Fleiri fréttir

Berst fyrir því að dóttir sín fái meðferð

Faðir 6 ára palestínskrar stúlku, sem lamaðist í loftárás Ísraela fyrir rúmu ári, berst fyrir því að hún fái áfram meðferð á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Ísraelar vilja ekki leyfa það þeir vilja senda hana í meðferð á Vesturbakkanum þar sem vantar tæki sem halda henni á lífi.

Enn loga eldar í Grikklandi

Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu.

Mynd af morðingja og vitni gefur sig fram

Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrti hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Hettuklæddur unglingur hjóli skaut Rhys þar sem hann var að ganga heim af knattspyrnuæfingu á miðvikudagskvöldið. Enginn hefur formlega verið kærður fyrir morðið.

Morðingjar Rhys Jones náðust á mynd

Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrtu hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Þetta var upplýst eftir að sjö ungmenni voru handtekin í gær. Kona sem lögreglan telur að geti verið lykilvitni í málinu hefur gefið sig fram við lögreglu.

Skýstrókur vekur athygli í Bogota

Hundruð þúsunda eru án rafmagns eftir flóð og hvifrilbyli í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Á sama tíma festu íbúar í Bogota í Kólubmíu mikinn skýstrók á filmu en þeir sjást nær aldrei þar í borg.

Vann 20 milljarða í lottói

Það var einn heppinn íbúi í Indiana-ríki í Bandaríkjunum sem vann jafnvirði rúmlega tuttugu milljarða íslenskra króna í bandaríska ofurlottóinu í gær. Potturinn var orðinn svona stór því enginn hafi hreppt fyrsta vinning síðan í lok júní. Hægt er að kaupa miða í tuttugu og níu ríkjum Bandaríkjanna.

Fjörutíu og tveir fórust í sprengingu á Indlandi

Lögreglan á Indlandi leitar vísbendinga um hver hafi komið fyrir tveimur sprengjum sem urðu minnst fjörutíu og tveimur að bana í borginni Híderabad í suðurhluta landsins í gær. Nærri fimmtíu særðust í ársinni. Sprengjurnar sprungu með stuttu millibili nærri vinsælum veitingastað þar sem fjölmargir sátu utandyra og snæddu.

Opnaði iPhone

Sautján ára unglingsstrák hefur tekist að aflæsa iPhone, nýjustu tæki Apple tölvurisans. Tækið kemur ekki á markað í Evrópu fyrr en seinna á þessu ári en nú geta tækniþyrstir utan Bandaríkjanna tekið forskot á sæluna.

Deilt um hvort Kastró sé allur eða ekki

Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum.

Hestaflensa í Ástralíu

Hestaflensa hefur skotið sér niður í nágrenni við veðhlaupahesta í Ástralíu. Veikin er bráðsmitandi og ógnar íþrótt sem skilar Áströlum milljörðum í kassann.

Neyðarástandi lýst yfir í Grikklandi

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn.

Stunginn vegna bragðvondrar pylsu

Deilur um franska pylsu enduðu með því að maður var stunginn í brjóstið á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í nótt. Árásarmaðurinn á langa afbrotasögu að baki.

Varð alelda og skall til jarðar

Minnst 11 slösuðust og tveggja er saknað eftir að eldur kviknaði í loftbelg og hann hrapaði á tjaldsvæði nærri Vancouver í Kanada í gærkvöldi. Loftbelgurinn varð nær alelda þegar hann var nýlega kominn á loft og í tæplega 8 metra hæð frá jörðu.

Aftur kosið í Síerra Leóne

Önnur umferð forsetakosninga verður haldin í Afríkuríkinu Síerra Leóne eftir hálfan mánuð. Kjörstjórn landsins tilkynnti í morgun að einginn frambjóðenda hefði fengið hreinan meirhluta í fyrri umferð.

Kastró sagður allur

Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn samkvæmt sænska héraðsfréttablaðinu Norra Skåne. Blaðið birti þessa frétt í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andláti Kastrós í morgun og aðrar fréttir hermdu í gær að byltingarleiðtoginn aldni væri við góða heilsu.

Mannskæðir skógareldar í Grikklandi

Rúmlega 40 manns hafa týnt lífi í miklum skógareldum sem geisa í Suður-Grikklandi. Óttast er að enn fleiri eigi eftir að verða eldunum að bráð.

Neitar að hafa orðið Madeleine að bana

Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs sem hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Hann segir fullyrðingarnar vera rógburð.

Dyraverðir særðust í Liverpool

Tveir dyraverðir særðust í skotárás fyrir utan veitingastað á Penny Lane í Liverpool á Englandi í gærkvöldi. Fyrr í vikunni var ellefu ára piltur skotinn á bílastæði við knæpu í borginni. Strákurinn lést af sárum sínum og þrír unglingar hafa verið handteknir vegna málsins.

Bretar mega flytja út nautakjöt á ný

Útflutningsbanni Evrópusambandsins á lifandi búfénað, kjöt og mjólkurafurðir frá Bretlandi hefur verið aflétt. Bannið var sett á þegar gin- og klaufaveiki greindist á tveimur nautgripabúum í Surrey á Englandi fyrr í mánuðinum.

Ólýsanlegur harmleikur í Grikklandi

Fjörutíu og einn hafa týnt lífi í skógareldum sem geisa í Suður-Grikklandi. Óttast er að fleiri hafi farist í eldunum sem hafa logað á Pelopon-nese-skaga síðan á föstudag. Ekki tókst að rýma sum svæði áður en eldarnir breiddust út.

Bandaríkjamenn neita að framselja fyrrum leiðtoga Panama

Dómari í Bandaríkjunum hefur hafnað kröfu um að stöðva framsal Manuels Noriega, fyrrverandi leiðtoga Panama, til Frakklands. Þar í landi verður Noriega gert að afplána tíu ára dóm sem hann hlaut fyrir peningaþvætti. Árið 1992 var Noriega, sem er sjötíu og tveggja ára, dæmdur í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjasmygl og gróðabrask í Miami. Afplánun vegna þess lýkur í næsta mánuði.

Framtíð fríríkisins handsöluð

Eftir margra mánaða erfiðar samningaviðræður hafa Kristjaníubúar og stjórnvöld í Danmörku loks náð samkomulagi um framtíð fríríkisins. Samkomulagið felur í sér að fasteignafélagið Realdania megi byggja allt að 24 þúsund fermetra af nýju íbúðarhúsnæði í Kristjaníu, sem þó verður að vera í stíl við þá byggð sem er þar fyrir. Þá innifelur samningurinn að ríkið megi ekki krefjast niðurrifs húsa á útivistarsvæði á jaðri fríríkisins.

Skorast ekki undan friðargæslu í Súdan

Íslensk stjórnvöld skorast ekki undan friðargæslu í Darfúr-héraði, en beðið verður eftir að byssurnar þagni. Vopn streyma til héraðsins þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og sendifulltrúum ESB og Kanada var hent úr landi í morgun.

Risapanda ól afkvæmi

Risapanda ól lifandi afkvæmi í dýragarði í Vínarborg í Austurríki í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem það gerist í Evrópu í aldarfjórðung en það var í dýragarði í Madríd á Spáni.

Eðlishvöt réð viðbrögðum

Kanadamaðurinn sem bjargaði lífi Íslendings í flugslysi í Kanada fyrir tæpri viku segir það eitt hafa komist að í huga hans að draga vini sína úr flaki flugvélarinnar. Eðlishvötin réð viðbrögðum hans.

Unglingsstrákur handtekinn vegna morðs á ellefu ára dreng

Sextán ára drengur hefur verið handtekinn vegna morðsins á ellefu ára breskum dreng í Liverpool á miðvikudaginn. Hinn myrti hafði verið að spila fótbolta með vinum sínum og var á leið heim þegar hann var skotinn í hálsinn. Móðir drengsins hélt á honum í 90 mínútur á meðan sjúkraliðar reyndu að endurlífga hann.

Mamma ætlar að sofa

Þýskum manni óx svo í augum að undirbúa jarðarför móður sinnar að hann lét hana sitja áfram í uppáhalds stólnum sínum í tvö ár eftir að hún lést. Mamman var 92 ára gömul. Þegar hún lést í júlí árið 2005 var læknir til kvaddur. Hann úrskurðaði að hún hefði látist af eðlilegum orsökum. Hann gaf út dánarvottorð en skráði ekki dauðdagann.

Sjáldséð pöndufæðing í Austurríki

Fyrsta pandan í Evrópu sem var getin með eðlilegum hætti í dýragarði fæddist í Austurríki. Flestar risapöndur sem fæðast í dýragörðum eru getnar með tæknifrjóvgun, en stjórnandi Schoenbrunn dýragarðsins í Vínarborg vildi leyfa móðir náttúru að vinna sitt verk.

Hommarnir elska Putin

Myndir af Vladimír Putin, berum að ofan við veiðar, hafa vakið heimsathygli. Rússlandsforseti er vel stæltur og þegnar hans eru mikið hrifnir af karlmannlegri ímynd hans. Jafnvel hið virðulega blað Pravda birti stórar myndir af fáklæddum forsetanum með leiðbeiningum um hvernig karlmenn geti fengið vöðvabyggingu eins og hann. Konur eru sagðar hafa klippt myndirnar út og límt þær upp á veggi sína.

Dýrt að vingsa túttunum

Abbi-Louise Maple og Rachel Marchant eru báðar 21. árs gamlar. Á sumrin fara þær oft á baðströndina í West Worthing, í Englandi, þar sem þær eiga heima. Þar voru þær staddar fyrr í sumar þegar þær veittu athygli eftirlitsmyndavél sem notuð er til þess að fylgjast með ströndinni. Flissandi biðu þær eftir að vélin beindist að þeim. Þá lyftu þær upp bolunum og vingsuðu herlegheitum sínum. Svo veltust þær um í sandinum, skríkjandi af hlátri.

Margar falskar nauðgunarkærur

Danska lögreglan hefur af því áhyggjur hvað hún hefur fengið margar falskar nauðgunarkærur í sumar. Síðast í dag játaði fimmtán ára gömul stúlka að hún hefði logið þegar hún sagði að fjórir útlendingar í rauðum fólksbíl hefðu nauðgað sér í Kaupmannahöfn í vikunni. Upplognu kærurnar taka mikinn tíma og mannskap frá lögreglunni.

Faldi lík af nýburum á heimili sínu

Kona á fertugsaldri er nú í haldi lögreglu í Frakklandi eftir að lík þriggja nýbura fundust falin á heimili hennar í frönsku Ölpunum. Talið er að konan hafi átt börnin á árunum 2001 til 2006.

Foreldrar Madeleine vilja kæra portúgalska sjónvarpskonu

Foreldrar Madeleine McCann hafa hótað að lögsækja portúgalska fréttakonu fyrir ærumeiðandi ummæli sem hún lét falla í beinni sjónvarpsútsendingu í gær. Þar gaf fréttakonan í skyn að Kate McCann, móðir Madeleine, bæri ábyrgð á hvarfi stúlkunnar.

Bandarísk herþota varpar sprengju á breska hermenn

Þrír breskir hermenn létu lífið í suðurhluta Afganistan í morgun og tveir særðust eftir að bandarísk herþota varpaði fyrir mistök sprengju á þá. Hermennirnir voru að berjast við sveitir Talibana þegar atvikið átti sér stað.

Danska löggan að gefast upp á Kristjaníu

Ef lögreglumenn fengju sjálfir að ráða myndu þeir hætta eftirlitsferðum um Kristjaníu, segir formaður Landssambands danskra lögregluþjóna. Þeim finnst þær ekki þjóna neinum tilgangi. Lögregluþjónarnir kenna stjórnmálamönnum um og segja að þeir reyni að halda málinu heitu með því að pissa í buxurnar.

Tveir særðust í sprengjuárás ETA á Spáni

Tveir spænskir lögregluþjónar særðust þegar sprengja sprakk á svæði Baska á Spáni í morgun. Talið er líklegt að aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, beri ábyrgð á verknaðinum. Þetta fyrsta sprengjuárás samtakanna frá því þau féllu frá gildandi vopnahléi í júnímánuði.

Trúboði namm namm

Það hefur verið mjög í tísku undanfarin ár að þjóðir biðjist afsökunar á misgjörðum forfeðra sinna. Síðast baðst menningarmálaráðherra Danmerkur afsökunar á því að danskir víkingar skyldu gera strandhögg á Írlandi fyrir 1200 árum. Ættbálki á Papúa í Nýju Gíneu hefur nú runnið blóðið til skyldunnar og beðist afsökunar á því að hafa borðað fjóra trúboða árið 1878.

Eldur laus í flutningalest á Stórabeltisbrú

Loka þurfti öðru lestarsporinu yfir Stórabeltisbrú milli Fjóns og Sjálands í Danmörku í morgun eftir að eldur kom upp í flutningalest. Það var vörubílstjóri sem gerði lestarstjóranum viðvart um að kviknað væri í lestinni.

Saka stjórnvöld í Úganda um ýta undir andúð gegn samkynhneigð

Alþjóðleg mannréttindarsamtök hafa sakað stjórnvöld í Úganda um að ýta undir andúð gegn samkynhneigðum þar í landi. Samkynhneigð er refisverð í Úganda samkvæmt lögum sem voru samþykkt á meðan landið var enn bresk nýlenda. Árið 1990 voru refsiákvæði laganna þó hert til muna.

Litlar risaeðlur sneggri

Litlar risaeðlur voru fótfrárri en þær stærri og gætu stungið strút af. Þetta er niðurstaða breskra vísindamann sem hafa rannsakað spretthraða þessara forsögulegu dýra.

Björgunarhringurinn þurrkaður af Sarkozy

Franska tímaritið Paris Match hefur orðið uppvíst að því að falsa myndir af Sarkozy forseta Frakklands. Myndir sem birtust af forsetanum róa á kajak í sumarfríi í Bandaríkjunum sýna örlítinn björgunarhring um mitti forsetans, sem vart er í frásögur færandi, en Sarkozy er 52 ára.

Bráðnun hafíss opnar leið milli Asíu og Evrópu

Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar.

Skotinn og fangelsaður í Danmörku

Maður sem danskir lögregluþjónar skutu eftir að hann hafði sært tvo þeirra með hnífi, hefur verið úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Lögregluþjónarnir höfðu verið sendir til þess að aðstoða við að bera fjölskyldu út úr íbúð í Amager. Húsaleigan hafði ekki verið greidd í marga mánuði. Þegar fulltrúar fógeta komu á vettvang hafði fjölskyldan víggirt sig.

Sjá næstu 50 fréttir