Fleiri fréttir

Bhutto til Islamabad en ræðir ekki við Musharraf

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fór til Islamabad í morgun en sagðist við brottförina ekki mundu ræða við Musharraf forseta, sem nú ríkir í skjóli neyðarlaga.

Maddie – Vettvangnum spillt á einum klukkutíma

Sönnunargögnum í íbúð McCann hjónanna í Praia da Luz var algjörlega spillt á innan við einum klukkutíma eftir að hvarf Madeleine uppgötvaðist. Þetta er haft eftir tveimur fyrstu lögreglumönnunum sem komu á vettvang við upphaf rannsóknarinnar.

Býður bakið á sér fyrir auglýsingar

Breskur maður býður nú fyrirtækjum möguleikann á að auglýsa á baki sínu með húðflúri. Jonathan Mothers er 25 ára og vill fá 123 milljónir til að halda húðflúrinu á bakinu fyrir lífstíð. Mothers ætlar sér að ferðast fyrir peningana og segir að hann muni sýna bakið á sér eins mörgum og hann mögulega getur.

Býður þrjár milljónir fyrir kynmök með hestum

Lögreglan í Tromsö rannsakar nú mál manns sem grunaður er um að hafa boðið nokkrum reiðskólum allt að 300 þúsund norskar krónur, yfir þrjár milljónir íslenskra króna, fyrir að fá að hafa mök við hesta.

Tuttugu handteknir í hryðjuverkamáli á Ítalíu

Ítalska lögreglan handtók í morgun 20 manns, allt útlendinga, sem grunaðir eru um að tilheyra íslömskum hryðjuverkahópum sem skipulögðu sjálfsmorðsárásir í Írak og Afganistan

Kynferðisleg misnotkun í skóla Oprah Winfrey

Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey er miður sín þessa daganna eftir að í ljós kom að ein af forstöðukonum stúlknaskóla hennar í Suður-Afríku hefði misnotað nemendur skólans kynferðislega.

Halastjarna sést vel eftir sprengingu

Halastjarna á braut um jörðu hefur sprungið og sést nú með berum augum á norðurhveli jarðar. Halastjarnan sem hefur nafnið 17P/Holmes er nú bjartari en Júpiter á næturhiminum.

Ráðgjafi Fred Thompson var dópsali

Philip Martin náinn ráðgjafi og vinur leikarans Fred Thompson eins af frambjóðendum Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs hefur sagt af sér vegna frétta um fíkniefnadóma sem hann hlaut fyrir aldarfjórðungi síðan.

Discovery snýr aftur til jarðar

Geimskutlan Discovery er nú á leið til jarðar eftir 11 daga dvöl við alþjóðlegu geimstöðina. Heimferðin tekur tvo daga en áætlað er að Discovery muni lenda við Kennedy geimferðarmiðstöðina í Flórída um klukkan sex síðdegis á miðvikudaginn.

Bandaríski flugherinn kyrrsetur F-15 orrustuþotur

Bandaríski flugherinn hefur bannað allt ónauðsynlegt flug F-15 orrustuþotna eftir að þota af þeirri gerð brotlenti í Missouri fylki á föstudaginn. Ekki liggur fyrir hvað olli því að þotan hrapaði.

Hann lagaði útsýnið

Þýski eftirlaunaþeginn var ekki ánægður með útsýnið úr sumarbústaðnum sínum skammt frá Luebeck.

Lést af völdum fuglaflensuveirunnar

Þrjátíu ára gömul indónesísk kona lést af völdum fuglaflensuveirunnar, H5N1, í bænum Tangerang fyrir vestan Jakarta, höfuðborg landsins í dag. Alls hafa 90 látið lífið í Indónesíu vegna fuglaflensunnar en 112 hafa greinst með H5N1 veiruna þar í landi.

Vilja selja öskur Tarzans -hlustið

Erfingjar bandaríska rithöfundarins Edgars Rice Burroughs vilja gera Tarzan öskur leikarans Johnnys Weissmuller að vernduðu vörumerki svo þeir geti selt það í auglýsingar, sem farsímahringingu og í tölvuleiki.

Hafnaði blóðgjöf og dó

Tuttugu og tveggja ára gömul bresk kona lést á sjúkrahúsi í síðasta mánuði eftir að hafa fætt heilbrigða tvíbura.

Norðmenn sagðir þjálfa menn til morða

Í leynilegri skýrslu norsku lögreglunnar er öryggisfyrirtæki sem tveir Norðmenn stjórna sakað um að þjálfa fólk í pyntingum og að hafa tekið að sér að myrða fólk í Afganistan fyrir bandarísk stjórnvöld.

Forsætisráðherra Pakistan segir kosningar á áætlun

Shaukat Aziz forsætisráðherra Pakistan sagði í dag að þingkosningar yrðu á áætlun þrátt fyrir að neyðarlög hafi verið sett á í landinu. Vesturlönd hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu í landinu eftir að Pervez Musharraf setti herlög á í landinu á laugardag. Azia sagði á blaðamannafundi að kosningarnar yrðu samkvæmt ákætlunum en tilgreindi ekki hvort þær yrðu í janúar eins og til stóð.

DNA frá Madeleine finnst í fatahrúgu

DNA spor frá Madeleine McCann hefur fundist í fatahrúgu skammt frá Faro flugvellinum í Portúgal. Þetta hefur aukið bjartsýni foreldra hennar, Kate og Gerry, á að Madeleine sé enn á lífi.

Þýsk kirkja slær út skakkan turn

Þýsk kirkja hefur nú náð titlinum af Skakka turninum í Pisa sem sú bygging sem hallar mest í heiminum. Sérfræðingar frá Heimsmetabók Guinness hafa staðfest þetta.

Krókódíll í fangelsi

Lögreglan í smábæ í Ástralíu handtók nær þriggja metra langann krókódíl um helgina og fékk hann síðan að gista fangageymslur bæjarins yfir nótt.

Ráðist gegn mótmælendum í Pakistan

Lögreglan í Pakistan réðist á hópa lögfræðinga með kylfum og spörkum í gærdag þar sem þeir stóðu að mótmælaaðgerðum gegn Musharraf forseta.

Hnífjöfn staða í dönskum stjórnmálum

Nú þegar aðeins vika er í þingkosningar í Danmörku mælast vinstri- og hægriflokkarnir hnífjafnir í skoðanakönnun sem ritzau-fréttastofan birti í morgun.

Flutningabílar loka Eyrarsundsbrúnni

Þjóðvegurinn um Eyrarsundsbrúnna milli Danmerkur og Svíþjóðar er nú lokaður fyrir umferð flutningabíla þar sem vöruflutningabílstjórar hafa sett upp vegatálma á veginum.

Scotland Yard hæðist að danskri skýrslu

Skýrsla sem greingardeild dönsku lögreglunnar hefur sent frá sér um glæpi sem rekja má til kynþáttahaturs er orðin að aðhlátursefni hjá Scotland Yard.

Kosningar í Pakistan munu tefjast

Fyrirhugaðar kosningar í Pakistan gætu tafist um allt að eitt ár vegna neyðarlaganna sem Pervez Musharrafs hefur lýst yfir.

Thorning-Schmidt vill komast að

Jafnaðarmenn í Danmörku vilja taka aftur skattalækkanir og byggja upp velferðarkerfið. Jafnaðarmenn hafa verið sex ár í stjórnarandstöðu og leggja mikla áherslu á að komast í stjórn.

500 handteknir

Yfirvöld í Pakista hafa handtekið hátt í 500 manns eftir að neyðarlög voru sett þar í gær - þar á meðal stjórnarandstæðinga og fulltrúa hjálparsamtaka. Forsætisráðherra Pakistans segir neyðarlög gilda eins lengi og þurfa þyki og þingkosningum frestað um ár.

Sarkozy á leið heim

Sjö Evrópubúar sem látnir voru lausir í Tjad í dag yfirgáfu landið fyrir stundu ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar.

Hermönnum skilað

Skæruliðar Kúrda létu í morgun lausa átta tyrkneska hermenn sem þeir tóku höndum í umsátri í síðasta mánuði. Óvíst er hvort það dugar til að koma í veg fyrir innrás Tyrkja í Norður-Írak.

Þingkosningum frestað

Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun.

Sarkozy er farinn til Tjad

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hélt í morgun af stað til Afríkuríkisins Tjad til að semja um lausn sautján Evrópubúa sem eru þar í haldi - sakaðir um tilraun til að ræna fjölda barna þaðan.

Stjórnarandstæðingar handteknir í Pakistan

Fjölmargir stjórnarandstæðingar í Pakistan hafa verið handteknir í gær og í nótt eftir að Pervez Musharraf, forseti, tók sér alræðisvald um leið og neyðarlög voru sett í landinu í gær.

Segir Musharraf vilja seinka kosningum

Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, sagði í dag að hún héldi að með því að setja neyðarlög í landinu vilji Pervez Musharraf vilja seinka kosningum í að minnsta kosti tvö ár.

Verstu flóð í hálfa öld

Nærri milljón íbúar í Tabasco-héraði í Suður-Mexíkó hafa misst heimili sín í einhverjum mestu flóðum í landinu í hálfa öld. Um 80% héraðsins eru undir vatni. Mikilli rigningu er spáð á svæðinu um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir