Fleiri fréttir

Átta hermenn láta lífið í sjálfsmorðsárás

Átta hermenn létu lífið og 15 slösuðust í sjálfsmorðsárás í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Þúsundir hermanna hafa verið fluttir á svæðið undanfarna daga til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar aðgerðir herskárra múslima gegn stjórnvöldum í landinu.

Starbucks lokar útibúi sínu í Forboðnu borginni

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hefur lokað kaffihúsi sínu í Forboðnu borginni í Peking. Staðurinn opnaði árið 2000 og varð strax umdeildur. Safnverðir í Forboðnu borginni buðu Starbucks á að vera áfram en aðeins ef að þeir myndu fjarlægja öll merki og seldu einnig aðrar vörur. Því var hafnað og því lokaði kaffihúsið.

Verkfræði, hreyfilist og tækni

Hollendingurinn Theo Jansen er hreyfiaflsskúlptúristi. Hann er listamaður sem nýtir sér tækni og verkfræði til að búa til stórkostlegar furðuverur með ótal fætur sem knúnar eru áfram af veðri og vindum.

Þrír milljarðar til höfuðs Osama bin Laden

Öldungadeild Bandaríkjaþings ákvað í gær að tvöfalda þá upphæð sem sett hefur verið til höfuðs Osama bin Laden, leiðtoga Al-Kaída samtakanna, og er hún nú rúmir þrír milljarðar íslenskra króna. Þingmenn Demókrataflokksins sögðu Íraksstríðið draga úr getu Bandaríkjamanna til að berjast við Al-Kaída. Mistök Bush væru fyrst og fremst að ná ekki að fanga Osama bin Laden og rétta yfir honum.

Karlmaður grunaður um morðið i Manchester í gær

Lögreglan í Manchester leitar 32 ára gamals manns í tengslum við morðið á konu og tveimur börnum hennar í Manchester í gær. Beverley Samuels var hjúkrunurfræðingur en best þekkt fyrir þátttöku í hæfileikakeppni á ITV sjónvarpsstöðinni.

Ætluðu að sprengja upp menntaskóla

Lögreglan á Long Island ákærði í dag tvo unglinga, 15 og 17 ára gamla, grunaða um að hafa lagt á ráðin um árásir á starfsfólk og nemendur í menntaskóla í Bohemia, New York. Fyrirætlunum drengjanna var lýst í blaði sem fannst á bílastæði við McDonalds skyndibitastað. Drengirnir unnu á skyndibitastaðnum. Blaðið var afhent skólayfirvöldunum þann 6. júlí.

Hæsti maður heims hittir minnsta mann heims

Hæsti maður heims, Bao Sjísjún, hitti í dag minnsta mann í heimi, He Pingping. Hæðarmunurinn á þeim er einn meter og sextíu og þrír sentimetrar. Pingping hefur sótt um að komast í heimsmetabókina sem minnsti maður í heimi.

Pia Kjærsgaard sýknuð af meiðyrðakæru

Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins var í dag sýknuð af kæru um meiðyrði fyrir að hafa kallað danska múslimaklerka landráðamenn. Íslömsk trúarsamtök sem höfðuðu málið á hendur Kjærsgaard eru vonsvikin með dóminn.

Conrad Black sekur

Kviðdómur sakfelldi fyrrum fjölmiðlajöfurinn Conrad Black fyrir fjársvik og hindrun á framgangi réttvísinnar í dag. Kviðdómurinn hafði setið í ellefu daga þegar hann loks komst að niðurstöðu. Black var ákærður fyrir 13 brot og var fundinn sekur í fjórum þeirra. Á meðal ásakana var að hann hefði stolið nærri þremur komma sex milljörðum íslenskra króna frá hluthöfum Hollinger samsteypunnar.

Deila um forræðið á níræðisaldri

Hjón á níræðisaldri berjast nú fyrir forræði yfir fimm ára ofvirku barnabarni sínu fyrir rétti í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Barnaverndaryfirvöld tóku drenginn af þeim í júní og komu honum fyrir í tímabundinni vistun hjá fósturfjölskyldu þar sem hjónin þóttu of gömul til að ala hann upp.

Herpes gegn krabbameini

Ein tegund herpesveirunnar sem vísindamenn hafa þróað gæti reynst vel í baráttunni við krabbamein. Ný rannsókn sem kynnt var á læknaráðstefnu í Lugano í Sviss gefur til kynna að veiran eyði krabbameinsfrumum.

Móðir og börn finnast látin í Manchester

Lík ungrar konu og tveggja barna hennar á unglingsaldri fundust heimili þeirra í Fallowfield í Manchester í gær. Þau voru öll með mikla höfuðáverka. Líkin eru talin vera af Beverly Samuels, 35 ára konu, Keshu, 18 ára dóttur hennar og Fred, 13 ára syni. Kesha Wizzart var þekkt fyrir þáttöku sína í hæfileikakeppni á ITV sjónvarpsstöðinni. Lögregla sagði að látin væru rannsökuð sem morðmál.

Þriggja ára dreng rænt í Nígeríu

Nígerískir mannræningjar hafa krafist tíu milljóna Naíra, eða tæpra fimm milljón króna lausnargjalds fyrir þriggja ára dreng sem þeir rændu á leið í skóla í borginni Port Harcourt við ósa Níger-árinnar. Ættingjar barnsins greyndu frá þessu í dag. Einungis eru fjórir dagar síðan mannræningjar á svipuðum slóðum slepptu þriggja ára breskri stúlku sem þeir höfðu haldið frá því fimmta júlí.

Myrti börn sín og yfirmann

Franskur herlögreglumaður myrti tvo syni sína og yfirmann áður en hann skaut sjálfan sig herbúðum í bænum Malakoff suður af París í dag. Drengirnir voru að sögn lögreglu um ellefu ára gamlir. Maðurinn var meðlimur í gendarmerie hersveitunum, sem sinna lögggæslu í sveitum og smábæjum í Frakklandi. Þetta er annar fjölskylduharmleikurinn á stuttum tíma í Frakklandi en fyrr í vikunni viðurkenndi 37 ára gamall maður í Suður-Frakklandi að hafa drekkt þremur börnum sínum í baðkari á heimili sínu.

Breski herinn sakaður um að sleppa skrímslum í Basra

Breski herinn í Basra í Írak liggur nú undir ámæli fyrir að standa fyrir plágu af risavöxnum mannýgum greifingjum þar í borg. Undanfarnar vikur hafa sögusagnir geisað um að risavaxin loðin skrímsli gangi um úthverfi borgarinnar og ráðist jafnt á búfénað og menn.

Vilja stöðva morð á stúlkubörnum

Indversk stjórnvöld hafa ákveðið að skrá allar þunganir þar í landi til að koma í veg fyrir að foreldrar myrði stúlkubörn. Hjá fátækum fjölskyldum þykir ekki eftirsóknarvert að eignast stúlku þar sem þær þykja byrði á fjölskyldunni og ekki eins góðar fyrirvinnur og strákar. Talið er að allt 10 milljónir stúlkubarna hafi verið myrt á Indlandi á síðastliðnum áratug.

Þarf að efla öryggi á Kastrup flugvelli

Öryggisnefnd flugmála í Danmörku segja að það þurfi að yfirfara og efla allt öryggi á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn til þess að koma í veg fyrir slys eða hættuástand.

Draga til baka beiðni um framlengt gæsluvarðhald

Lögregluyfirvöld í Ástralíu og Bretlandi hafa dregið til baka beiðni um framlengt gæsluvarðhald yfir indverska lækninum Mohamed Haneef. Hann hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í ellefu daga en Mohamed er grunaður um að aðild að sprengjuárásunum í London og Glasgow í lok síðasta mánaðar.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings vill herinn heim fyrir apríl

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lög þess efnis að herlið Bandaríkjanna hverfi frá Írak fyrir apríl á næsta ári. Lögin gera ráð fyrir því að varnarmálaráðuneytið byrji að kalla herliðið til baka eftir fjóra mánuði.

Segjast hafa verið narraðar til verksins

Bresku stúlkurnar sem voru ákærðar í Ghana fyrir tilraun til að smygla kokaíni að verðmæti 37 milljónir íslenskra króna til Englands segja að þær hafi verið narraðar til verknaðarins.

Biðja drottninguna afsökunar

BBC hefur beðið Elísabetu Englandsdrottningu afsökunar á því að hafa gefið ranglega í skyn að hún hafi strunsað út úr myndatöku hjá Annie Leibovitz, einum frægasta ljósmyndara Bandaríkjanna.

Að minnsta kosti 12 létust þegar ferja sökk

Að minnsta kosti 12 létust þegar ferja sökk rétt hjá Manila í dag, höfuðborg Filippseyja. Herinn sagði að minnsta kosti 129 manns hafi verið bjargað sem voru um borð í ferjunni „MV Blue Water Princess," en þó séu það ekki staðfestar tölur. Þegar hermenn komu á vettvang lá ferjan á hlið í grunnu vatninu.

Þriggja ára dreng rænt í Nígeríu

Þriggja ára nígerískum dreng hefur verið rænt við borgina Port Harcourt sem stendur við ósa Níger-ánnar í Nígeríu. Aðeins eru fjórir dagar síðan að mannræningjar slepptu þriggja ára breskri stúlku úr haldi sem þeir höfðu rænt í sömu borg. Samkvæmt lögreglu á svæðinu er drengurinn sonur höfðingja á svæðinu í kringum borgina. Ekkert hefur heyrst af kröfum mannræningja.

Sjö farast eftir sjálfsmorðsárás í brúðkaupi

Sjö gestir í brúðkaupi lögreglumanns í Írak létust þegar maður sem gerðist boðflenna í brúðkaupinu sprengdi sjálfan sig í loft upp. Fjórir í viðbót slösuðust alvarlega. Ekki kemur fram hvort að brúðarhjónin hafi verið á meðal fórnarlamba sprengjunnar.

Rice og Gates til Mið-Austurlanda í ágúst

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði á fréttamannafundi sínum í dag að hann ætlaði sér að senda varnarmálaráðherrann Robert Gates og utanríkismálaráðherrann Condoleezzu Rice í ferðalag um Mið-Austurlönd.

Lögreglan í Rússlandi vill að flækingar séu fangelsaðir

Lögreglan í Rússlandi vill endurlífga lög frá tímum Sovétríkjanna og fangelsa flækingja og betlara. Gagnrýnendur fordæma hugmyndina og segja hana færa Rússland aftur til alræðistíma fortíðarinnar. Flakkarar og betlarar eru algengir í Rússlandi og margir láta lífið af völdum kulda á veturnar.

Bush ætlar að bíða eftir skýrslu Petraeus

George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum. Smellið á „Spila“ til þess að sjá myndbrot frá fréttamannafundi Bush í dag.

Sjö alvarlega slasaðir eftir nautahlaup dagsins

Sjö manns slösuðust alvarlega í nautahlaupi í Pamplona í morgun og nokkrir til viðbótar urðu sárir. Hlaupið entist í rúmar sex mínútur í stað rúmlega tveggja eins og vaninn er þar sem nautin skildust að, sneru við og gerðu í raun allt sem þau eiga ekki að gera. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir frá hlaupinu í morgun.

Svört bráðabirgðaskýrsla um Írak

Íröskum stjórnvöldum hefur aðeins tekist að ná innan við helmingi þeirra markmiða sem Bandaríkjaþing setti um leið og fé var veitt til að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu sem kynnt verður á Bandaríkjaþingi í dag. Enn fjölgar í hópi flokksfélaga Bush Bandaríkjaforseta sem vill að bandarískt herlið verði kallað heim.

Sex látnir í snjóflóði í Svissnesku Ölpunum

Í það minnsta sex manns eru látnir eftir að snjóflóð féll í Svissnesku Ölpunum um áttaleytið í morgun. Þetta hafa þarlend blöð eftir hjálparstarfsmönnum. Tvö þriggja manna lið fjallgöngumanna grófust undir flóðinu í suðurhlíðum Jungfreu fjallsins um níutíu kílómetra suð austur af höfuðborg Sviss, Bern.

Hæsti maður heims giftir sig

Heimsins hæsti maður, Bao Xishun, gifti sig við hefðbundna athöfn í Mongólíu í nótt. Bao, sem er 2,36 metrar á hæð og 56 ára, giftist þá konunni Xia Shuijan, sem er 28 ára og 1,67 metrar á hæð. Giftingin fór síðan fram í grafhýsi Kublai Khan. Smellið á „Spila“ hnappinn hér að neðan til þess að sjá myndir frá brúðkaupinu.

Vilja kynjakvóta í læknanám

Radikale venstre stjórnmálaflokkurinn í Danmörku vill nota kynjakvóta til að auka hlut karla í læknanámi, en þeir eru í miklum minnihluta þeirra sem hefja nám í læknisfræði þar. Rök flokksins eru að konur sérhæfi sig helst í greinum á borð við heimilis- eða barnalækningar. Því sé útlit fyrir skort á læknum í þeim greinum sem karlmenn sækja frekar í, líkt og skurðlækningar. Háskólayfirvöldum í Kaupmannahafnarháskóla lýst illa á hugmyndirnar. Þau benda á að vandamálið sé fyrst og fremst fólgið í því að drengir spjari sig verr í skólakerfinu en stúlkur, og það þurfi að leysa.

Vatn finnst í fyrsta skipti utan sólkerfisins

Vísindamenn hafa fundið vatn utan sólkerfisins, í fyrsta skipti svo óyggjandi sé. Vatnið greindist í gufuðu formi á reikisstjörnunni HD189733b sem svipar til Júipíters og er í 63 ljósára fjarlægð frá jörðu.

F.B.I. rannsakar myndband þar sem grunur er á að 2 ára stelpa sé undir áhrifum alsælu

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum er að hjálpa yfirvöldum í Houston, Texas þar sem verið er að athuga hvort að glæpur hafi verið framinn þegar hópur ungra kvenna tóku upp myndband af smábarni þar sem það sat á gólfi í aftursæti bíls. Konurnur hlógu óspart að barninu og gáfu í skyn að barnið, sem er tveggja ára stúlkubarn, væri undir áhrifum alsælu.

Stuðningsmenn Ghazi vilja heilagt stríð

„Al Jihad, al Jihad," eða „Heilagt stríð, heilagt stríð," ómaði um þegar klerkurinn úr Rauðu Moskunni, Abdul Rashid Ghazi, var jarðaður í morgun. Hann lést í áhlaupi pakistanska hersins á moskuna.

Ári of snemma

Manni sem flaug frá Kanada til Bretlands til að vera viðstaddur brúðkaup vinar síns brá í brún þegar hann komst að því að hann mætti ári of snemma. Vinur mannsins bauð honum fyrr á árinu í brúðkaupið, sem átti að vera sjötta júlí. Hann gleymdi hinsvegar að minnast á að það væri júlí á næsta ári. Maðurinn, sem er kennari í Toronto, eyddi rúmum sextíu þúsund krónum í flugmiðann. Hann sagði við BBC fréttastofuna að vinir sínur skemmtu sér konunglega yfir klúðrinu.

Engin áhrif á hlýnun jarðar

Virkni sólarinnar hefur engin áhrif haft á hlýnun andrúmsloftsins hér á jörðinni síðustu áratugina. Þvert á móti, því virkni sólarinnar hefur minnkað nokkuð síðustu tuttugu árin, en á þeim tíma hefur hitinn í andrúmsloftinu hækkað.

Evrópusambandið á móti því að nota launmorðingja

Evrópusambandið styður ekki þá hugmynd að beita launmorðingjum í baráttunni gegn hryðuverkum. Dómsmálaráðherra sambandsins, Franco Frattini, skýrði frá þessu í morgun. Hann var að svara hugmynd þýska innanríkisráðherrans Wolfgang Schaeuble, sem sagði í viðtali um helgina að skýra þyrfti hvenær stjórnarskrár heimiluðu ríkjum að elta uppi og myrða hryðjuverkamenn.

Geðsjúkir fangar fengu lykil að klefum sínum

Fimm geðsjúkir fangar sluppu í lok júní úr fangelsi á Jótlandi. Extra blaðið greinir frá þessu. Þeim var óvart gefinn master lykill að réttargeðdeildinni í Árósum og skruppu í kjölfarið til Hamborgar á kvennafar. Mennirnir sátu inni fyrir rán og ofbeldisbrot og þóttu hættulegir. Einn þeirra stakk geðlækninn sinn árið 2002. Tæknimenn sem skiptu um lása í klefum fanganna létu þá óvart hafa lykla sem gengu að öllu lásum á deildinni þeirra.

Lady Bird Johnson látin

Lady Bird Johnson, ekkja Lyndons B. Johnson, lést á heimili sínu í Austin, Texas í kvöld. Hún var 94 ára gömul. Forsetafrúin var virt og dáð af fjölmörgum Bandaríkjamönnum.

Vinsældir Bjerregaards dvína

Ritt Bjerregaard, borgarstjóri í Kaupmannahöfn, lofaði 5000 nýjum félagslegum íbúðum fyrir 55 þúsund íslenskar krónur á mánuði. Tæpum tveimur árum seinna hefur hún ekki efnt kosningaloforðið.

Sjá næstu 50 fréttir