Fleiri fréttir OECD tekur Marshall-eyjar af svörtum lista Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur tekið Marshall-eyjar af lista yfir þau lönd sem þykja ósamvinnuþýð í tengslum við skattamál. Landið hefur lengi þótt vera eftirsóknarverð skattaparadís fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þá er peningaþvætti nokkuð algengt þar. 7.8.2007 11:03 Hún eyðilagði fyrir sér daginn Drukkin flugfreyja gerði illt verra þegar að hún sagði við flugstjóra sinn; "Þú ert dauður." Það sagði hún þegar hann rak hana frá borði Delta Airlines vélarinnar sem vara að fara í flug frá Kentucky til Atlanta um helgina. Flugfreyjuferli Söru Mills er væntanlega lokið. 7.8.2007 10:47 Gíslar talibana eru lítt reyndir kristniboðar Suður-Kóreska fólkið sem er í gíslingu hjá talibönum í Afganistan tilheyrir ekki neinni hjálparstofnun. Þau eru kornungir reynslulausir trúboðar frá einni stærstu fríkirkju í Suður-Kóreu. Tilgangurinn með förinni var að kristna talibana. Talibanar hafa þegar myrt tvö þeirra. 7.8.2007 10:28 Þrír bandarískir hermenn láta lífið í Írak Þrír bandarískir hermenn létu lífið þegar sprengja sprakk við bifreið þeirra fyrir sunnan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Alls hafa 21 bandarískur hermaður látið lífið í Írak það sem af er þessum mánuði. 7.8.2007 10:19 Átta milljón ára gamall skógur í Ungverjalandi 7.8.2007 10:09 Vilja að Bandaríkjamenn sleppi fimm föngum úr Guantanamo Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að biðja Bandaríkjamenn um að sleppa fimm föngum úr Guantanamo fangelsinu en mennirnir voru búsettir á Bretlandi þegar þeir voru handteknir. Beiðnin er til marks um skýra stefnubreytingu Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, frá yfirlýstri stefnu Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra. 7.8.2007 09:47 Rannsaka blóðdropa tengda hvarfi Madeleine Breska lögreglan athugar nú hvort að blóðdropar sem fundust á hótelherbergi foreldra Madeleine í Portúgal tengist hvarfi dóttur þeirra. Það voru sérstakir leitarhundar sem fundu blóðdropana í síðustu viku en sérfræðingar á vegum portúgölsku lögreglunnar höfði áður ekki komið auga á dropana við hefðbundna leit. 7.8.2007 09:26 Kínverjar handtaka vestræna mótmælendur Kínversk stjórnvöld handtóku í morgun sex vestræna aðgerðarsinna fyrir að mótmæla mannréttindarbrotum þar í landi. Aðgerðarsinnnarnir hengdu borða á Kínamúrinn þar sem slagorð komandi Ólympíuleika var notað til að mótmæla mannréttindarbrotum og hersetu Kínverja í Tíbet. 7.8.2007 08:33 Viðræður Omerts og Abbas hafa gengið vel Viðræður milli Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á Vesturbakkanum í dag hafa gengið vel að þeirra sögn. Þeir hittust í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun og hafa fundað í dag. 6.8.2007 20:35 Kannað hvort flóðvatn hafi valdið smiti Evrópusambandið hefur bannað útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ á Suður-Englandi í síðustu viku. Breskir sérfræðingar rannsaka nú hvort flóðum sumarsins sé um að kenna að smit hafi borist í skepnurnar. 6.8.2007 18:45 Námumanna leitað eftir slys í kolanámu Björgunarsveitir leitar að sem festust í göngum í kolanámu í vesturhluta Utah, að sögn yfirvalda þar. Talið er að atvikið hafi orðið eftir að jarðskjálfti upp á 4.0 á richter varð á nálægum slóðum. 6.8.2007 18:28 Náðu tökum á eldunum Miklir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og hafa ekki verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Neyðarástandi var lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik um helgina en í dag náðu slökkviliðsmenn tökum á eldunum sem loguðu þar. 6.8.2007 18:21 Bresk kona dæmd í fangelsi fyrir tvíkvæni Breskur dómstóll hefur dæmt fimm barna móður, Suzanne Mitchell, í skilorðsbundið fangelsi fyrir tvíkvæni. Suzanne giftist konu við borgaralega athöfn í Shrewsbury á meðan hún var ennþá gift karlmanni. 6.8.2007 16:11 Danskir dýraverndunarsinnar mótmæla bjarnardrápum Aðgerðarsinnar úr dýraverndarsamtökunum PETA og Anima ætla að koma saman fyrir framan breska sendiráðið í Kaupmannahöfn á morgun til að mótmæla því að lífverðir Elísabetar Englandsdrottningar beri húfur sem unnar eru úr ekta bjarnarfeldi. 6.8.2007 15:02 Listaverkum stolið í Nice Grímuklæddir þjófar stálu fjórum málverkum úr listasafni í Nice í suðurhluta Frakklands í gær. Breska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum þar í landi að fimm menn hefðu verið að verki. Þeir hefðu stolið tveimur verkum eftir flæmska listamanninn Breugel og tveimur verkum eftir listamennina Sisley og Monet. 6.8.2007 14:28 Abbas og Olmert funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, komu saman til viðræðan í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun. Mikil öryggisgæla er við fundarstaðinn en svo háttsettir fulltrúar Ísraela og Palestínumanna hafa ekki fundað í palestínskri borg í mörg ár. 6.8.2007 12:42 190 þúsund byssur týndar Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. 6.8.2007 12:31 Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. 6.8.2007 12:11 Evrópusambandið bannar útflutning á landbúnaðarvörum frá Bretlandi Evrópusambandið hefur ákveðið að banna útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London í síðustu viku. 6.8.2007 11:21 Gusmao nýr forsætisráðherra Austur-Tímor Xanana Gusmao, fyrrverandi forseti Austur-Tímor, verður nýr forsætisráðherra landsins. Jose Ramos-Horta, forseti, hefur falið flokkabandalagi undir forystu Gusmaos að mynda nýja ríkisstjórn. Enginn einn flokkur fékk hreinan meirihluta á þingi í kosningum fyrir rúmum mánuði. 6.8.2007 10:29 Uppreisnarhópar í Darfúr óska eftir friðarviðræðum Uppreisnarhópar í Darfúr-héraði í Súdan hafa óskað eftir friðarviðræðum við stjórnvöld í Súdan. Samningamenn á vegum Afríkubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun. Fulltrúar hópanna luku funda nú í Tansaníu og munu hafa komist að samkomulagi um sameiginlegar kröfur. 6.8.2007 10:24 Neyðarástand vegna skógarelda í Króatíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dúbrovik þar sem miklir skógareldar loga nú og ógna úhverfum hennar. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóra um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. 6.8.2007 10:19 Hóta að myrða gíslana Uppreisnarmenn Talíbana hóta því að myrða 21 Suður-Kóreumann sem þeir hafa í gíslingu ef Bush Bandaríkjaforseti og Karzai, forseti Afganistans, fyrirskipi ekki að fangelsaðir Talíbanar fái frelsi. Forsetarnir funda nú í Camp David í Bandaríkjunum um ástandið í Afganistan. 6.8.2007 09:57 Reynt að bjarga sautján námaverkamönnum Björgunarsveitarmenn í Kína reyna nú að bjarga 17 námuverkamönnum sem eru fastir í járnbrautargöngum í Hubei eftir að vatn flæddi inn í þau. Þrjátíuogfimm mönnum var bjargað fljótlega og þeir færðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mennirnir sautján sem enn eru fastir eru sagðir við góða heilsu enn sem komið er og enginn þeirra er í bráðri lífshættu. Fyrir aðeins fjórum dögum var sextíu og níu kínverskum kolanámumönnum bjargað úr námugöngum sem hafði flætt inn í. 5.8.2007 19:36 Brown vonar að hægt sé að koma í veg fyrir faraldur Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að hann væri vongóður um að hægt væri að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki sem kom upp á föstudaginn og koma þannig í veg fyrir faraldur. 5.8.2007 19:33 Enn flæðir í Suður-Asíu Flóð vegna monsúnregns halda áfram að hrella íbúa Bangladesh og Indlands. Tala látinna er nú komin hátt í þrjúhundruð og fleiri og fleiri neyðast til þess að yfirgefa heimili sín. 5.8.2007 18:30 Madelaine leitað Portúgalska lögreglan hefur sett aukinn kraft í leitina að hinni fjögurra ára gömlu Madeleine McCann sem var rænt af hótelherbergi fyrir rúmlega þremur mánuðum. 5.8.2007 18:22 Hátt settur meðlimur al-Qaeda drepinn í Írak Bandarískir hermenn í Írak segjast hafa drepið hátt settan mann innan al-Qaeda sem skipulagði tvær árásir á gullnu moskuna í Samarra, helgidóm sjíta múslima. Moskan skemmdist talsvert í árásunum og jók það mjög ófriðinn í landinu. Badri var yfirmaður al-Qaeda í Salahuddin héraðinu. 5.8.2007 16:45 Satanískir tónleikar stöðvaðir í Íran Írönsk lögregla handtók minnst 200 manns og lagði hald á áfengi og fíkniefni á tónleikum, sem þarlendir fjölmiðlar lýstu sem ,,satanískum". Þá segist lögregla hafa lagt hald á dónalega geisladiska og ósiðlega kjóla, sem skipuleggjendur tónleikanna gáfu kvenkyns gestum. 5.8.2007 16:30 Lífeyri eftirlifenda helfararinnar mótmælt Fulltrúar 250.000 Ísraela sem lifðu helför Nasista af ætla að mótmæla bágum kjörum þeirra fyrir utan hús Ehuds Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem í dag. Lífeyri eftirlifendanna samsvarar um 1300 íslenskum krónum á mánuði. 5.8.2007 15:26 Feðgar létu lífið í hringekju í Frakklandi Feðgar létu lífið og tveir slösuðust alvarlega þegar vagn í kraftmikilli hringekju losnaði frá og hrapaði til jarðar í gærkvöldi. Slysið varð í skemmtigarðinum "La Fête des Loges" sem er fjörutíu kílómetrum vestur af París. Hinir slösuðu voru í för með þeim látnu. 5.8.2007 15:20 Bandarískur hermaður dæmdur fyrir nauðgun og morð í Írak Bandarískur hermaður, Jesse Spielman, hefur verið dæmdur í hundrað og tíu ára fangelsi fyrir þátt sinn í að nauðga og myrða 14 ára íraska stúlku og myrða fjölskyldu hennar. 5.8.2007 15:14 Ungum dreng bjargað eftir sex tíma volk í Dauðahafinu Átta ára ísraelskur drengur fannst síðastliðna nótt á lífi, eftir að hafa flotið í Dauðahafinu í sex klukkustundir. Sterkir straumar hrifu drenginn á haf út, þegar hann var á leik á ströndinni með föður sínum og bræðrum. Lögregluþyrla og tugir björgunarmanna leituðu drengsins. Hann fannst um eitt eftir miðnætti, hræddur og þyrstur,en annars heill heilsu, um þrjá og hálfan kílómetra frá ströndu. Dauðahafið inniheldur óvenju hátt magn salts, og hefur það orðið drengnum til lífs, því auðveldara er að fljóta í því. 5.8.2007 14:57 Risapanda elur sinn fjórða hún Hin 16 ára risapanda Bai Yun ól sinn fjórða hún í dýragarði í San Diego á föstudaginn. Ekki er vitað að hvaða kyni húnninn er en það kemur í ljós eftir nokkra mánuði. Húnninn, sem nú er einn þúsundasti af stærð fullvaxta pöndu, grét sama og ekkert þegar hann var kominn í heiminn og þykir það vera til marks um lagni móðurinnar. 5.8.2007 14:27 Gin- og klaufaveiki veiran finnst á rannsóknarstofu Stofn sem er af sama meiði og og stofn gin og klaufaveikinnar sem fannst í nautgripum á býli í Suður-Englandi á föstudag fannst í gær. Hann fannst á rannsóknarstofu í nágrenni býlisins og var notaður í bólusetningarlyf fyrir dýr. Ekki er hægt að staðfesta endanlega að veikin hafi breiðst út frá rannsóknarstofunni en eftirlit með bæjum í kringum hana hefur verið hert til muna. Heilbrigðiseftirlitsmenn munu heimsækja rannsóknarstofuna í dag og kanna möguleikann á því að veikin hafi borist þaðan. 5.8.2007 09:49 Sonur Idi Amin dæmdur fyrir morð Sonur fyrrum forseta Úganda, hins alræmda Idi Amin, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í árás á 18 ára dreng sem varð honum að bana. Atvikið átti sér stað í Norður-Lundúnum í janúar á síðasta ári. 4.8.2007 21:20 Bush sýnir lit George Bush Bandaríkjaforseti sveimaði í dag í þyrlu sinni yfir staðinn þar sem brú yfir Mississippi fljót hrundi síðastliðinn miðvikudag. Eftir það gekk hann um með slökkviliðshatt á vettvangi slyssins og skoðaði aðstæður. 4.8.2007 18:27 200 látnir í Bangladesh og Indlandi Rúmlega 200 manns hafa látist í Bangladesh og Indlandi undanfarna daga vegna flóða, en monsúntímabilið stendur nú sem hæst. Heimili og skepnur skolast burt og eina haldreipi fólks er oft á tíðum trjátoppar sem það heldur dauðahaldi í til þess að fara ekki sömu leið. 4.8.2007 18:25 Hitnar og hitnar í Evrópu Lengd hitabylgja sem skekja Vestur-Evrópu hefur tvöfaldast síðan árið 1880. Þetta segja vísindamenn sem komust einnig að því að fjöldi ofurheitra daga hefur þrefaldast á sama tíma. 4.8.2007 17:53 Metnaðargjarnir ættu að níðast á undirmönnum Ný könnun sýnir að ein öruggasta leið til að klífa metorðastigann í vinnunni er að níðast á undirmönnum sínum. Tveir þriðju svarenda í könnun sem vísindamenn við Bond háskóla í Ástralíu létu gera, sögðu að ekki einungis væri geðstirðum og fruntalegum yfirmönnum ekki refsað, heldur væri þeim launaður yfirgangurinn með stöðuhækkunum. 4.8.2007 16:46 Stærsta dauða svæði hafsins sem fundist hefur Vísindamenn hafa uppgötvað nærri 10 þúsund fermílna dautt hafsvæði í Mexíkóflóa. Um er að ræða það stærsta sinnar tegundar sem fundist hefur. Lífvana eða dauð hafsvæði eru einskonar eyðimerkur hafsins. Svæðin eru of súrefnissnauð til að fiskar og önnur sjávardýr geti þrifist þar. 4.8.2007 16:38 Ford innkallar bíla vegna galla í hraðastýringu Ford bílaframleiðandinn hyggst innkalla allt að 3.6 milljónir bíla, pallbíla, sendibíla og jepplinga, eftir að galli fannst í rofa sem stýrir sjálfvirkri hraðastýringu. Rofinn er talinn tengjast brunum sem tilkynnt hefur verið um í vélum bílanna. Innköllunin nær til fjölda tegunda sem framleiddar voru á árunum 1992 til 2002. Þar á meðal eru gerðirnar Ford Explorer og F 150, sem hafa verið seldar hér á landi. Þetta er í sjötta sinn sem fyrirtækið innkallar bíla vegna galla tengdum hraðastýringu. 4.8.2007 15:03 Teves verður ekki með á morgun Argentínumaðurinn Carlos Teves verður ekki kominn með leikheimild á morgun þegar Manchester United mætir Chelsea í árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í ensku knattspyrnunni. 4.8.2007 14:46 Færri létust en talið var í fyrstu Mun færri létu lífið en óttast var þegar brú yfir Mississippi fljót hrundi síðaðsliðinn miðvikudag með þeim afleiðingum að tugir bíla féllu átján metra niður í fljótið. 4.8.2007 14:13 Nautgripaflutningar bannaðir vegna Gin- og klaufaveiki Yfirvöld í Bretlandi hafa bannað allan flutning á búfénaði í kjölfar þess að gin og klaufaveiki greindist á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London. Um 60 dýr reyndust smituð af sjúkdómnum, sem olli mikilli skelfingu í Bretlandi árið 2001. 4.8.2007 10:01 Sjá næstu 50 fréttir
OECD tekur Marshall-eyjar af svörtum lista Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur tekið Marshall-eyjar af lista yfir þau lönd sem þykja ósamvinnuþýð í tengslum við skattamál. Landið hefur lengi þótt vera eftirsóknarverð skattaparadís fyrir einstaklinga og fyrirtæki og þá er peningaþvætti nokkuð algengt þar. 7.8.2007 11:03
Hún eyðilagði fyrir sér daginn Drukkin flugfreyja gerði illt verra þegar að hún sagði við flugstjóra sinn; "Þú ert dauður." Það sagði hún þegar hann rak hana frá borði Delta Airlines vélarinnar sem vara að fara í flug frá Kentucky til Atlanta um helgina. Flugfreyjuferli Söru Mills er væntanlega lokið. 7.8.2007 10:47
Gíslar talibana eru lítt reyndir kristniboðar Suður-Kóreska fólkið sem er í gíslingu hjá talibönum í Afganistan tilheyrir ekki neinni hjálparstofnun. Þau eru kornungir reynslulausir trúboðar frá einni stærstu fríkirkju í Suður-Kóreu. Tilgangurinn með förinni var að kristna talibana. Talibanar hafa þegar myrt tvö þeirra. 7.8.2007 10:28
Þrír bandarískir hermenn láta lífið í Írak Þrír bandarískir hermenn létu lífið þegar sprengja sprakk við bifreið þeirra fyrir sunnan Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Alls hafa 21 bandarískur hermaður látið lífið í Írak það sem af er þessum mánuði. 7.8.2007 10:19
Vilja að Bandaríkjamenn sleppi fimm föngum úr Guantanamo Bresk stjórnvöld hafa ákveðið að biðja Bandaríkjamenn um að sleppa fimm föngum úr Guantanamo fangelsinu en mennirnir voru búsettir á Bretlandi þegar þeir voru handteknir. Beiðnin er til marks um skýra stefnubreytingu Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands, frá yfirlýstri stefnu Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra. 7.8.2007 09:47
Rannsaka blóðdropa tengda hvarfi Madeleine Breska lögreglan athugar nú hvort að blóðdropar sem fundust á hótelherbergi foreldra Madeleine í Portúgal tengist hvarfi dóttur þeirra. Það voru sérstakir leitarhundar sem fundu blóðdropana í síðustu viku en sérfræðingar á vegum portúgölsku lögreglunnar höfði áður ekki komið auga á dropana við hefðbundna leit. 7.8.2007 09:26
Kínverjar handtaka vestræna mótmælendur Kínversk stjórnvöld handtóku í morgun sex vestræna aðgerðarsinna fyrir að mótmæla mannréttindarbrotum þar í landi. Aðgerðarsinnnarnir hengdu borða á Kínamúrinn þar sem slagorð komandi Ólympíuleika var notað til að mótmæla mannréttindarbrotum og hersetu Kínverja í Tíbet. 7.8.2007 08:33
Viðræður Omerts og Abbas hafa gengið vel Viðræður milli Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á Vesturbakkanum í dag hafa gengið vel að þeirra sögn. Þeir hittust í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun og hafa fundað í dag. 6.8.2007 20:35
Kannað hvort flóðvatn hafi valdið smiti Evrópusambandið hefur bannað útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ á Suður-Englandi í síðustu viku. Breskir sérfræðingar rannsaka nú hvort flóðum sumarsins sé um að kenna að smit hafi borist í skepnurnar. 6.8.2007 18:45
Námumanna leitað eftir slys í kolanámu Björgunarsveitir leitar að sem festust í göngum í kolanámu í vesturhluta Utah, að sögn yfirvalda þar. Talið er að atvikið hafi orðið eftir að jarðskjálfti upp á 4.0 á richter varð á nálægum slóðum. 6.8.2007 18:28
Náðu tökum á eldunum Miklir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og hafa ekki verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. Neyðarástandi var lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik um helgina en í dag náðu slökkviliðsmenn tökum á eldunum sem loguðu þar. 6.8.2007 18:21
Bresk kona dæmd í fangelsi fyrir tvíkvæni Breskur dómstóll hefur dæmt fimm barna móður, Suzanne Mitchell, í skilorðsbundið fangelsi fyrir tvíkvæni. Suzanne giftist konu við borgaralega athöfn í Shrewsbury á meðan hún var ennþá gift karlmanni. 6.8.2007 16:11
Danskir dýraverndunarsinnar mótmæla bjarnardrápum Aðgerðarsinnar úr dýraverndarsamtökunum PETA og Anima ætla að koma saman fyrir framan breska sendiráðið í Kaupmannahöfn á morgun til að mótmæla því að lífverðir Elísabetar Englandsdrottningar beri húfur sem unnar eru úr ekta bjarnarfeldi. 6.8.2007 15:02
Listaverkum stolið í Nice Grímuklæddir þjófar stálu fjórum málverkum úr listasafni í Nice í suðurhluta Frakklands í gær. Breska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumönnum þar í landi að fimm menn hefðu verið að verki. Þeir hefðu stolið tveimur verkum eftir flæmska listamanninn Breugel og tveimur verkum eftir listamennina Sisley og Monet. 6.8.2007 14:28
Abbas og Olmert funda Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, komu saman til viðræðan í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun. Mikil öryggisgæla er við fundarstaðinn en svo háttsettir fulltrúar Ísraela og Palestínumanna hafa ekki fundað í palestínskri borg í mörg ár. 6.8.2007 12:42
190 þúsund byssur týndar Bandarísk hermálayfirvöld hafa týnt 190 þúsund skotvopnum sem sett voru í hendur íraskra lögreglu- og hermanna. Byssurnar átti að nota til að tryggja öryggi íraskra borgara en nú er óttast að þær séu notaðar til að myrða þá og bandaríska hermenn. 6.8.2007 12:31
Neyðarástand vegna elda í Dubrovnik Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dubrovnik þar sem miklir skógareldar loga nú. Gríðarlegir skógareldar hafa logað í Suður-Evrópu það sem af er sumri og ekki hafa þeir verið verri í þeim hluta álfunnar fyrr. 6.8.2007 12:11
Evrópusambandið bannar útflutning á landbúnaðarvörum frá Bretlandi Evrópusambandið hefur ákveðið að banna útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London í síðustu viku. 6.8.2007 11:21
Gusmao nýr forsætisráðherra Austur-Tímor Xanana Gusmao, fyrrverandi forseti Austur-Tímor, verður nýr forsætisráðherra landsins. Jose Ramos-Horta, forseti, hefur falið flokkabandalagi undir forystu Gusmaos að mynda nýja ríkisstjórn. Enginn einn flokkur fékk hreinan meirihluta á þingi í kosningum fyrir rúmum mánuði. 6.8.2007 10:29
Uppreisnarhópar í Darfúr óska eftir friðarviðræðum Uppreisnarhópar í Darfúr-héraði í Súdan hafa óskað eftir friðarviðræðum við stjórnvöld í Súdan. Samningamenn á vegum Afríkubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun. Fulltrúar hópanna luku funda nú í Tansaníu og munu hafa komist að samkomulagi um sameiginlegar kröfur. 6.8.2007 10:24
Neyðarástand vegna skógarelda í Króatíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í króatísku hafnarborginni Dúbrovik þar sem miklir skógareldar loga nú og ógna úhverfum hennar. Björgunarsveitarmenn bíða nú skipana frá borgarstjóra um að byrja að flytja íbúa á brott frá heimilum sínum í hlíðum umhverfis borgina. 6.8.2007 10:19
Hóta að myrða gíslana Uppreisnarmenn Talíbana hóta því að myrða 21 Suður-Kóreumann sem þeir hafa í gíslingu ef Bush Bandaríkjaforseti og Karzai, forseti Afganistans, fyrirskipi ekki að fangelsaðir Talíbanar fái frelsi. Forsetarnir funda nú í Camp David í Bandaríkjunum um ástandið í Afganistan. 6.8.2007 09:57
Reynt að bjarga sautján námaverkamönnum Björgunarsveitarmenn í Kína reyna nú að bjarga 17 námuverkamönnum sem eru fastir í járnbrautargöngum í Hubei eftir að vatn flæddi inn í þau. Þrjátíuogfimm mönnum var bjargað fljótlega og þeir færðir á sjúkrahús til aðhlynningar. Mennirnir sautján sem enn eru fastir eru sagðir við góða heilsu enn sem komið er og enginn þeirra er í bráðri lífshættu. Fyrir aðeins fjórum dögum var sextíu og níu kínverskum kolanámumönnum bjargað úr námugöngum sem hafði flætt inn í. 5.8.2007 19:36
Brown vonar að hægt sé að koma í veg fyrir faraldur Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að hann væri vongóður um að hægt væri að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki sem kom upp á föstudaginn og koma þannig í veg fyrir faraldur. 5.8.2007 19:33
Enn flæðir í Suður-Asíu Flóð vegna monsúnregns halda áfram að hrella íbúa Bangladesh og Indlands. Tala látinna er nú komin hátt í þrjúhundruð og fleiri og fleiri neyðast til þess að yfirgefa heimili sín. 5.8.2007 18:30
Madelaine leitað Portúgalska lögreglan hefur sett aukinn kraft í leitina að hinni fjögurra ára gömlu Madeleine McCann sem var rænt af hótelherbergi fyrir rúmlega þremur mánuðum. 5.8.2007 18:22
Hátt settur meðlimur al-Qaeda drepinn í Írak Bandarískir hermenn í Írak segjast hafa drepið hátt settan mann innan al-Qaeda sem skipulagði tvær árásir á gullnu moskuna í Samarra, helgidóm sjíta múslima. Moskan skemmdist talsvert í árásunum og jók það mjög ófriðinn í landinu. Badri var yfirmaður al-Qaeda í Salahuddin héraðinu. 5.8.2007 16:45
Satanískir tónleikar stöðvaðir í Íran Írönsk lögregla handtók minnst 200 manns og lagði hald á áfengi og fíkniefni á tónleikum, sem þarlendir fjölmiðlar lýstu sem ,,satanískum". Þá segist lögregla hafa lagt hald á dónalega geisladiska og ósiðlega kjóla, sem skipuleggjendur tónleikanna gáfu kvenkyns gestum. 5.8.2007 16:30
Lífeyri eftirlifenda helfararinnar mótmælt Fulltrúar 250.000 Ísraela sem lifðu helför Nasista af ætla að mótmæla bágum kjörum þeirra fyrir utan hús Ehuds Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem í dag. Lífeyri eftirlifendanna samsvarar um 1300 íslenskum krónum á mánuði. 5.8.2007 15:26
Feðgar létu lífið í hringekju í Frakklandi Feðgar létu lífið og tveir slösuðust alvarlega þegar vagn í kraftmikilli hringekju losnaði frá og hrapaði til jarðar í gærkvöldi. Slysið varð í skemmtigarðinum "La Fête des Loges" sem er fjörutíu kílómetrum vestur af París. Hinir slösuðu voru í för með þeim látnu. 5.8.2007 15:20
Bandarískur hermaður dæmdur fyrir nauðgun og morð í Írak Bandarískur hermaður, Jesse Spielman, hefur verið dæmdur í hundrað og tíu ára fangelsi fyrir þátt sinn í að nauðga og myrða 14 ára íraska stúlku og myrða fjölskyldu hennar. 5.8.2007 15:14
Ungum dreng bjargað eftir sex tíma volk í Dauðahafinu Átta ára ísraelskur drengur fannst síðastliðna nótt á lífi, eftir að hafa flotið í Dauðahafinu í sex klukkustundir. Sterkir straumar hrifu drenginn á haf út, þegar hann var á leik á ströndinni með föður sínum og bræðrum. Lögregluþyrla og tugir björgunarmanna leituðu drengsins. Hann fannst um eitt eftir miðnætti, hræddur og þyrstur,en annars heill heilsu, um þrjá og hálfan kílómetra frá ströndu. Dauðahafið inniheldur óvenju hátt magn salts, og hefur það orðið drengnum til lífs, því auðveldara er að fljóta í því. 5.8.2007 14:57
Risapanda elur sinn fjórða hún Hin 16 ára risapanda Bai Yun ól sinn fjórða hún í dýragarði í San Diego á föstudaginn. Ekki er vitað að hvaða kyni húnninn er en það kemur í ljós eftir nokkra mánuði. Húnninn, sem nú er einn þúsundasti af stærð fullvaxta pöndu, grét sama og ekkert þegar hann var kominn í heiminn og þykir það vera til marks um lagni móðurinnar. 5.8.2007 14:27
Gin- og klaufaveiki veiran finnst á rannsóknarstofu Stofn sem er af sama meiði og og stofn gin og klaufaveikinnar sem fannst í nautgripum á býli í Suður-Englandi á föstudag fannst í gær. Hann fannst á rannsóknarstofu í nágrenni býlisins og var notaður í bólusetningarlyf fyrir dýr. Ekki er hægt að staðfesta endanlega að veikin hafi breiðst út frá rannsóknarstofunni en eftirlit með bæjum í kringum hana hefur verið hert til muna. Heilbrigðiseftirlitsmenn munu heimsækja rannsóknarstofuna í dag og kanna möguleikann á því að veikin hafi borist þaðan. 5.8.2007 09:49
Sonur Idi Amin dæmdur fyrir morð Sonur fyrrum forseta Úganda, hins alræmda Idi Amin, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í árás á 18 ára dreng sem varð honum að bana. Atvikið átti sér stað í Norður-Lundúnum í janúar á síðasta ári. 4.8.2007 21:20
Bush sýnir lit George Bush Bandaríkjaforseti sveimaði í dag í þyrlu sinni yfir staðinn þar sem brú yfir Mississippi fljót hrundi síðastliðinn miðvikudag. Eftir það gekk hann um með slökkviliðshatt á vettvangi slyssins og skoðaði aðstæður. 4.8.2007 18:27
200 látnir í Bangladesh og Indlandi Rúmlega 200 manns hafa látist í Bangladesh og Indlandi undanfarna daga vegna flóða, en monsúntímabilið stendur nú sem hæst. Heimili og skepnur skolast burt og eina haldreipi fólks er oft á tíðum trjátoppar sem það heldur dauðahaldi í til þess að fara ekki sömu leið. 4.8.2007 18:25
Hitnar og hitnar í Evrópu Lengd hitabylgja sem skekja Vestur-Evrópu hefur tvöfaldast síðan árið 1880. Þetta segja vísindamenn sem komust einnig að því að fjöldi ofurheitra daga hefur þrefaldast á sama tíma. 4.8.2007 17:53
Metnaðargjarnir ættu að níðast á undirmönnum Ný könnun sýnir að ein öruggasta leið til að klífa metorðastigann í vinnunni er að níðast á undirmönnum sínum. Tveir þriðju svarenda í könnun sem vísindamenn við Bond háskóla í Ástralíu létu gera, sögðu að ekki einungis væri geðstirðum og fruntalegum yfirmönnum ekki refsað, heldur væri þeim launaður yfirgangurinn með stöðuhækkunum. 4.8.2007 16:46
Stærsta dauða svæði hafsins sem fundist hefur Vísindamenn hafa uppgötvað nærri 10 þúsund fermílna dautt hafsvæði í Mexíkóflóa. Um er að ræða það stærsta sinnar tegundar sem fundist hefur. Lífvana eða dauð hafsvæði eru einskonar eyðimerkur hafsins. Svæðin eru of súrefnissnauð til að fiskar og önnur sjávardýr geti þrifist þar. 4.8.2007 16:38
Ford innkallar bíla vegna galla í hraðastýringu Ford bílaframleiðandinn hyggst innkalla allt að 3.6 milljónir bíla, pallbíla, sendibíla og jepplinga, eftir að galli fannst í rofa sem stýrir sjálfvirkri hraðastýringu. Rofinn er talinn tengjast brunum sem tilkynnt hefur verið um í vélum bílanna. Innköllunin nær til fjölda tegunda sem framleiddar voru á árunum 1992 til 2002. Þar á meðal eru gerðirnar Ford Explorer og F 150, sem hafa verið seldar hér á landi. Þetta er í sjötta sinn sem fyrirtækið innkallar bíla vegna galla tengdum hraðastýringu. 4.8.2007 15:03
Teves verður ekki með á morgun Argentínumaðurinn Carlos Teves verður ekki kominn með leikheimild á morgun þegar Manchester United mætir Chelsea í árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í ensku knattspyrnunni. 4.8.2007 14:46
Færri létust en talið var í fyrstu Mun færri létu lífið en óttast var þegar brú yfir Mississippi fljót hrundi síðaðsliðinn miðvikudag með þeim afleiðingum að tugir bíla féllu átján metra niður í fljótið. 4.8.2007 14:13
Nautgripaflutningar bannaðir vegna Gin- og klaufaveiki Yfirvöld í Bretlandi hafa bannað allan flutning á búfénaði í kjölfar þess að gin og klaufaveiki greindist á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan London. Um 60 dýr reyndust smituð af sjúkdómnum, sem olli mikilli skelfingu í Bretlandi árið 2001. 4.8.2007 10:01