Fleiri fréttir Gripið í rassinn Kólumbískur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að grípa í afturenda konu sem hann hjólaði fram hjá. Að sögn BBC hjólaði maðurinn í burtu eftir rassgripið en komst ekki langt áður en hann var gripinn af öðrum vegfarendum. 27.2.2006 08:00 Útgöngubanni aflétt í Bagdad Útgöngubanni var í morgun aflétt í Bagdad, höfuðborg Íraks, eftir hrinu árása í kjölfar sprengingar við al-Askari moskuna, einn heilagasta stað sjía, í síðustu viku. 27.2.2006 07:45 Fuglaflensa finnst í Sviss Fuglaflensan er komin til Sviss. Þarlend yfirvöld greindu frá því í gær að veira af H5 stofninum hefði greinst í dauðri önd í Genf. Veiran hefur ekki áður greinst í Sviss, en ekki liggur enn fyrir hvort um mannskæða stofninn H5N1 er að ræða. 27.2.2006 07:14 Samningsdrög á borðinu Íranar og Rússar hafa gert grundvallarsamkomulagi um samvinnu ríkjanna um auðgun úrans. Fulltrúar ríkjanna funduðu í Íran í dag. Rússar hafa boðist til að taka að sér auðgun úrans fyrir Írana. 26.2.2006 19:36 Fangar taka yfir rammgirt fangelsi Mörg hundruð fangar hafa tekið völdin í tveimur álmum í einu rammgirtasta fangelsi Afganistans. Þar eru tæplega tvö þúsund fangar í haldi nú og stefnt að því að flytja um hundrað meinta hryðjuverkamenn þangað úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. 26.2.2006 19:30 Arroyo ekki hólpin enn Öryggissveitir á Filippseyjum hafa girt af höfuðstöðvar landgönguliðs hersins yfirmanni þess hefur verið vikið úr embætti. Hann hvatt í dag Filippseyinga til að hafa að engu bann við fjöldasamkomum í landinu og styðja meinta landráðamenn. 26.2.2006 19:00 Hamas-liðar vilja vinna með Abbas Líkur eru á að Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segi af sér takist honum ekki fá Hamas-samtökin, sigurvegara þingkosninganna í síðasta mánuði, til að fara að kröfum alþjóðsamfélagsins. Ismail Haniey, forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna, sagði í dag Hamas-liðar vildu vinna með Abbas. 26.2.2006 18:45 Sharon 78 ára í dag Engin breyting virðist á líðan Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, en hann er 78 ára í dag. Hann liggur enn í dái á sjúkarhúsi í Jerúsalem eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall snemma í síðasta mánuði. 26.2.2006 17:30 Hluti fengsins fundinn Breska lögreglan hefur staðfest að hún hafi fundið jafnvirði rúmlega 150 milljóna króna sem talið er að séu hluti af sex milljarða króna fengnum úr langstærsta ráni í sögu Bretlands. Peningarnir fundust í hvítum sendibíl sem lögregla fann á bílastæði á föstudagskvöld. 26.2.2006 17:15 Fuglaflensa greinist í Sviss Fuglaflensa hefur greinst í Sviss og er nú verið að rannsaka hvort hún er af hinum hættulega H5N1 stofni. Svissnesk yfirvöld staðfestu þetta nú síðdegis. Ekki liggur fyrir hvað tegund af fugli hefur sýkst. 26.2.2006 17:00 Höfuðstöðvar landgönguliðsins girtar af Óeirðalögregla girti af höfuðstöðvar landgönguliðs hersins á Filippseyjum í dag eftir að Renato Miranda, yfirmaður þess, hvatti Filippseyinga til að brjóta bann gegn fjöldafundum. Hann hvetur almenning til að koma sama til að styðja þá herforingja sem voru handteknir fyrir helgi, grunaðir um að hafa lagt á ráðinn um að ræna völdum í landinu. 26.2.2006 14:45 Fangar taka yfir fangelsi í Kabúl Fangar í einu rammgirtasta fangelsi í Kabúl, höfuðborg Afganistan, hafa tekið yfir hluta þess að því er yfirvöld þar í landi upplýstu í dag. Fjölmargir afganskir hermenn voru fluttir á staðinn í morgun en í Policharki-fangelsi eru 1300 fangar, þar á meðal liðsmenn al-Kaída samtakanna og Talíbanar. 26.2.2006 14:15 Ódæðismennirnir særðust sjálfir Að minnsta kosti fimm létu lífið og þrír særðust þegar bílsprengja sprakk á strætóstóð í bænum Hilla suður af Bagdad í Írak í morgun. Þrír særðust þegar önnur sprengja sprakk skömmu síðar í mosku sjía-múslima í Basra. Sprengjan sprakk nánast í höndum mannanna sem voru að koma henni fyrir og því voru það aðeins þeir sem særðust. Óttast er að borgarastyrjöld kunni að vera yfirvofani í Írak. 26.2.2006 13:15 Rannsókn miðar vel Breska lögreglan upplýsti í morgun að hún hefði fundið byssur, hlífðarbúnað og grímur í sendiferðabíl sem fannst fyrir utan hótel í fyrradag. Talið er að búnaðurinn tengist einu stærsta ráni í sögu Bretlands sem framið var í fjárhirslu á miðvikudag. Tveir menn á fertugs og sextugsaldri eru í haldi lögreglu vegna málsins. 26.2.2006 12:54 Abbas gæti hætt ef Hamas-liðar breyta ekki stefnu sinni Líkur eru á að Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segi af sér takist honum ekki fá Hamas-samtökin, sigurvegara þingkosninganna í síðasta mánuði, til að fara að kröfum alþjóðsamfélagsins. Abbas fer þess á leit við ríki heims að snúa ekki baki við Palestínumönnum í refsingarskyni fyrir lýðræðislegt val þeirra. 26.2.2006 12:00 Bílsprengja í Hilla Bílsprengja sprakk á strætóstöð í bænum Hilla suður af Bagdad í Írak í morgun. Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og þrír særðust. Enn er útgöngubann í Bagdad, þriðja daginn í röð. 26.2.2006 11:00 Nýnasistar ganga um blökkumannahverfi í Flórída Til átaka kom milli nýnasista og andstæðinga þeirra á Flórída í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Lögregla handtók 17 þeirra. Nýnasistarnir höfðu safnast saman til mótmæla í hverfi þar sem meirihluti íbúa eru blökkumenn. 26.2.2006 10:52 Oprah Winfrey fær tilnefningu Tilnefningar til friðarverðlauna Nóbels árið 2006 eru 191 talsins. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri verið tilnefndir, en það var í fyrra þegar 199 voru tilnefndir. 26.2.2006 04:30 Hálf öld frá leyniræðu Krútsjovs Hálf öld er í dag frá því að Nikíta Krútsjov, þáverandi aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, steig í pontu á tuttugasta landsþingi flokksins og ræddi grimmdarstjórn Jósefs Stalíns. Ræðan var flutt á bak við luktar dyr og var haldið leyndri. Þrátt fyrir það lak hún út og olli miklu fjaðrafoki. 25.2.2006 19:00 Úrslitum forsetakosninga í Úganda mótmælt Yoweri Museveni forseti Úganda var endurkjörinn með talsverðum meirihluta atkvæða í kosningum sem fram fóru á fimmtudag. Kjörstjórn landsins tilkynnti þetta í dag. Stjórnandstæðingar mótmæltu í úrslitunum í dag og sögðu brögð vera í tafli. 25.2.2006 18:45 Textílverkamenn létu lífið þegar bygging hrundi Að minnsta kosti 9 létu lífið og um 50 slösuðust þegar textílverksmiðja hrundi í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í morgun. Um 150 manns voru að störfum í verksmiðjunni þegar hún tók að gefa sig. Þetta er annað mannskæða slysið í textílverksmiðju í Bangladesh á þremur dögum. Í fyrradag létu 54 verkamenn lífið og minnst 60 slösuðust þegar eldur kviknaði í textílverksmiðju í í hafnarborginni Chittagong. 25.2.2006 12:45 H5N1 í innlendum alifuglum í Frakklandi Chirac Frakklandsforseti hvetur landa sína til að sýna stillingu þó hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu hafi greinst í kalkúnum á alifuglabúi í austurhluta landsins. Greiningin fékkst staðfest síðastliðna nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta afbrigði veirunnar greinist í innlendum alifuglum í Evrópusambandsríki. 25.2.2006 12:30 Mannskæð átök í Írak Að minnsta kosti sjö létu lífið og tugir særðust þegar bílsprengja sprakk á fjölförnum markaði í borginni Kerbala í Suður-Írak í morgun. Svo virðist sem sprengjan hafi verið fjarstýrð. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að byssumenn réðust inn í hús í borginni Baquba í Norður-Bagdad og myrtu tólfmanna fjölskyldu sjía múslima. 25.2.2006 12:15 Hluti ránsfengsins fundinn. Líklegt er að breska lörgrelan hafi í gær fundið hluta ránsfengs úr þaulskipulögðu ráni sem framið var í fjárhirslu í bænum Tonbridge í Bretlandi í vikunni. Talið er að ræningjarnir hafi komist undan með jafnvirði allt að sex milljarða íslenskra króna og er ránið sagt það langstærsta í sögu Bretlands. 25.2.2006 11:45 12 manna fjölskylda myrt Að minnsta kosti sjö létu lífið og tugir særðust þegar bílsprengja sprakk fyrir stundu á fjölförnum markaði í borginni Kerbala í Suður-Írak í morgun. Svo virðist sem sprengjan hafi verið fjarstýrð. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að byssumenn réðust inn í hús í borginni Baquba í Norður-Bagdad og myrtu tólfmanna fjölskyldu sjía múslima. 25.2.2006 11:30 Hluti þýfisins fundið Lögreglan á Englandi hefur fundið hluta þýfisins sem ræningjar höfðu á brott með sér þegar þeir rændu peningageymslu í Kent í fyrradag. Þetta er eitt stærsta ránið í sögu Bretlands en ræningjarnir náðu um 50 milljónum punda eða sem nemur hátt í sex milljörðum íslenskra króna. Lögreglan hefur ekki viljað gefa út hversu mikið af fénu er fundið en það fannst í sendiferðabíl 24.2.2006 22:45 Fuglaflensan breiðist hratt út Fjölmörg ný fuglaflensutilfelli, af hinum banvæna H5N1-stofni, voru staðfest víða í Evrópu í dag. Nú er óttast að alifuglar í Þýskalandi og Frakklandi hafi drepist af völdum veirunnnar. 24.2.2006 20:15 Neyðarástandi lýst yfir Gloria Arroyo forseti Filippseyja lýsti yfir neyðarástandi í landinu í dag í kjölfar þess að upplýst var um áætlanir háttsettra hershöfðingja í filippeyska hernum um að ræna völdum. 24.2.2006 20:03 Vikið úr starfi fyrir ummæli um blaðamann af gyðingaættum Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, hefur verið vikið úr starfi í mánuð fyrir ummæli sín um blaðamann af gyðingaættum. Rauði Ken, eins og hann er oft kallaður, bar blaðamanninn saman við fangavörð í útrýmingabúðum nasista. 24.2.2006 15:03 Göran Sonnevi hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Sænska skáldið Göran Sonnevi hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir ljóðasafnið Úthafið eða Oceanen. Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Kristín Marja Baldursdóttir voru tilnefndar af Íslands hálfu, Auður fyrir bókina "Fólkið í kjallaranum" og Kristín Marja fyrir "Karítas - án titils". 24.2.2006 12:45 Neyðarástand á Filipseyjum Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, lýsti yfir neyðarástandi í landinu í morgun eftir að fregnir bárust af því að valdamenn í hernum hafi ætlað að velta henni úr sessi í dag. Tuttugu ár eru á morgun frá því Ferdinand Marcos, þáverandi einræðisherra, flúði í útlegð eftir uppreisn almennings gegn honum. 24.2.2006 12:45 Þrjú handtekin vegna stærsta ráns í sögu Bretlands Þrír hafa verið handteknir vegna ránsins í fjárhirslu Securitas í Kent, skammt utan við London, í fyrradag en þetta er langstærsta rán í sögu Bretlands. Ræningjarnir, sem dulbjuggust sem lögregluþjónar við verknaðinn, komust á brott með allt að sex milljarða íslenskra króna. Rúmlega tvö hundruð milljónum króna hefur verið heitið fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku ræningjanna. 24.2.2006 12:40 Útgöngubann í Bagdad Útgöngubann er nú í gildi allan sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óttast er að borgarastyrjöld sé að brjótast út í landinu en á annað hundrað manns hafa fallið í skærum sjía- og súnní-múslima undanfarna daga. 24.2.2006 12:28 Mannskæður bruni í textílverksmiðju í Bangladesh Að minnsta kosti 52 létu lífið og 150 slösuðust þegar eldur kviknaði í textílverksmiðju í suð-austur hluta Bangladesh í gærkvöldi. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá neista úr rafmagnsverkfæri og jókst hann þegar rafall og gufuketill sprungu. 24.2.2006 10:30 Enn átök fyrir Rolling Stones tónleika Að minnsta kosti 20 slösuðust og 50 voru handteknir þegar til átaka kom milli lögreglu og æstra aðdáenda hljómsveitarinnar Rolling Stones í Buenos Aires í Argentínu í gær, annað kvöldið í röð. 24.2.2006 10:00 Fuglaflensa í innlendum alifuglum í Frakklandi Fuglaflensa hefur greinst í fuglum á kalkúnabúi í Frakklandi. Dominique Busseraeu, landbúnaðarráðherra, staðfesti þetta í morgun. Hann sagði verið að rannsaka hvort um hið hættulega H5N1 afbrigði væri að ræða. Verði það staðfest yrði það í fyrsta sinn sem það hættulega afbrigði greindist í innlendum alifuglum í Evrópusambandsríki. 24.2.2006 09:45 Nýstárleg auglýsingaherferð Ástralir hafa ákveðið að beita nokkuð nýstárlegri aðferð við laða ferðamenn til landsins. Rauði þráðurinn í auglýsingaherferðinni, sem ráðherra ferðamála í Ástralíu kynnti í gær, eru blótsyrði. Yfirskrift herferðarinnar er "Hvar í andskotanum eruð þið?". 24.2.2006 09:45 Útgöngubann í Bagdad Óttast er að borgarastyrjöld sé að brjótast út í Írak en á annað hundrað manns hafa fallið í skærum síja- og súnní-múslima undanfarna daga. Ákveðið hefur verið að útgöngubann sem gildir á nóttunni í Bagdad gildi nú allan sólarhringinn. 24.2.2006 09:08 Handtekin vegna stærsta ráns í sögu Bretlands Kona og maður hafa verið handtekin vegna ránsins í fjárhirslu Securitas í Kent, skammt utan við London, í fyrradag en þetta er langstærsta rán sem framið hefur verið í sögu Bretlands. Ræningjarnir, sem dulbjuggust sem lögregluþjónar við verknaðinn, komust á brott með jafnvirði allt að 6 milljarða íslenskra króna. Jafnvirði rúmlega 200 milljóna króna hefur verið heitið fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku ræningjanna. 24.2.2006 08:52 Minningarathöfn í París Jacques Chirac, forseti Frakklands, og fleiri stjórnmálamenn og trúarleiðtogar þar í landi tóku í gær þátt í minningarathöfn um ungan mann af gyðingaættum sem fannst nær dauða en lífi á sorphaugum í París í síðustu viku. Pilturinn lést á leið á spítala en honum var rænt þremur vikum áður og hafði verið haldið föngnum í kjallara húss í úthverfi Parísar. 24.2.2006 07:45 Neyðarástand á Filipseyjum Gloria Arroyo, forseti Filipseyja, lýsti yfir neyðarástandi í landinu í morgun eftir að fregnir bárust af því að valdamenn í hernum hafi ætlað að velta henni úr sessi í dag. Auk þess söfnuðust íbúar í höfuðborginni, Manila, saman í morgun til að mótmæla ástandinu í landinu. Fólki hafi verið bannað að koma saman á tiltekinni götu í borginni en það bann var virt að vettugi. 24.2.2006 07:30 Blóðbönd frumsýnd í kvöld Íslenska kvikmyndin Blóðbönd verður frumsýnd í kvöld klukkan sex, en þetta er frumraun Árna Ólafs Ásgeirssonar sem leikstjóra. Kvikmyndin er talin vera með þeim dýrustu sem framleiddar hafa verið hérlendis og kostaði um níutíu milljónir króna. Það er fyrirtæki Snorra Þórissonar, Pegasus sem framleiðir myndina. 24.2.2006 07:17 Langstærsta rán í sögu Bretlands Ævintýralegt rán var framið á Englandi í fyrrinótt þar sem stolið var jafnvirði fimm milljarða íslenskra króna í beinhörðum peningum. Lögregla leitar ræningjanna ákaft en þeir virðast hafa falið slóð sína fullkomlega. Það var í fyrrakvöld sem ræningjarnir, dulbúnir sem lögregluþjónar, stöðvuðu yfirmann fjárgeymslu Securitas í Kent, skammt utan við Lundúnir, þar sem Englandsbanki geymir seðla sína. 23.2.2006 22:00 49 manns krömdust til bana Í það minnsta 49 manns krömdust til bana og þrjátíu til viðbótar slösuðust þegar þak yfir markaðstorgi í Moskvu hrundi í morgun. Snjóþyngsli eru talin líklegasta skýringin á slysinu en lögreglan útilokar ekki hönnunargalla. Vanalega er ys og þys á þessum yfirbyggða markaði í Moskvu en í dag hefur verið þar ömurlegt um að litast. 23.2.2006 21:15 Einn hefur verið handtekinn Ævintýralegt rán var framið á Englandi í fyrrinótt þar sem stolið var jafnvirði fimm milljarða íslenskra króna í beinhörðum peningum. Lögregla leitar ræningjanna ákaft og hefur einn verið handtekinn. 23.2.2006 19:09 Sjá næstu 50 fréttir
Gripið í rassinn Kólumbískur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að grípa í afturenda konu sem hann hjólaði fram hjá. Að sögn BBC hjólaði maðurinn í burtu eftir rassgripið en komst ekki langt áður en hann var gripinn af öðrum vegfarendum. 27.2.2006 08:00
Útgöngubanni aflétt í Bagdad Útgöngubanni var í morgun aflétt í Bagdad, höfuðborg Íraks, eftir hrinu árása í kjölfar sprengingar við al-Askari moskuna, einn heilagasta stað sjía, í síðustu viku. 27.2.2006 07:45
Fuglaflensa finnst í Sviss Fuglaflensan er komin til Sviss. Þarlend yfirvöld greindu frá því í gær að veira af H5 stofninum hefði greinst í dauðri önd í Genf. Veiran hefur ekki áður greinst í Sviss, en ekki liggur enn fyrir hvort um mannskæða stofninn H5N1 er að ræða. 27.2.2006 07:14
Samningsdrög á borðinu Íranar og Rússar hafa gert grundvallarsamkomulagi um samvinnu ríkjanna um auðgun úrans. Fulltrúar ríkjanna funduðu í Íran í dag. Rússar hafa boðist til að taka að sér auðgun úrans fyrir Írana. 26.2.2006 19:36
Fangar taka yfir rammgirt fangelsi Mörg hundruð fangar hafa tekið völdin í tveimur álmum í einu rammgirtasta fangelsi Afganistans. Þar eru tæplega tvö þúsund fangar í haldi nú og stefnt að því að flytja um hundrað meinta hryðjuverkamenn þangað úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. 26.2.2006 19:30
Arroyo ekki hólpin enn Öryggissveitir á Filippseyjum hafa girt af höfuðstöðvar landgönguliðs hersins yfirmanni þess hefur verið vikið úr embætti. Hann hvatt í dag Filippseyinga til að hafa að engu bann við fjöldasamkomum í landinu og styðja meinta landráðamenn. 26.2.2006 19:00
Hamas-liðar vilja vinna með Abbas Líkur eru á að Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segi af sér takist honum ekki fá Hamas-samtökin, sigurvegara þingkosninganna í síðasta mánuði, til að fara að kröfum alþjóðsamfélagsins. Ismail Haniey, forsætisráðherraefni Hamas-samtakanna, sagði í dag Hamas-liðar vildu vinna með Abbas. 26.2.2006 18:45
Sharon 78 ára í dag Engin breyting virðist á líðan Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, en hann er 78 ára í dag. Hann liggur enn í dái á sjúkarhúsi í Jerúsalem eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall snemma í síðasta mánuði. 26.2.2006 17:30
Hluti fengsins fundinn Breska lögreglan hefur staðfest að hún hafi fundið jafnvirði rúmlega 150 milljóna króna sem talið er að séu hluti af sex milljarða króna fengnum úr langstærsta ráni í sögu Bretlands. Peningarnir fundust í hvítum sendibíl sem lögregla fann á bílastæði á föstudagskvöld. 26.2.2006 17:15
Fuglaflensa greinist í Sviss Fuglaflensa hefur greinst í Sviss og er nú verið að rannsaka hvort hún er af hinum hættulega H5N1 stofni. Svissnesk yfirvöld staðfestu þetta nú síðdegis. Ekki liggur fyrir hvað tegund af fugli hefur sýkst. 26.2.2006 17:00
Höfuðstöðvar landgönguliðsins girtar af Óeirðalögregla girti af höfuðstöðvar landgönguliðs hersins á Filippseyjum í dag eftir að Renato Miranda, yfirmaður þess, hvatti Filippseyinga til að brjóta bann gegn fjöldafundum. Hann hvetur almenning til að koma sama til að styðja þá herforingja sem voru handteknir fyrir helgi, grunaðir um að hafa lagt á ráðinn um að ræna völdum í landinu. 26.2.2006 14:45
Fangar taka yfir fangelsi í Kabúl Fangar í einu rammgirtasta fangelsi í Kabúl, höfuðborg Afganistan, hafa tekið yfir hluta þess að því er yfirvöld þar í landi upplýstu í dag. Fjölmargir afganskir hermenn voru fluttir á staðinn í morgun en í Policharki-fangelsi eru 1300 fangar, þar á meðal liðsmenn al-Kaída samtakanna og Talíbanar. 26.2.2006 14:15
Ódæðismennirnir særðust sjálfir Að minnsta kosti fimm létu lífið og þrír særðust þegar bílsprengja sprakk á strætóstóð í bænum Hilla suður af Bagdad í Írak í morgun. Þrír særðust þegar önnur sprengja sprakk skömmu síðar í mosku sjía-múslima í Basra. Sprengjan sprakk nánast í höndum mannanna sem voru að koma henni fyrir og því voru það aðeins þeir sem særðust. Óttast er að borgarastyrjöld kunni að vera yfirvofani í Írak. 26.2.2006 13:15
Rannsókn miðar vel Breska lögreglan upplýsti í morgun að hún hefði fundið byssur, hlífðarbúnað og grímur í sendiferðabíl sem fannst fyrir utan hótel í fyrradag. Talið er að búnaðurinn tengist einu stærsta ráni í sögu Bretlands sem framið var í fjárhirslu á miðvikudag. Tveir menn á fertugs og sextugsaldri eru í haldi lögreglu vegna málsins. 26.2.2006 12:54
Abbas gæti hætt ef Hamas-liðar breyta ekki stefnu sinni Líkur eru á að Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, segi af sér takist honum ekki fá Hamas-samtökin, sigurvegara þingkosninganna í síðasta mánuði, til að fara að kröfum alþjóðsamfélagsins. Abbas fer þess á leit við ríki heims að snúa ekki baki við Palestínumönnum í refsingarskyni fyrir lýðræðislegt val þeirra. 26.2.2006 12:00
Bílsprengja í Hilla Bílsprengja sprakk á strætóstöð í bænum Hilla suður af Bagdad í Írak í morgun. Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og þrír særðust. Enn er útgöngubann í Bagdad, þriðja daginn í röð. 26.2.2006 11:00
Nýnasistar ganga um blökkumannahverfi í Flórída Til átaka kom milli nýnasista og andstæðinga þeirra á Flórída í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Lögregla handtók 17 þeirra. Nýnasistarnir höfðu safnast saman til mótmæla í hverfi þar sem meirihluti íbúa eru blökkumenn. 26.2.2006 10:52
Oprah Winfrey fær tilnefningu Tilnefningar til friðarverðlauna Nóbels árið 2006 eru 191 talsins. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri verið tilnefndir, en það var í fyrra þegar 199 voru tilnefndir. 26.2.2006 04:30
Hálf öld frá leyniræðu Krútsjovs Hálf öld er í dag frá því að Nikíta Krútsjov, þáverandi aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, steig í pontu á tuttugasta landsþingi flokksins og ræddi grimmdarstjórn Jósefs Stalíns. Ræðan var flutt á bak við luktar dyr og var haldið leyndri. Þrátt fyrir það lak hún út og olli miklu fjaðrafoki. 25.2.2006 19:00
Úrslitum forsetakosninga í Úganda mótmælt Yoweri Museveni forseti Úganda var endurkjörinn með talsverðum meirihluta atkvæða í kosningum sem fram fóru á fimmtudag. Kjörstjórn landsins tilkynnti þetta í dag. Stjórnandstæðingar mótmæltu í úrslitunum í dag og sögðu brögð vera í tafli. 25.2.2006 18:45
Textílverkamenn létu lífið þegar bygging hrundi Að minnsta kosti 9 létu lífið og um 50 slösuðust þegar textílverksmiðja hrundi í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í morgun. Um 150 manns voru að störfum í verksmiðjunni þegar hún tók að gefa sig. Þetta er annað mannskæða slysið í textílverksmiðju í Bangladesh á þremur dögum. Í fyrradag létu 54 verkamenn lífið og minnst 60 slösuðust þegar eldur kviknaði í textílverksmiðju í í hafnarborginni Chittagong. 25.2.2006 12:45
H5N1 í innlendum alifuglum í Frakklandi Chirac Frakklandsforseti hvetur landa sína til að sýna stillingu þó hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu hafi greinst í kalkúnum á alifuglabúi í austurhluta landsins. Greiningin fékkst staðfest síðastliðna nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta afbrigði veirunnar greinist í innlendum alifuglum í Evrópusambandsríki. 25.2.2006 12:30
Mannskæð átök í Írak Að minnsta kosti sjö létu lífið og tugir særðust þegar bílsprengja sprakk á fjölförnum markaði í borginni Kerbala í Suður-Írak í morgun. Svo virðist sem sprengjan hafi verið fjarstýrð. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að byssumenn réðust inn í hús í borginni Baquba í Norður-Bagdad og myrtu tólfmanna fjölskyldu sjía múslima. 25.2.2006 12:15
Hluti ránsfengsins fundinn. Líklegt er að breska lörgrelan hafi í gær fundið hluta ránsfengs úr þaulskipulögðu ráni sem framið var í fjárhirslu í bænum Tonbridge í Bretlandi í vikunni. Talið er að ræningjarnir hafi komist undan með jafnvirði allt að sex milljarða íslenskra króna og er ránið sagt það langstærsta í sögu Bretlands. 25.2.2006 11:45
12 manna fjölskylda myrt Að minnsta kosti sjö létu lífið og tugir særðust þegar bílsprengja sprakk fyrir stundu á fjölförnum markaði í borginni Kerbala í Suður-Írak í morgun. Svo virðist sem sprengjan hafi verið fjarstýrð. Árásin var gerð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að byssumenn réðust inn í hús í borginni Baquba í Norður-Bagdad og myrtu tólfmanna fjölskyldu sjía múslima. 25.2.2006 11:30
Hluti þýfisins fundið Lögreglan á Englandi hefur fundið hluta þýfisins sem ræningjar höfðu á brott með sér þegar þeir rændu peningageymslu í Kent í fyrradag. Þetta er eitt stærsta ránið í sögu Bretlands en ræningjarnir náðu um 50 milljónum punda eða sem nemur hátt í sex milljörðum íslenskra króna. Lögreglan hefur ekki viljað gefa út hversu mikið af fénu er fundið en það fannst í sendiferðabíl 24.2.2006 22:45
Fuglaflensan breiðist hratt út Fjölmörg ný fuglaflensutilfelli, af hinum banvæna H5N1-stofni, voru staðfest víða í Evrópu í dag. Nú er óttast að alifuglar í Þýskalandi og Frakklandi hafi drepist af völdum veirunnnar. 24.2.2006 20:15
Neyðarástandi lýst yfir Gloria Arroyo forseti Filippseyja lýsti yfir neyðarástandi í landinu í dag í kjölfar þess að upplýst var um áætlanir háttsettra hershöfðingja í filippeyska hernum um að ræna völdum. 24.2.2006 20:03
Vikið úr starfi fyrir ummæli um blaðamann af gyðingaættum Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, hefur verið vikið úr starfi í mánuð fyrir ummæli sín um blaðamann af gyðingaættum. Rauði Ken, eins og hann er oft kallaður, bar blaðamanninn saman við fangavörð í útrýmingabúðum nasista. 24.2.2006 15:03
Göran Sonnevi hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Sænska skáldið Göran Sonnevi hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í ár fyrir ljóðasafnið Úthafið eða Oceanen. Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Kristín Marja Baldursdóttir voru tilnefndar af Íslands hálfu, Auður fyrir bókina "Fólkið í kjallaranum" og Kristín Marja fyrir "Karítas - án titils". 24.2.2006 12:45
Neyðarástand á Filipseyjum Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, lýsti yfir neyðarástandi í landinu í morgun eftir að fregnir bárust af því að valdamenn í hernum hafi ætlað að velta henni úr sessi í dag. Tuttugu ár eru á morgun frá því Ferdinand Marcos, þáverandi einræðisherra, flúði í útlegð eftir uppreisn almennings gegn honum. 24.2.2006 12:45
Þrjú handtekin vegna stærsta ráns í sögu Bretlands Þrír hafa verið handteknir vegna ránsins í fjárhirslu Securitas í Kent, skammt utan við London, í fyrradag en þetta er langstærsta rán í sögu Bretlands. Ræningjarnir, sem dulbjuggust sem lögregluþjónar við verknaðinn, komust á brott með allt að sex milljarða íslenskra króna. Rúmlega tvö hundruð milljónum króna hefur verið heitið fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku ræningjanna. 24.2.2006 12:40
Útgöngubann í Bagdad Útgöngubann er nú í gildi allan sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óttast er að borgarastyrjöld sé að brjótast út í landinu en á annað hundrað manns hafa fallið í skærum sjía- og súnní-múslima undanfarna daga. 24.2.2006 12:28
Mannskæður bruni í textílverksmiðju í Bangladesh Að minnsta kosti 52 létu lífið og 150 slösuðust þegar eldur kviknaði í textílverksmiðju í suð-austur hluta Bangladesh í gærkvöldi. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá neista úr rafmagnsverkfæri og jókst hann þegar rafall og gufuketill sprungu. 24.2.2006 10:30
Enn átök fyrir Rolling Stones tónleika Að minnsta kosti 20 slösuðust og 50 voru handteknir þegar til átaka kom milli lögreglu og æstra aðdáenda hljómsveitarinnar Rolling Stones í Buenos Aires í Argentínu í gær, annað kvöldið í röð. 24.2.2006 10:00
Fuglaflensa í innlendum alifuglum í Frakklandi Fuglaflensa hefur greinst í fuglum á kalkúnabúi í Frakklandi. Dominique Busseraeu, landbúnaðarráðherra, staðfesti þetta í morgun. Hann sagði verið að rannsaka hvort um hið hættulega H5N1 afbrigði væri að ræða. Verði það staðfest yrði það í fyrsta sinn sem það hættulega afbrigði greindist í innlendum alifuglum í Evrópusambandsríki. 24.2.2006 09:45
Nýstárleg auglýsingaherferð Ástralir hafa ákveðið að beita nokkuð nýstárlegri aðferð við laða ferðamenn til landsins. Rauði þráðurinn í auglýsingaherferðinni, sem ráðherra ferðamála í Ástralíu kynnti í gær, eru blótsyrði. Yfirskrift herferðarinnar er "Hvar í andskotanum eruð þið?". 24.2.2006 09:45
Útgöngubann í Bagdad Óttast er að borgarastyrjöld sé að brjótast út í Írak en á annað hundrað manns hafa fallið í skærum síja- og súnní-múslima undanfarna daga. Ákveðið hefur verið að útgöngubann sem gildir á nóttunni í Bagdad gildi nú allan sólarhringinn. 24.2.2006 09:08
Handtekin vegna stærsta ráns í sögu Bretlands Kona og maður hafa verið handtekin vegna ránsins í fjárhirslu Securitas í Kent, skammt utan við London, í fyrradag en þetta er langstærsta rán sem framið hefur verið í sögu Bretlands. Ræningjarnir, sem dulbjuggust sem lögregluþjónar við verknaðinn, komust á brott með jafnvirði allt að 6 milljarða íslenskra króna. Jafnvirði rúmlega 200 milljóna króna hefur verið heitið fyrir upplýsingar sem leitt gætu til handtöku ræningjanna. 24.2.2006 08:52
Minningarathöfn í París Jacques Chirac, forseti Frakklands, og fleiri stjórnmálamenn og trúarleiðtogar þar í landi tóku í gær þátt í minningarathöfn um ungan mann af gyðingaættum sem fannst nær dauða en lífi á sorphaugum í París í síðustu viku. Pilturinn lést á leið á spítala en honum var rænt þremur vikum áður og hafði verið haldið föngnum í kjallara húss í úthverfi Parísar. 24.2.2006 07:45
Neyðarástand á Filipseyjum Gloria Arroyo, forseti Filipseyja, lýsti yfir neyðarástandi í landinu í morgun eftir að fregnir bárust af því að valdamenn í hernum hafi ætlað að velta henni úr sessi í dag. Auk þess söfnuðust íbúar í höfuðborginni, Manila, saman í morgun til að mótmæla ástandinu í landinu. Fólki hafi verið bannað að koma saman á tiltekinni götu í borginni en það bann var virt að vettugi. 24.2.2006 07:30
Blóðbönd frumsýnd í kvöld Íslenska kvikmyndin Blóðbönd verður frumsýnd í kvöld klukkan sex, en þetta er frumraun Árna Ólafs Ásgeirssonar sem leikstjóra. Kvikmyndin er talin vera með þeim dýrustu sem framleiddar hafa verið hérlendis og kostaði um níutíu milljónir króna. Það er fyrirtæki Snorra Þórissonar, Pegasus sem framleiðir myndina. 24.2.2006 07:17
Langstærsta rán í sögu Bretlands Ævintýralegt rán var framið á Englandi í fyrrinótt þar sem stolið var jafnvirði fimm milljarða íslenskra króna í beinhörðum peningum. Lögregla leitar ræningjanna ákaft en þeir virðast hafa falið slóð sína fullkomlega. Það var í fyrrakvöld sem ræningjarnir, dulbúnir sem lögregluþjónar, stöðvuðu yfirmann fjárgeymslu Securitas í Kent, skammt utan við Lundúnir, þar sem Englandsbanki geymir seðla sína. 23.2.2006 22:00
49 manns krömdust til bana Í það minnsta 49 manns krömdust til bana og þrjátíu til viðbótar slösuðust þegar þak yfir markaðstorgi í Moskvu hrundi í morgun. Snjóþyngsli eru talin líklegasta skýringin á slysinu en lögreglan útilokar ekki hönnunargalla. Vanalega er ys og þys á þessum yfirbyggða markaði í Moskvu en í dag hefur verið þar ömurlegt um að litast. 23.2.2006 21:15
Einn hefur verið handtekinn Ævintýralegt rán var framið á Englandi í fyrrinótt þar sem stolið var jafnvirði fimm milljarða íslenskra króna í beinhörðum peningum. Lögregla leitar ræningjanna ákaft og hefur einn verið handtekinn. 23.2.2006 19:09