sent út efni.

Musharraf tilkynnir kosningar í febrúar

Pervez Musharraf forseti Pakistan tilkynnti í dag að hann myndi halda kosningar í landinu fyrir 15. febrúar næstkomandi samkvæmt heimildum ríkissjónvarps landsins. Musharraf hefur verið undir þrýstingi að halda sig við upphaflega tímasetningu kosninganna í janúar frá því hann setti á neyðarlög síðasta laugardag.

Íbúar Tuusula í algjöru sjokki

„Hér ríkir gríðarleg sorg og reiði eftir þessi voðaverk og fólk er í algjöru sjokki,“ segir Bryndís Hólm, fréttaritari Stöðvar 2. Hún er stödd fyrir utan Jokela-skólann í Tuusula í Finnlandi þar sem byssumaður skaut átta manns til bana í gær. Hún segir reiði fólks aðallega beinast að því af hverju ekki var hægt að koma í veg fyrir voðaverkin.

Khader sakaður um að hafa keypt svarta vinnu

Danska slúðurblaðið Se og Hör hefur aftur birt frétt um að Naser Khader formaður Ny Alliance flokksins hafi keypt svarta vinnu við endurbætur á íbúð sinni. Það er þrítugur iðnaðarmaður frá Vanlöse sem heldur þessu fram.

Fyrirtækjarekstur gæti komið Rudy í koll

Rudi Giuliani er einn af fáum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum sem sóst hafa eftir forsetaembættinu, á sama tíma og þeir reka einkafyrirtæki. Þetta gæti komið honum í koll í baráttunni við að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins.

Finnski fjöldamorðinginn lést á sjúkrahúsi

Nemandinn sem gekk berserksgang í menntaskóla í bænum Tuusula í suðu Finnlandi í dag lést af völdum skotsárs sem hann veitti sjálfum sér. Pilturinn sem var 18 ára gamall, myrti sjö nemendur og einn kennara áður en hann skaut sjálfan sig. Hann hét Pekka Eric Auvinen.

Belgía að klofna

Stjórnarkreppan í Belgíu dýpkaði enn í dag þegar Vallónar stormuðu út af samningafundi eftir að Flæmingjar þvinguðu í gegn atkvæðagreiðslu um að skipta upp kjördæminu sem Brussel tilheyrir.

Allir oní skúffu

Þegar Alastair Gibson listmunafræðingur hjá Southebys heyrði konu segja; "Ég á svona vasa," varð hann forvitinn og gaf sig á tal við hana.

Hefur hryggbrotið meira en 150 menn

Serbnesk kona hefur hryggbrotið meira en 150 menn, af því að hún hefur ekki enn fundið draumaprinsinn. Milunka Dabovic er 38 ára. Hún býr hjá móður sinni í bænum Maskova í miðhluta Serbíu. Milunka fékk fyrsta bónorðið þegar hún var 14 ára gömul og síðan þá hafa þau streymt til hennar.

Myndband á YouTube talið tengt skotárás í Finnlandi

Tveir hið minnsta eru látnir og einhverjir særðir eftir að 18 ára piltur hóf skotárás í Jokela-skólanum í bænum Tuusula í Suður-Finnlandi. Meðal þeirra sem urðu fyrir skoti var skólastjórinn.

Aðgerðin vel heppnuð

Læknar á Indlandi hafa framkvæmd umfangsmikla aðgerð á tveggja ára stúlku sem fæddist með fjórar hendur og jafn marga fætur. Afgangslimir voru fjarlægðir. Aðgerðin mun hafa gengið vonum framar.

Mótmæli ef neyðarlög ekki afnumin

Stjórnarandstæðingar í Pakistan köstuðu í morgun niður stríðshanskanum og skoruð á Musharraf forseta landsins að afnema neyðarlög sem hann setti um síðustu helgi. Umfangsmikil mótmæli verða boðuð á næsta þriðjudag gangi hann ekki að kröfunni.

Þjóðarsorg í Afganistan

3 daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Afganistan eftir að 41 hið minnsta týndi lífi í sjálfsvígssprengjuárás norður af höfuðborginni Kabúl í gær. Árásin eru sú mannskæðasta í landinu síðan fjölþjóðlegt herlið - undir forystu Bandaríkjamanna - gerði innrás 2001 og steypti stjórn Talíbana. Þeir segjast ekki bera ábyrgð á ódæðinu.

Mótmælt í Georgíu

Óeirðalögreglumenn notuðu táragas, vatnsþrýstidælur og kylfur til að dreifa mótmælendum í Tíblisi, höfuðborg Georgíu í morgun. Mótmælt var þar í morgun - sjötta daginn í röð. Afsagnar Mikhaíls Saakashvilis forseta, er krafist vegna ásakan um spillingu og einræðistilburði.

Danir tóku þátt í tilraunum nasista í Buchenwald

Samstarf Dana við Þjóðverja á tímum nasista og seinni heimstryjaldarinnar var umtalsvert meira en Danir hafa hingað til viljað viðurkenna. Ný bók afhjúpar meðal annars þátttöku Dana í lyfjatilraunum á sígaunum í Buchenwald útrýmingarbúðunum.

Ný pláneta fundin sem líkist jörðinni

Stjörnmufræðingar hafa uppgvötvað nýja plánetu sem er í aðeins fjörutíu og eins ljósárs fjarlægð frá jörðunni. Það sem athygli vekur er að sólkerfið sem plánetan tilheyrir, líkist mjög okkar sólkerfi.

Mamma morðingi

Bandarísk kona sem sagði að bílþjófur hefði myrt sjö ára gamlan son sinn hefur sjálf verið handtekin fyrir verknaðinn.

Flokkur Khaders gæti skipt sköpum í Danmörku

Einn umtalaðasti stjórnmálamaður Danmerkur hefur verið í fylgd lífvarða á vegum dönsku leyniþjónustunnar í tvö ár, eftir aðkomu sína að Múhameðsdeilunni. Í dag er hann formaður nýs stjórnmálaflokks sem gæti skipt sköpum í þingkosningunum þrettánda nóvember næstkomandi. Sighvatur Jónsson hitti Naser Khader í Danmörku.

Herforingja hunsa Sameinuðu þjóðirnar

Herforingjastjórnin í Burma hefur hafnað beiðni sérlegs sendiherra Sameinuðu þjóðanna um þríhliða viðræður við Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu.

Mannskæð hópslagsmál kvenna

Ófrísk kona beið bana og tvær aðrar slösuðust alvarlega í hópslagsmálum þrjátíu ungra kvenna í Los Angeles í gær.

Kenýska lögreglan ásökuð um fjöldamorð

Kenýska lögreglan hefur verið ásökuð um tengingu við morð sem líktust aftökum á næstum 500 manns í Nairobi á síðustu fimm mánuðum. Þarlend mannréttindasamtök settu ásökunina fram eftir rannsókn á hvarfi hundruð manna úr Mungiki klíkunni.

Sjá næstu 50 fréttir