Fleiri fréttir Uppreisnarmenn skutu flugskeytum Palestínskir uppreisnarmenn skutu flugskeytum frá Gaza yfir landamærin í dag. 24.10.2005 16:52 Sprengingar við hótel fréttamanna í Bagdad Að minnsta kosti tólf manns létu lífið þegar þrjár sprengjur sprungu við tvö hótel erlendra fréttamanna í Bagdad í dag. Sprengjurnar sprungu við Sheraton-hótelið og Palestínska-hótelið, sem standa hlið við hlið í miðri borginni. 24.10.2005 16:06 Kaczynski fékk 54 prósent atkvæða Endanlegar niðurstöður liggja nú fyrir í pólsku forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Eins og áður hafði verið greint frá fór Lech Kaczynski, borgarstjóri í Varsjá, með sigur af hólmi, en hann hlaut 54 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Donald Tusk 46 prósent. 24.10.2005 13:45 ESB leggur fram meira fé vegna hamfara Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leggja fram 80 milljónir evra, um 5,8 milljarða króna, til að aðstoða fórnalömb hamfaranna í Pakistan. Þetta var ákveðið á fundi í dag. 24.10.2005 13:20 Florida Keys á kaf? Óttast er að Flórída Keys eyjaklasinn fari á kaf þegar fellibylurinn Wilma fer þar yfir síðar í dag eða á morgun. Um allt Flórída fylki hefur verið varað við hvirfilbyljum síðan í nótt. 24.10.2005 11:31 Unglingur skotinn til bana Átján ára unglingur lést af skotsárum sínum í Birmingham í gærkvöld, en þar blossuðu upp óeirðir á milli afrískra og asískra ungmenna um helgina með þeim afleiðingum að einn var stunginn til bana á laugardagskvöld. 24.10.2005 10:30 Dúfur finnast dauðar í Ungverjalandi Átján dúfur fundust dauðar í bænum Szegend í Ungverjalandi, nærri landamærunum að Rúmeníu og Serbíu, um helgina en ekki hefur fengist staðfest hvort þær létust úr fuglaflensu. Frá þessu greinir MTI-fréttastöðin í Ungverjalandi. 24.10.2005 10:00 Eldgos á Galapagoseyjum Eldfjallið Sierra Negra á Galapagoseyjum byrjaði í gær að gjósa með miklum látum. Eldtungurnar úr hinu fimmtán hundruð metra háa fjalli breiddust um stórt svæði, en íbúar í nágrenninu eru þó ekki taldir í hættu. 24.10.2005 09:30 Þriðja tilfellið í Rússlandi Fuglaflensa hefur greinst á ný í evrópska hluta Rússlands. Yfirvöld hafa staðfest að H5N1 stofn fuglaflensunnar hafi greinst í Tambov, fjögur hundruð kílómetra suðaustur af Moskvu. 24.10.2005 09:30 Danskir múslimar ævareiðir Mótmæli danskra múslima vegna birtinga skopmynda af spámanninum Múhammeð, í Jyllandsposten, í lok september hefur nú teygt sig út fyrir dönsk landamæri. 24.10.2005 09:15 Vilja refsa Sýrlendingum fyrir morðið á Hariri Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands vilja að gripið verði til aðgerða gegn Sýrlendingum vegna morðsins á Rafik Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. 24.10.2005 09:00 Kaczynski næsti forseti landsins Lech Kaczynski verður næsti forseti Póllands, en þegar 91 prósent atkvæða í forsetakosningum um helgina hafa verið talin hefur hann fengið 55 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Donald Tusk, 45 prósent. 24.10.2005 08:45 Ísraelsher drepur háttsettan mann innan Íslamska jihad Ísraelskar hersveitir drápu háttsettan mann innan herskáu samtakanna Íslamska jihad í aðgerðum á Vesturbakkanum í dag. Frá þessu var greint í ísraelsku útvarpi. 24.10.2005 08:30 Loka landamærum ef fuglaflensa berst milli manna Kínverjar munu loka öllum landamærum að landinu ef upp kemur tilvik af fuglaflensu sem smitast beint á milli manna. Yfirmenn heilbrigðismála segja að björgun mannslífa muni hafa algjöran forgang, jafnvel þó að það muni verða efnahag landsins til mikils trafala. 24.10.2005 08:00 Enn skelfur jörð Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók hamfarasvæðin í Suður-Asíu í gærkvöld, rúmum tveimur vikum eftir að stór skjálfti reið þar yfir með þeim afleiðingum að tugir þúsunda létu lífið. 24.10.2005 07:43 Stefnir á Flórída Meirihluti íbúa Florida Keys eyjaklasans hefur neitað að yfirgefa heimili sín, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir yfirvalda vegna fellibylsins Wilmu, sem hefur styrkst á ný og nær þar landi upp úr hádeginu í dag. 24.10.2005 07:27 Börn dóu í sprengjuárás Háttsettur lögregluforingi í borginni Tikrit í Írak beið bana í sprengjuárás í gær ásamt tveimur ungum sonum sínum. Tvær telpur sem sátu í nálægri bifreið létust jafnframt í tilræðinu. Alls fórust tuttugu Írakar í árásum gærdagsins, þar á meðal tveir í Kirkuk þegar bifreið sem hlaðin var sprengiefni var ekið inn í bílalest bandarískra hermanna. Hermennirnir sluppu hins vegar með skrámur. 24.10.2005 06:30 Sjálfala í allt að sex vikur Litli drengurinn sem fannst hungraður og illa til reika í íbúð í Leith á dögunum með látinni móður er talinn hafa verið einn á báti í allt að sex vikur, ekki í tvær eins og fyrst var talið. Lögreglurannsókn hefur leitt í ljós að móðir drengsins, sem er þriggja ára, sást síðast á lífi 1. september og því útilokar lögregla ekki að snáðinn hafi síðan þá dregið fram lífið á kexi og safa sem var til íbúðinni. Líðan drengsins er sögð furðu góð miðað við aðstæður. 24.10.2005 06:00 Átök við flóttamannabúðir Fjórir slösuðust í átökum sem brutust út á milli líbanskra skæruliða og herskárra Palestínumanna við flóttamannabúðir nærri Sídon. Að sögn al-Jaazera sjónvarpsstöðvarinnar eru slíkir bardagar allalgengir en líbönsk yfirvöld hafa litla stjórn á búðum sem þessum. 24.10.2005 05:30 Stafirnir í stafrófinu búnir Fellibylurinn Wilma yfirgaf loks Mexíkó í gær og hélt sem leið lá í átt til Flórídaríkis. Aldrei hafa jafn margir fellibyljir geisað á þessum slóðum á einu ári. Wilma hefur gert mikinn óskunda í löndunum við Mexíkóflóa undanfarna daga. 24.10.2005 05:00 Manni banað með hnífi Maður var stunginn til bana þegar átök brutust út í Birmingham í Englandi í fyrrakvöld. Upphaf ólgunnar má rekja til fundar sem boðað hafði verið til vegna árásar á 14 ára gamla stúlku, sem sagt er að hafi verið nauðgað af asískum innflytjendum. 24.10.2005 04:30 Kominn til Flórída Fellibylurinn Wilma mjakaði sér frá Mexíkó til Flórídaríkis í Bandaríkjunum í gær. Íbúar á hættusvæðum hafa flestir haft sig á brott. "Bærinn sem við búum í er núna eins og draugabær, það eru allir farnir. Hér er samt núna 28 stiga hiti og sólskin og þægileg hafgola. Eftir nokkrar klukkustundir skellur hins vegar veðrið hérna á. Við erum að fara að forða okkur til Fort Lauderdale," sagði Ingvi Hrafn Jónsson fréttamaður sem staddur var á í Key Largo, syðst í Flórída, síðdegis í gær. 24.10.2005 04:30 H5N1-stofninn ekki á ferðinni Öndin sem drapst úr fuglaflensu í Svíþjóð í vikunni var ekki smituð af hinum illvíga H5N1-stofni veikinnar. Alls hefur 61 maður látist úr fuglaflensu af H5N1-stofni í Asíu en fuglaflensan hefur nú greinst í fimm Evrópulöndum: Rússlandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Króatíu og nú síðast í Svíþjóð. 24.10.2005 04:00 Páfagaukurinn sýktur af H5N1-flensu Bretland Bresk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að banamein páfagauks sem geymdur var í einangrunarstöð í Essex í Englandi var fuglaflensa af H5N1-stofni. Komið var með fuglinn til landsins fyrir nokkru frá Súrínam í Suður-Ameríku og var hann settur í sóttkví með 216 fuglum frá Taívan. 24.10.2005 03:30 Kvaðst vera vitorðsmaður Breska lögreglan handtók um helgina mann sem viðurkenndi í blaðaviðtali að hafa verið í vitorði með mönnunum sem myrtu 52 í sprengjuárásum í Lundúnum 7. júlí. Sunnudagsblaðið News of the World greindi frá því í gær að lögregla í Dewsbury í Vestur-Jórvíkurskíri hefði í fyrradag handtekið Imran Patel eftir ábendingu frá ritstjórn blaðsins, en Patel hafði viðurkennt í samtali við blaðamann að hafa átt að taka þátt í hryðjuverkaárásunum. 24.10.2005 03:00 Þrír dóu þegar brúin hrundi Steypiregn olli því að brú hrundi í Puglia-héraði á sunnanverðri Ítalíu í gær með þeim afleiðingum að þriggja manna fjölskylda sem var í þann mund að aka yfir brúna beið bana. 24.10.2005 03:00 Kaczynski var kjörinn forseti Pólverjar kusu í gær Lech Kazcynski forseta sinn ef marka má útgönguspár. Donald Tusk, keppinautur hans, lýsti sig sigraðan fljótlega eftir að spárnar voru birtar. 24.10.2005 03:00 Al-Kaída hvetur til mannúðar Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jaazera birti í gær ávarp Ayman al-Zawahiri, næstráðanda al-Kaída samtakanna, þar sem hann hvatti múslima til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan. Pakistönsk stjórnvöld hafa aðstoðað Bandaríkjamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum og því vekur yfirlýsingin athygli. 24.10.2005 02:45 Að minnsta kosti tuttugu látnir Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og fjölmargir særðust í Bagdad í dag þegar þrjár bílsprengjur voru sprengdar við hótel sem erlendir fréttamenn dveljast einkum á. 24.10.2005 19:20 Reykingabann í Bretlandi? Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort banna eigi reykingar á öllum opinberum stöðum á Bretlandi. 24.10.2005 13:45 117 taldir af eftir flugslys Nígería Boeing-þota í eigu nígerísks flugfélags fórst í fyrrakvöld með 117 manns skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos. Afar misvísandi fréttir bárust af slysinu framan af gærdeginum. Þotan, sem var af tegundinni Boeing 737 og var í eigu nígeríska flugfélagsins Bellview Airlines, var á leið frá Lagos, stærstu borg landsins, til höfuðborgarinnar Abuja. 24.10.2005 03:00 Að minnsta kosti sjö látnir Minnst sjö manns létu lífið þegar fellibylurinn Wilma gekk yfir Júkatan-skaga í Mexíkó um helgina. Bylurinn stefnir nú í átt að suðurhluta Flórída. Enn ein hitabeltislægðin hefur myndast í Karíbahafi. 23.10.2005 22:00 Ein milljón varð fyrir tjóni Að minnsta kosti ein milljón manna hefur orðið fyrir tjóni þegar fellibylurinn Wilma gekk yfir Mexíkó um helgina. Minnst sex hafa látist í óveðrinu. Alvarlegust er eyðileggingin á ferðamannasvæðinu Cancún en þar eru sjö hundruð þúsund manns talin hafa misst heimili sín. Talið er að þrjú hundruð þúsund manns til viðbótar hafi orðið fyrir einhverjum skaða. 23.10.2005 17:30 Öndin ekki smituð af H5N1 Öndin sem drapst af fuglaflensu í Svíþjóð í vikunni var ekki smituð af H5N1 afbrigði flensunnar sem borist getur í menn. Alls hefur 61 maður látist vegna veirunnar í Asíu en fuglaflensan hefur nú greinst í fimm Evrópulöndum. Rússlandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Króatíu og nú síðast í Svíþjóð. Öndin drapst í Eskiltuna, um 100 kílómetra vestur af Stokkhólmi og var hún smituð af mildara afbrigði veirunnar, samkvæmt niðurstöðum dýralækna. 23.10.2005 17:15 Maður handtekinn í Lundúnum Breska lögreglan hefur handtekið mann sem sagður er hafa verið beðinn um að ganga til liðs við mennina sem sprengdu upp neðanjarðarlestir og strætisvagn í Lundúnum í júlí síðastliðinum. 23.10.2005 14:45 Enginn komst lífs af Nú er ljóst að enginn komst lífs af eftir að nígerísk farþegaþota fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í morgun. Alls voru 116 manns um borð. Flak vélarinnar fannst í héraðinu Kishi Oyo. Vélin, sem var af gerðinni Boeing 737, var í eigu flugfélagsins Bellview Airlines og var á leiðinni til Ajuba, höfuðborgar Nígeríu. 23.10.2005 13:45 Fuglaflensa í Svíþjóð Fuglaflensan er komin upp í Svíþjóð. Veiran fannst í fjórum öndum sem fundust dauðar í Eskilstuna í gær, um 100 km vestur af Stokkhólmi. Ekki er hins vegar ljóst hvort veiran sem olli flensunni er af H5N1 stofni, sem getur borist í menn. Talsmaður yfirdýralæknisembættis Svíþjóðar, segir ljóst að ein öndin hafi verið með fuglaflensu en greining á stofni veirunnar liggur fyrir innan nokkrra daga. 23.10.2005 13:30 Fimm farast í Indlandi Að minnsta kosti fimm létust og sex slösuðust þegar íbúðahús hrundi í borginni Bombay á Indlandi í morgun. Verið var að vinna við að styrkja húsið þegar þegar það hrundi og lentu verkamenn undir rústunum. Fjölmargar byggingar hafa hrunið í borginni frá því í ágúst þegar miklar rigningar gengu yfir hana. 23.10.2005 13:15 Þrír látnir á Ítalíu Þrír létust er brú hrundi í Puglia á Ítalíu í nótt. Þá slösuðust að minnsta kosti þrír þegar lest fór út af sporinu í Puglia í dag. Talið er að miklar rigningar hafi valdið óhappinu en alls voru um 60 manns í lestinni sem var á leið frá Taranto í Puglia til Mílanó. Lestin hafði verið á ferð í klukkustund þegar óhappið varð. Unnið er að björgunaraðgerðum. 23.10.2005 13:00 Maður drepinn í Englandi Einn maður var stunginn til bana þegar átök brutust út milli ungmenna í borginni Birmingham á Englandi í gærkvöldi. 23.10.2005 12:15 Sex farast í Cancun Mikil eyðilegging blasir við í Cancun í Mexíkó þar sem fellibylurinn Wilma gekk yfir um helgina. Minnst sex fórust í óveðrinu. 23.10.2005 11:45 Fjórir látið lífið Mikið óveður geysar í grennd við borgina Barí í suðausturhluta Ítalíu og hafa minnst fjórir látið lífið þar undanfarinn sólarhring. Miklar rigningar eru á svæðinu og hafa vegir farið í sundur og brýr eyðilagst. Fimmtán manns slösuðust í morgun þegar lest á leið frá Puglia til Mílanó fór út af sporinu eftir að aurskriða féll á lestarteinana. 23.10.2005 11:45 66 látnir í Nígeríu Flak nígerísku farþegaþotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í Nígeríu í morgun, er fundið. Alls létust sextíu og sex manns í slysinu en eitt hundrað og sextán manns voru um borð. 23.10.2005 11:30 Þréttán falla í Írak Að minnsta kosti þrettán féllu og yfir þrjátíu særðust í árásum uppreisnarmanna í Írak í morgun. Lögreglumaður og fjögur börn hans voru meðal hinna sem féllu en eldur kom upp í bifreið þeirra í kjölfar sprengingar í norðurhluta landsins. Enginn samtök hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. 23.10.2005 11:00 Flugvélin fundin Flak nígerísku farþegaþotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í morgun, er fundið. Flakið fannst í héraðinu Kishi Oyo. 116 manns voru um borð í þotunni og ekki er ljóst hvort nokkur hafi komist lífs af. Vélin var á leiðinni til Ajuba, höfuðborgar Nígeríu en meðal annarra voru um borð hátt settir embættismenn stjórnvalda. Flugslys hafa verið tíð að undanförnu en þetta er sjötta farþegavélin sem ferst á þremur mánuðum í heiminum. Björgunarstarf stendur nú yfir. 23.10.2005 10:45 Sjá næstu 50 fréttir
Uppreisnarmenn skutu flugskeytum Palestínskir uppreisnarmenn skutu flugskeytum frá Gaza yfir landamærin í dag. 24.10.2005 16:52
Sprengingar við hótel fréttamanna í Bagdad Að minnsta kosti tólf manns létu lífið þegar þrjár sprengjur sprungu við tvö hótel erlendra fréttamanna í Bagdad í dag. Sprengjurnar sprungu við Sheraton-hótelið og Palestínska-hótelið, sem standa hlið við hlið í miðri borginni. 24.10.2005 16:06
Kaczynski fékk 54 prósent atkvæða Endanlegar niðurstöður liggja nú fyrir í pólsku forsetakosningunum sem fram fóru um helgina. Eins og áður hafði verið greint frá fór Lech Kaczynski, borgarstjóri í Varsjá, með sigur af hólmi, en hann hlaut 54 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Donald Tusk 46 prósent. 24.10.2005 13:45
ESB leggur fram meira fé vegna hamfara Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leggja fram 80 milljónir evra, um 5,8 milljarða króna, til að aðstoða fórnalömb hamfaranna í Pakistan. Þetta var ákveðið á fundi í dag. 24.10.2005 13:20
Florida Keys á kaf? Óttast er að Flórída Keys eyjaklasinn fari á kaf þegar fellibylurinn Wilma fer þar yfir síðar í dag eða á morgun. Um allt Flórída fylki hefur verið varað við hvirfilbyljum síðan í nótt. 24.10.2005 11:31
Unglingur skotinn til bana Átján ára unglingur lést af skotsárum sínum í Birmingham í gærkvöld, en þar blossuðu upp óeirðir á milli afrískra og asískra ungmenna um helgina með þeim afleiðingum að einn var stunginn til bana á laugardagskvöld. 24.10.2005 10:30
Dúfur finnast dauðar í Ungverjalandi Átján dúfur fundust dauðar í bænum Szegend í Ungverjalandi, nærri landamærunum að Rúmeníu og Serbíu, um helgina en ekki hefur fengist staðfest hvort þær létust úr fuglaflensu. Frá þessu greinir MTI-fréttastöðin í Ungverjalandi. 24.10.2005 10:00
Eldgos á Galapagoseyjum Eldfjallið Sierra Negra á Galapagoseyjum byrjaði í gær að gjósa með miklum látum. Eldtungurnar úr hinu fimmtán hundruð metra háa fjalli breiddust um stórt svæði, en íbúar í nágrenninu eru þó ekki taldir í hættu. 24.10.2005 09:30
Þriðja tilfellið í Rússlandi Fuglaflensa hefur greinst á ný í evrópska hluta Rússlands. Yfirvöld hafa staðfest að H5N1 stofn fuglaflensunnar hafi greinst í Tambov, fjögur hundruð kílómetra suðaustur af Moskvu. 24.10.2005 09:30
Danskir múslimar ævareiðir Mótmæli danskra múslima vegna birtinga skopmynda af spámanninum Múhammeð, í Jyllandsposten, í lok september hefur nú teygt sig út fyrir dönsk landamæri. 24.10.2005 09:15
Vilja refsa Sýrlendingum fyrir morðið á Hariri Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands vilja að gripið verði til aðgerða gegn Sýrlendingum vegna morðsins á Rafik Hairiri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. 24.10.2005 09:00
Kaczynski næsti forseti landsins Lech Kaczynski verður næsti forseti Póllands, en þegar 91 prósent atkvæða í forsetakosningum um helgina hafa verið talin hefur hann fengið 55 prósent atkvæða en andstæðingur hans, Donald Tusk, 45 prósent. 24.10.2005 08:45
Ísraelsher drepur háttsettan mann innan Íslamska jihad Ísraelskar hersveitir drápu háttsettan mann innan herskáu samtakanna Íslamska jihad í aðgerðum á Vesturbakkanum í dag. Frá þessu var greint í ísraelsku útvarpi. 24.10.2005 08:30
Loka landamærum ef fuglaflensa berst milli manna Kínverjar munu loka öllum landamærum að landinu ef upp kemur tilvik af fuglaflensu sem smitast beint á milli manna. Yfirmenn heilbrigðismála segja að björgun mannslífa muni hafa algjöran forgang, jafnvel þó að það muni verða efnahag landsins til mikils trafala. 24.10.2005 08:00
Enn skelfur jörð Jarðskjálfti upp á sex á Richter skók hamfarasvæðin í Suður-Asíu í gærkvöld, rúmum tveimur vikum eftir að stór skjálfti reið þar yfir með þeim afleiðingum að tugir þúsunda létu lífið. 24.10.2005 07:43
Stefnir á Flórída Meirihluti íbúa Florida Keys eyjaklasans hefur neitað að yfirgefa heimili sín, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir yfirvalda vegna fellibylsins Wilmu, sem hefur styrkst á ný og nær þar landi upp úr hádeginu í dag. 24.10.2005 07:27
Börn dóu í sprengjuárás Háttsettur lögregluforingi í borginni Tikrit í Írak beið bana í sprengjuárás í gær ásamt tveimur ungum sonum sínum. Tvær telpur sem sátu í nálægri bifreið létust jafnframt í tilræðinu. Alls fórust tuttugu Írakar í árásum gærdagsins, þar á meðal tveir í Kirkuk þegar bifreið sem hlaðin var sprengiefni var ekið inn í bílalest bandarískra hermanna. Hermennirnir sluppu hins vegar með skrámur. 24.10.2005 06:30
Sjálfala í allt að sex vikur Litli drengurinn sem fannst hungraður og illa til reika í íbúð í Leith á dögunum með látinni móður er talinn hafa verið einn á báti í allt að sex vikur, ekki í tvær eins og fyrst var talið. Lögreglurannsókn hefur leitt í ljós að móðir drengsins, sem er þriggja ára, sást síðast á lífi 1. september og því útilokar lögregla ekki að snáðinn hafi síðan þá dregið fram lífið á kexi og safa sem var til íbúðinni. Líðan drengsins er sögð furðu góð miðað við aðstæður. 24.10.2005 06:00
Átök við flóttamannabúðir Fjórir slösuðust í átökum sem brutust út á milli líbanskra skæruliða og herskárra Palestínumanna við flóttamannabúðir nærri Sídon. Að sögn al-Jaazera sjónvarpsstöðvarinnar eru slíkir bardagar allalgengir en líbönsk yfirvöld hafa litla stjórn á búðum sem þessum. 24.10.2005 05:30
Stafirnir í stafrófinu búnir Fellibylurinn Wilma yfirgaf loks Mexíkó í gær og hélt sem leið lá í átt til Flórídaríkis. Aldrei hafa jafn margir fellibyljir geisað á þessum slóðum á einu ári. Wilma hefur gert mikinn óskunda í löndunum við Mexíkóflóa undanfarna daga. 24.10.2005 05:00
Manni banað með hnífi Maður var stunginn til bana þegar átök brutust út í Birmingham í Englandi í fyrrakvöld. Upphaf ólgunnar má rekja til fundar sem boðað hafði verið til vegna árásar á 14 ára gamla stúlku, sem sagt er að hafi verið nauðgað af asískum innflytjendum. 24.10.2005 04:30
Kominn til Flórída Fellibylurinn Wilma mjakaði sér frá Mexíkó til Flórídaríkis í Bandaríkjunum í gær. Íbúar á hættusvæðum hafa flestir haft sig á brott. "Bærinn sem við búum í er núna eins og draugabær, það eru allir farnir. Hér er samt núna 28 stiga hiti og sólskin og þægileg hafgola. Eftir nokkrar klukkustundir skellur hins vegar veðrið hérna á. Við erum að fara að forða okkur til Fort Lauderdale," sagði Ingvi Hrafn Jónsson fréttamaður sem staddur var á í Key Largo, syðst í Flórída, síðdegis í gær. 24.10.2005 04:30
H5N1-stofninn ekki á ferðinni Öndin sem drapst úr fuglaflensu í Svíþjóð í vikunni var ekki smituð af hinum illvíga H5N1-stofni veikinnar. Alls hefur 61 maður látist úr fuglaflensu af H5N1-stofni í Asíu en fuglaflensan hefur nú greinst í fimm Evrópulöndum: Rússlandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Króatíu og nú síðast í Svíþjóð. 24.10.2005 04:00
Páfagaukurinn sýktur af H5N1-flensu Bretland Bresk stjórnvöld skýrðu frá því í gær að banamein páfagauks sem geymdur var í einangrunarstöð í Essex í Englandi var fuglaflensa af H5N1-stofni. Komið var með fuglinn til landsins fyrir nokkru frá Súrínam í Suður-Ameríku og var hann settur í sóttkví með 216 fuglum frá Taívan. 24.10.2005 03:30
Kvaðst vera vitorðsmaður Breska lögreglan handtók um helgina mann sem viðurkenndi í blaðaviðtali að hafa verið í vitorði með mönnunum sem myrtu 52 í sprengjuárásum í Lundúnum 7. júlí. Sunnudagsblaðið News of the World greindi frá því í gær að lögregla í Dewsbury í Vestur-Jórvíkurskíri hefði í fyrradag handtekið Imran Patel eftir ábendingu frá ritstjórn blaðsins, en Patel hafði viðurkennt í samtali við blaðamann að hafa átt að taka þátt í hryðjuverkaárásunum. 24.10.2005 03:00
Þrír dóu þegar brúin hrundi Steypiregn olli því að brú hrundi í Puglia-héraði á sunnanverðri Ítalíu í gær með þeim afleiðingum að þriggja manna fjölskylda sem var í þann mund að aka yfir brúna beið bana. 24.10.2005 03:00
Kaczynski var kjörinn forseti Pólverjar kusu í gær Lech Kazcynski forseta sinn ef marka má útgönguspár. Donald Tusk, keppinautur hans, lýsti sig sigraðan fljótlega eftir að spárnar voru birtar. 24.10.2005 03:00
Al-Kaída hvetur til mannúðar Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jaazera birti í gær ávarp Ayman al-Zawahiri, næstráðanda al-Kaída samtakanna, þar sem hann hvatti múslima til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftans í Pakistan. Pakistönsk stjórnvöld hafa aðstoðað Bandaríkjamenn í stríðinu gegn hryðjuverkum og því vekur yfirlýsingin athygli. 24.10.2005 02:45
Að minnsta kosti tuttugu látnir Að minnsta kosti tuttugu manns létu lífið og fjölmargir særðust í Bagdad í dag þegar þrjár bílsprengjur voru sprengdar við hótel sem erlendir fréttamenn dveljast einkum á. 24.10.2005 19:20
Reykingabann í Bretlandi? Ráðherrar bresku ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi, þar sem tekin verður ákvörðun um hvort banna eigi reykingar á öllum opinberum stöðum á Bretlandi. 24.10.2005 13:45
117 taldir af eftir flugslys Nígería Boeing-þota í eigu nígerísks flugfélags fórst í fyrrakvöld með 117 manns skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos. Afar misvísandi fréttir bárust af slysinu framan af gærdeginum. Þotan, sem var af tegundinni Boeing 737 og var í eigu nígeríska flugfélagsins Bellview Airlines, var á leið frá Lagos, stærstu borg landsins, til höfuðborgarinnar Abuja. 24.10.2005 03:00
Að minnsta kosti sjö látnir Minnst sjö manns létu lífið þegar fellibylurinn Wilma gekk yfir Júkatan-skaga í Mexíkó um helgina. Bylurinn stefnir nú í átt að suðurhluta Flórída. Enn ein hitabeltislægðin hefur myndast í Karíbahafi. 23.10.2005 22:00
Ein milljón varð fyrir tjóni Að minnsta kosti ein milljón manna hefur orðið fyrir tjóni þegar fellibylurinn Wilma gekk yfir Mexíkó um helgina. Minnst sex hafa látist í óveðrinu. Alvarlegust er eyðileggingin á ferðamannasvæðinu Cancún en þar eru sjö hundruð þúsund manns talin hafa misst heimili sín. Talið er að þrjú hundruð þúsund manns til viðbótar hafi orðið fyrir einhverjum skaða. 23.10.2005 17:30
Öndin ekki smituð af H5N1 Öndin sem drapst af fuglaflensu í Svíþjóð í vikunni var ekki smituð af H5N1 afbrigði flensunnar sem borist getur í menn. Alls hefur 61 maður látist vegna veirunnar í Asíu en fuglaflensan hefur nú greinst í fimm Evrópulöndum. Rússlandi, Tyrklandi, Rúmeníu, Króatíu og nú síðast í Svíþjóð. Öndin drapst í Eskiltuna, um 100 kílómetra vestur af Stokkhólmi og var hún smituð af mildara afbrigði veirunnar, samkvæmt niðurstöðum dýralækna. 23.10.2005 17:15
Maður handtekinn í Lundúnum Breska lögreglan hefur handtekið mann sem sagður er hafa verið beðinn um að ganga til liðs við mennina sem sprengdu upp neðanjarðarlestir og strætisvagn í Lundúnum í júlí síðastliðinum. 23.10.2005 14:45
Enginn komst lífs af Nú er ljóst að enginn komst lífs af eftir að nígerísk farþegaþota fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í morgun. Alls voru 116 manns um borð. Flak vélarinnar fannst í héraðinu Kishi Oyo. Vélin, sem var af gerðinni Boeing 737, var í eigu flugfélagsins Bellview Airlines og var á leiðinni til Ajuba, höfuðborgar Nígeríu. 23.10.2005 13:45
Fuglaflensa í Svíþjóð Fuglaflensan er komin upp í Svíþjóð. Veiran fannst í fjórum öndum sem fundust dauðar í Eskilstuna í gær, um 100 km vestur af Stokkhólmi. Ekki er hins vegar ljóst hvort veiran sem olli flensunni er af H5N1 stofni, sem getur borist í menn. Talsmaður yfirdýralæknisembættis Svíþjóðar, segir ljóst að ein öndin hafi verið með fuglaflensu en greining á stofni veirunnar liggur fyrir innan nokkrra daga. 23.10.2005 13:30
Fimm farast í Indlandi Að minnsta kosti fimm létust og sex slösuðust þegar íbúðahús hrundi í borginni Bombay á Indlandi í morgun. Verið var að vinna við að styrkja húsið þegar þegar það hrundi og lentu verkamenn undir rústunum. Fjölmargar byggingar hafa hrunið í borginni frá því í ágúst þegar miklar rigningar gengu yfir hana. 23.10.2005 13:15
Þrír látnir á Ítalíu Þrír létust er brú hrundi í Puglia á Ítalíu í nótt. Þá slösuðust að minnsta kosti þrír þegar lest fór út af sporinu í Puglia í dag. Talið er að miklar rigningar hafi valdið óhappinu en alls voru um 60 manns í lestinni sem var á leið frá Taranto í Puglia til Mílanó. Lestin hafði verið á ferð í klukkustund þegar óhappið varð. Unnið er að björgunaraðgerðum. 23.10.2005 13:00
Maður drepinn í Englandi Einn maður var stunginn til bana þegar átök brutust út milli ungmenna í borginni Birmingham á Englandi í gærkvöldi. 23.10.2005 12:15
Sex farast í Cancun Mikil eyðilegging blasir við í Cancun í Mexíkó þar sem fellibylurinn Wilma gekk yfir um helgina. Minnst sex fórust í óveðrinu. 23.10.2005 11:45
Fjórir látið lífið Mikið óveður geysar í grennd við borgina Barí í suðausturhluta Ítalíu og hafa minnst fjórir látið lífið þar undanfarinn sólarhring. Miklar rigningar eru á svæðinu og hafa vegir farið í sundur og brýr eyðilagst. Fimmtán manns slösuðust í morgun þegar lest á leið frá Puglia til Mílanó fór út af sporinu eftir að aurskriða féll á lestarteinana. 23.10.2005 11:45
66 látnir í Nígeríu Flak nígerísku farþegaþotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í Nígeríu í morgun, er fundið. Alls létust sextíu og sex manns í slysinu en eitt hundrað og sextán manns voru um borð. 23.10.2005 11:30
Þréttán falla í Írak Að minnsta kosti þrettán féllu og yfir þrjátíu særðust í árásum uppreisnarmanna í Írak í morgun. Lögreglumaður og fjögur börn hans voru meðal hinna sem féllu en eldur kom upp í bifreið þeirra í kjölfar sprengingar í norðurhluta landsins. Enginn samtök hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. 23.10.2005 11:00
Flugvélin fundin Flak nígerísku farþegaþotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá borginni Lagos í morgun, er fundið. Flakið fannst í héraðinu Kishi Oyo. 116 manns voru um borð í þotunni og ekki er ljóst hvort nokkur hafi komist lífs af. Vélin var á leiðinni til Ajuba, höfuðborgar Nígeríu en meðal annarra voru um borð hátt settir embættismenn stjórnvalda. Flugslys hafa verið tíð að undanförnu en þetta er sjötta farþegavélin sem ferst á þremur mánuðum í heiminum. Björgunarstarf stendur nú yfir. 23.10.2005 10:45