Fleiri fréttir

Sléttumýs skekja Spán

Sístækkandi stofn sléttumúsa, sem herja á Mið-Spán og skemma stærðarinnar ræktarlönd, er orðinn að þvílíkri plágu að þarlend stjórnvöld hyggjast grípa til þess neyðarúrræðis að leggja eld að stórum svæðum til að vinna bug á kvikindunum.

Mætti ekki á friðarfund

Rúmlega sex hundruð pakistanskir og afganskir ætthöfðingjar komu saman á friðarfundi í Kabúl í morgun til að ræða hryðjuverk. Forseti Pakistan, Pervez Musharraf, sem boðaður hafði verið á fundinn mætti ekki.

SAS flugvél nauðlendir á Kastrup flugvelli

Flugvél frá flugfélaginu SAS þurfti að nauðlenda á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær eftir að loftþrýstingur féll skyndilega í farþegarými hennar. Vélin, sem er af gerðinni Airbus 340, var á leið frá Kaupmannahöfn til Chicago í Bandaríkjunum þegar atvikið átti sér stað en um 240 manns voru um borð.

Rússar hefja aftur kalda-stríðs herflug sitt

Rússneski flugherinn er aftur farinn að senda sprengjuflugvélar sínar í langar eftirlitsferðir til svæða þar sem Bandaríkin og NATO halda uppi eftirliti. Gera má því skóna að rússneskar sprengjuflugvélar fari aftur að sjást í grennd við Ísland. Rússar stefna ákveðnir að því að endurheimta sinni fyrri sess og sýna hervald sitt langt útfyrir eigin landamæri. Reuters fréttastofan orðar þetta á þá leið að Rússar hafi tekið upp kalda-stríðs flug sitt á nýjan leik.

Gömul sprengja drepur fjóra

Fjórir létust og tveir særðust þegar sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldar sprakk í Zamboangaborg á Filippseyjum í morgun. Mennirnir sem létust voru sjómenn en þeir ætluðu sér að selja sprengjuna í brotajárn.

Fjölmargir Norðurlandabúar unnu fyrir Stasi

Sænski rannsóknarblaðamaðurinn Björn Cederberg segir að fjölmargir Norðurlandabúar hafi unnið fyrir Stasi, hina illræmdu leyniþjónustu Austur-Þýskalands. Cederberg hefur verið að rannsaka skjalasafn leyniþjónustunnar undanfarin fimm ár. Íslensk stjórnvöld létu á sínum tíma rannsaka hugsanleg tengsl nokkurra Íslendinga við Stasi. Cederberg hefur ekki enn nafngreint þá Norðurlandabúa sem hann telur hafa unnið fyrir Austur-Þjóðverja.

Þrír láta lífið í veðurofsa á Filippseyjum

Að minnsta kosti þrír létu lífið og 17 slösuðust þegar hitabeltisstormurinn Wutip gekk yfir Filippseyjar í nótt. Storminum fylgdi mikil úrkoma sem olli fjölmörgum aurskriðum. Þá flæddu ár yfir bakka sína og þurftu þúsundir manna að flýja heimili sín til að leita skjóls frá veðurofsanum.

Jarðskjálfti skekur Los Angelesborg

Jarðskjálfti að styrk 4,5 á Richter skók Los Angelesborg í morgun en skjálftinn átti upptök sín um 51 kílómetra norðvestur af borginni. Innanstokksmunir hristust og myndir féllu af veggjum. Að öðru leyti olli skjálftinn engu tjóni.

Neysla fólínsýru minnkar líkur á brjóstakrabbameini

Líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming hjá konum ef þær neyta mikillar fólínsýru, sem ein tegund B-vítamíns. Þetta sýnir ný umfangsmikil rannsókn í Svíþjóð sem sænskir miðlar greina frá.

Ætla ekki að lýsa yfir neyðarástandi

Formaður ríkisstjórnarflokks Pakistans hefur vísað þeim fréttum bug að Pervez Musharraf, forseti landsins, íhugi að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Segir hann slíkt ekki koma til greina af hálfu stjórnvalda. Haft var eftir upplýsingamálaráðherra Pakistans í morgun að stjórnvöld vilji koma á neyðarlögum til að binda endi á ófremdarástand þar í landi.

Bretar aflétta banni á flutningi búfénaðar innanlands

Bresk stjórnvöld hafa afnumið bann á flutningi búfénaðar innanlands sem sett var á til að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki þar í landi.Breskir bændur eru því byrjaði á ný að senda fé til slátrunar. Gin- og klaufaveiki hefur greinst á tveimur búum í Surrey og í dag er von á niðurstöðum rannsóknar á sýnum úr búfénaði frá þriðja búinu.

Bönnuðu myndir af Múhameð í hundslíki

Forsvarsmenn listasafns nærri Karlstad í Svíþjóð ákváðu á síðustu stundu að banna listamanni sem þar sýndi verk sín að birta þrjár myndir af Múhameð spámanni í hundslíki.

Endeavour tekst á loft

Mönnuð geimskutla, Endeavour, tókst á loft frá Florída rétt í þessu. Flugtakið virðist hafa gengið áfallalaust. För Endeavour er heitið til Alþjóða geimsstöðvarinnar þar sem byggingu hennar verður haldið áfram. Ráðgert er að ferðalagið taki 11 til 14 daga. Endeavour er á vegum Nasa. Þetta er önnur mannaða geimförin af fjórum sem Nasa hefur áætlað á árinu.

Flugfarþegi smyglaði apa undir hatti sínum

Maður hefur verið yfirheyrður af lögreglu á La Guardia flugvelli í New York eftir að api skaust undan hatti hans þar sem hann sat í flugvél á leið til borgarinnar frá Flórída. Farþegar urðu apans varir þar sem hann hékk í tagli mannsins og undi sér vel, að því er talskona flugfélagsins greindi frá í dag.

Mikil flóð í Suðuraustur-Asíu

Milljónir manna þurfa á aðstoða að halda eftir flóð í Suðuraustur-Asíu. Einna verst er ástandið í Assam-héraði á Indlandi en þar hafa fjölmargir íbúar þurft að flýja heimili sín.

Jarðskjálfti í Indónesíu

Sterkur jarðskjálfti sem mældist 7.0 á Richter kvarðanum reið yfir í Indónesíu nálægt eyjunni Vestur Jövu á sjötta tímanum í dag. Upptök skjálftans voru í 112 kílómetra fjarlægð frá höfuðborg Indónesíu, Jakarta.

Frakkar búast við árásum á járnbrautarlestar

Yfirvöld í Frakklandi hafa hert mjög eftirlit með lestarkerfinu í austurhluta landsins, eftir að hafa fengið vísbendingar um mögulega hryðjuverkaárás. Lögreglumenn og starfsmenn járnbrautanna skoðuðu sérstaklega nokkrar lestar sem voru á leið til og koma frá Luxembourg.

Stærsta þekkta reikistjarna í heimi

Stjörnuathugunarfólk hefur uppgötvað stærstu reikistjörnu af þeim sem hingað til eru þekktar í Alheiminum. Gripurinn er tuttugu sinnum stærri en jörðin og 1,7 sinnum stærri en Júpíter.

Allt um höfrunga

Höfrungar finnast á öllum hafsvæðum heims, í ósum stórfljóta og jafnvel í ám. Þeir eru algengastir í grunnum sjó eða við yfirborð sjávar en stunda ekki mikla djúpköfun líkt og reyðarhvalir eða aðrir hópar tannhvala.

Sér grefur gröf

Starfsmaður kirkjugarðs á Skáni í Svíþjóð lét lífið þegar gröf sem hann var að taka hrundi yfir hann. Tveir menn voru að taka gröfina og höfðu mokað jarðveginum upp í kassa sem stóðu á grafarbarminum. Annar mannanna var ofan í gröfinni þegar hlið í einum kassanum gaf sig.

Þriggja mánaða látlausir bardagar í Líbanon

Þrátt fyrir tólf vikna bardaga hefur líbanska hernum ekki tekist að vinna sigur á liðsmönnum Fatah al-Islam samtakanna sem hafa víggirt sig í flóttamannabúðum Palestínumanna skammt frá Trípólí. Fatah al-Islam segjast aðhyllast hugmyndafræði Al Kæda, en ekki hafa nein bein tengsl við hryðjuverkasamtökin. Hátt á þriðja hundrað manns hafa fallið í átökunum hingaðtil, þar af yfir 40 óbreyttir borgarar.

Hugo kemur til bjargar

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur opinberlega heitið öllum samstarfsríkjum sínum í Suður-Ameríku aðstoð í orkumálum ef þörf krefur. Í Venesúela eru ríkulegar olíu-, og gaslindir. Hugo tilkynnti þetta á dögunum í ræðu sem hann hélt í höfuðborg Argentínu, Buenos Aires.

Handtekinn fyrir að þýða Harry Potter

Sextán ára franskur skólapiltur hefur verið handtekinn fyrir að þýða kafla úr nýjustu bókinni um Harry Potter og setja á netið. Hin opinbera franska útgáfa kemur ekki í bókaverslanir fyrr en 26. október.

Þrjátíu láta lífið í Bagdad

Að minnsta kosti þrjátíu manns létu lífið í loftárás bandarískra herþyrla á hverfi Sjíta múslima í Bagdad í morgun. Árásin hefur vakið mikla reiði meðal Sjíta múslima sem segja hina látnu hafa verið óbreytta borgara. Bandarísk hernaðaryfirvöld segjast einungis hafa skotið á herskáa múslima.

Búfénaði slátrað á þriðja búinu

Ákveðið hefur verið að slátra búfénaði á þriðja nautgripabúinu í Surrey í Englandi þar sem grunur leikur á að gin- og klaufaveiki hafi borist þangað. Verið er að rannsaka hvort veiran hafi borist á býlin af mannavöldum.

Minnismerki um fórnarlömb Stalíns

Um þrettán metra hár trékross var vígður í bænum Butovo rétt fyrir utan Moskvu, höfuðborg Rússlands, í gær til minningar um fórnarlömb hreinsana Stalíns. Krossinn var reistur á svæði sem áður var notað sem aftökustaður en þar voru um 20 þúsund manns teknir af lífi.

Rússneska þotan var á flótta frá Georgíu

Yfirvöld í Georgíu segja að rússneskri eldflaug sem lenti þar í landi fyrr í vikunni hafi ekki verið skotið frá rússneskri orrustuþotu, heldur hafi henni verið sleppt. Þessvegna hafi hún ekki sprungið þegar hún lenti. Þetta atvik hefur enn aukið á spennu milli landanna.

Hundur skaut eigandann í bakið

Hundurinn King George er afskaplega ljúfur og vingjarnlegur og tekur vel á móti gestum sem koma til húsbónda hans í Memphis í Tennessee. King George er sjötíu kílóa risi af tegundinni Great Dane. Það gekk því mikið á hjá honum þegar dyrabjöllunni var hringt um daginn og eigandinn fór til dyra. King George þeyttist í gegnum íbúðina til þess að taka líka á móti gestunum.

Verkfalli þýskra lestarstjóra frestað

Verkfalli þýskra lestarstjóra sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þýskur dómstóll úrskurðaði í morgun að verkfallið væri ólöglegt.

Vill banna Kóraninn í Hollandi

Hollenski þingmaðurinn Geert Wilders vill láta banna Kóraninn í Hollandi. Hann kallar Kóraninn fasistarit og líkir honum við bók Hitlers, Mein Kampf. Í grein í hollensku dagblaði í dag segir Wilders; Bönnum þessa ömurlegu bók eins og Mein Kampf er bönnuð. Sendum múslimum þau skilaboð að Kóraninn verður ekki notaður til að æsa til ofbeldis í þessu landi."

Enn ein nauðgunin á Sunny Beach í Búlgaríu

Ekkert lát virðist vera á nauðgunum og ofbeldi á Sunny Beach í Búlgaríu. Um síðustu helgi var 17 ára norskri stúlku nauðgað eftir að henni var byrluð ólyfjan. Ströndin er fyrir löngu orðin alræmd á Norðurlöndum og gengur meðal annars undir viðurnefninu Nauðgunarströndin.

Felur eistun fyrir lögreglunni

Lögreglan í Minnesota í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að eistunum af Russell Daniel Angusi. Þau eru horfin og Russell Daniel Angus neitar að upplýsa hvar þau eru niðurkomin. Málið hófst með því að Russell leitaði til lækna til þess að láta fjarlægja eistun. Hann hélt því fram að þau yllu sér miklum kvölum. Russell er 62 ára gamall.

Óttast um hunda í bílum yfir sumartímann

Dýraverndunarsamtök í Danmörku vara hundaeigendur við því að skilja hunda sína eftir í bílnum nú yfir sumartímann þar sem þeir geti drepist úr hita.

Björgunaðgerðum í Utah frestað

Björgunarsveitarmönnum í Utah fylki í Bandaríkjunum hefur enn ekki tekist að bjarga sex námaverkamönnum sem urðu innlyksa þegar námurnar féllu saman á mánudaginn. Fresta þurfti björgunaraðgerðum í morgun vegna jarðskjálfta á svæðinu.

Rússar hvattir til að láta af ásökunum

Bandarísk yfirvöld hafa hvatt Rússa til þess að láta af ásökunum sínum í garð Georgíumanna í kjölfar þess að flugskeyti var skotið á smábæ í Georgíu síðastliðinn mánudag. Georgíumenn hafa fullyrt að flugskeytinu hafi verið skotið úr rússneskri herþotu en Rússar hafa sakað Georgíumenn um að hafa sjálfir skotið flugskeytinu í því augnamiði að valda spennu á milli ríkjanna.

32 barna faðir látinn laus

Tom Green, 59 ára gamall maður frá Utah fylki í Bandaríkjunum, var látinn laus úr fangelsi í dag eftir að hafa afplánað sex ára dóm fyrir að hafa mök við 13 ára stúlku. Í dag er stúlkan eiginkona mannsins, og sú eina sem hann er lögregla kvæntur.

Stolin Picasso málverk komin í leitirnar

Lögreglan í París hefur fundið tvö málverk og teikningu eftir Pablo Picasso sem stolið var á heimili barnabarns listamannsins í febrúar síðastliðinn. Samanlagt verðmæti verkanna er talið nema 50 milljónum evra, eða tæpum hálfum milljarði íslenskra króna.

Kínverskir Netfíklar sendir í sumarbúðir

Kínversk stjórnvöld hafa í hyggju að starfrækja sumarbúðir þar sem markmiðið er að venja 40 ungmenni af Netfíkn sinni. Um er að ræða tilraunaverkefni en samkvæmt opinberum tölum frá yfirvöldum í Kína þjást um 2,6 milljónir ungmenna í landinu af Netfíkn.

Blóð á veggjum hótelherbergisins

Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott.

Hústökumönnum hent út

Ísraelskir lögreglumenn þurftu að beita landa sína hörðu þegar þeir hentu þeim út úr húsi á Vesturbakkanum í dag. Hústökumenn höfðu hreiðrað þar um sig þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar Ísraels um að það mættu þeir ekki. Glæpur segja hústökumenn.

Ekki ákveðið hvort bólusett verður

Gin- og klaufaveiki hefur greinst á öðru nautgripabúi í Suður-Englandi og óttast að veikin hafi einnig greinst á því þriðja. Ekki hefur verið ákveðið hvort skepnur á Englandi verði nú bólusettar við veikinni í stórum stíl.

Kapphlaup við tímann

Björgunarmenn í Utah í Bandaríkjunum eru nú í kapphlaupi við tímann að bjarga 6 námaverkamönnum sem festust í kolanámu sem féll saman snemma í gær. Náman er rúmlega 450 metra niðri í jörðinni. Björgunarmenn hafa enn ekki náð sambandi við námaverkamennina og því ekki vitað með vissu að þeir séu enn á lífi.

Hvað eiga Tinni og John Wayne sameiginlegt

Kongóskur námsmaður í Belgíu hefur höfðað mál til þess að fá bókina Tinni í Kongó skilgreinda sem kynþáttafordóma. Hann vill láta fjarlægja hana úr bókabúðum. Hann vill einnig fá eina evru sem táknrænar skaðabætur frá fyrirtækinu sem á útgáfurétt að Tinna bókunum. Jafnréttisráð Bretlands hvatti fyrr á þessu ári bókabúðir til þess að fjarlægja fyrrnefnda Tinna bók úr hillum sínum. Sala á bókinni fór þá upp eins og raketta.

Sádar styðja landamæraskilgreiningu Ísraels

Sádi-Arabar virðast styðja þá afstöðu Ísraels og Bandaríkjanna að Ísraelar þurfi ekki að skila öllu landi sem hertekið var í sex daga stríðinu árið 1967. Saud-al Faisal utanríkisráðherra landsins talaði í dag um raunhæft sjálfstætt ríki Palestínumanna. Bæði Ísraelar og Bandaríkjamenn hafa notað orðin raunhæft ríki eða raunhæf landamæri hins nýja ríkis Palestínumanna.

Sjá næstu 50 fréttir