Fleiri fréttir Tíminn að renna út Gríðarlegir kuldar á skjálftasvæðunum í Pakistan gera hjálparstarfi erfitt fyrir. Útlit er fyrir að einungis helmingur þeirra, sem misstu heimili sín í hamförunum, fái tjald til að gista í. 22.10.2005 00:01 Nýr varnarmálaráðherra í Serbíu Næsti varnarmálaráðherra Serbíu og Svartfjallalands verður Zoran Stankovic, fyrrverandi hershöfðingi. Fjölmiðlar í Serbíu vekja á því athygli í dag að Stankovic hafi á sínum tíma verið í tengslum við Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmann herafla Bosníu-Serba, sem er í felum vegna fjölmargra stríðsglæpa á síðasta áratug. Þeirri spurningu er varpað upp, hvort hinn nýi varnarmálaráðherra fái það hlutverk að semja við stríðsglæpadómstólinn í Haag um framsal Mladic. Hann segist þó hvorki hafa séð Mladic né heyrt í honum síðastliðin sex ár og hafi ekki hugmynd um hvar hann felur sig. 22.10.2005 00:01 Fuglaflensan komin til Bretlands Fuglaflensuveiran er komin til Bretlands en hún greindist í dauðum páfagauki þar í landi í vikunni. Heilbirigðisráðherrann þar í landi segir þó ekkert að óttast. 22.10.2005 00:01 Engin hjálp berst Enn hefur engin hjálp borist til yfir þriðjungs þeirra sem lentu í jarðskjálftanum í Pakistan og á Indlandi í síðustu viku. Þetta segir Toby Porter, starfsmaður Barnaheilla sem staddur er í Pakistan. Hann segir að víða sé fjalllent og erfitt þar af leiðandi að lenda þyrlum. Björgunarmenn hafi því þurft að kasta niður vistum víða. Nú er ljóst að yfir 80 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að sú tala muni að öllum líkindum tvöfaldast ef þjóðir heimsins taki sig ekki á og sendi enn frekari hjálp til hamfarasvæðanna. 22.10.2005 00:01 Tuttugu falla í Írak Tuttugu uppreisnarmenn féllu í átökum við bandaríska hermenn skammt frá landamærum Íraks að Sýrlandi í morgun. Átökin blossuðu upp þegar hermennirnir gerðu húsleit í meintum fylgsnum erlendra al-Qaeda liða, að sögn talsmenna Bandaríkjahers. Hermennirnir munu meðal annars hafa fundið tvö stór vopnabúr og sprengjugerðarbúnað. Bandarískar hersveitir hafa undanfarið gert hríð að uppreisnar- og hryðjuverkamönnum í Efrat-dalnum en það er ein megin flutningsleið vopna frá Sýrlandi til Bagdad. 22.10.2005 00:01 Nýr varnarmálaráðherra í Serbíu Næsti varnarmálaráðherra Serbíu og Svartfjallalands verður Zoran Stankovic, fyrrverandi hershöfðingi. Fjölmiðlar í Serbíu vekja á því athygli í dag að Stankovic hafi á sínum tíma verið í tengslum við Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmann herafla Bosníu-Serba, sem er í felum vegna fjölmargra stríðsglæpa á síðasta áratug. 22.10.2005 00:01 Eigandi næturklúbbs myrtur Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hrottalegu morði á tuttugu og fjögra ára gömlum manni sem rak vinsælan næturklúbb fyrir samkynhneigða. Hinir handteknu eru 33ja og 25 ára og voru þeir yfirheyrðir vegna málsins í nótt. 22.10.2005 00:01 Einn slasaður í Salzburg Að minnsta kosti einn slasaðist alvarlega þegar gashylki sprakk í miðborg Sazburg í Austurríki í dag. Sprengingin varð í íbúð við Bachstrasse þar í borg og var að sögn lögreglunnar gríðarlega öflug. Verið er að athuga hvort einhverjir fleiri hafi slasast í sprengingunni 22.10.2005 00:01 Fuglaflensuveira í Bretlandi Fuglaflensuveiran er komin til Bretlands en hún greindist í dauðum páfagauki þar í landi í vikunni. Heilbirigðisráðherrann þar í landi segir þó ekkert að óttast. 22.10.2005 00:01 Ofbeldismenn skyldaðir í meðferð Heimilisofbeldi er blettur á samfélaginu sem erfitt er að fást við. Hér á landi eiga konur, sem eru fórnarlömb slíks ofbeldis, skjól í Kvennaathvarfinu. Austurríkismenn hafa fundið aðra lausn á þessu máli. 22.10.2005 00:01 Skýrsla um morðið á Hariri Sameinuðu þjóðirnar segja leyniþjónustur Sýrlands og Líbanons bera ábyrgð á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. 21.10.2005 00:01 Lögfræðingi Saddams rænt Fyrrverandi lögfræðingi Saddams Husseins, sem ákærður hefur verið fyrir aðild að fjöldamorðum ásamt Hussein og 7 öðrum, var rænt af skrifstofu sinni í Bagdad í gær. 21.10.2005 00:01 Barnasmyglarar handteknir Hollenskt par var handtekið á alþjóðaflugvellinum í Kólumbíu í vikunni fyrir að kaupa tíu daga gamalt barn þar í landi og ætla að smygla því til Hollands. 21.10.2005 00:01 Vinna sameiginlega gegn flensunni Heilbrigðisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins munu vinna sameiginlega að því að vinna bug á fuglaflensufaraldri í álfunni. Þetta kom fram á fundi sem ráðherrarnir héldu í gær. 21.10.2005 00:01 Lífsýni tekið úr litla prinsinum Lífsýni verður tekið úr litla prinsinum í Danmörku og varðveitt á Ríkissjúkrahúsinu. Danskt fyrirtæki, StemCare, hafði boðist til að varðveita blóðið í naflastreng litla prinsins til seinni nota en danska konungsfjölskyldan hefur afþakkað það með ofangreindum rökum. 21.10.2005 00:01 Mannræningjar slepptu blaðamanni Rory Carroll, írski blaðamaðurinn sem mannræningjar tóku höndum í Írak í gær, hefur verið leystur úr haldi. Carroll var að koma út úr húsi þar sem hann hafði nýlokið viðtali við eitt fórnarlamba stjórnartíðar Saddams Hussein fyrir enska blaðið <em>Guardian</em> þegar byssumenn rændu honum. 21.10.2005 00:01 Ástrali dæmdur til dauða Ástralskur maður hefur verið dæmdur til dauða í Singapúr fyrir eiturlyfjasmygl. Hann var tekinn með tæplega 400 grömm af heróíni á alþjóðaflugvellinum í Singapúr árið 2002 þegar hann millilenti þar á leið sinni frá Víetnam til Ástralíu. 21.10.2005 00:01 Áfengisauglýsingabann samþykkt Bann við áfengisauglýsingum í norskri löggjöf samræmist EES-samningnum að sögn EFTA-dómstólsins. Þó sé nauðsynlegt að meta aðstæður í hverju landi fyrir sig. 21.10.2005 00:01 Lögmaðurinn fannst myrtur Lögmaður eins samstarfsmanna Saddams Husseins, sem ákærður er fyrir aðild að fjöldamorðum ásamt Hussein og sjö öðrum, fannst látinn í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Lögmaðurinn var skotinn til bana en honum var rænt af skrifstofu sinni í Bagdad í gær. Ekki er nánar vitað um málið að svo stöddu en enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér. 21.10.2005 00:01 Langt frá því að vera nóg Forseti Pakistans segir þá rúmlega þrjátíu og sjö milljarða króna, sem borist hafa frá alþjóðasamfélaginu vegna hamfaranna í Pakistan í síðustu viku, langt frá því að vera nóg. Segir hann að minnsta kosti þrjú hundruð milljarða króna þurfi til enduruppbyggingar á þeim svæðum sem verst urðu úti. 21.10.2005 00:01 Rússnesku skipverjunum fagnað Rússneskir fjölmiðlar fögnuðu skipverjum á rússneska togaranum Elektron sem þjóðhetjum þegar togarinn lagðist að bryggju í Múrmansk í gærkvöldi eftir sögulegan flótta undan norsku strandgæslunni síðan á laugardag. Norskir fjölmiðlar tala hins vegar um hetjudáð norsku strandgæslumannanna sem hafðir voru í gíslingu í togaranum í nokkra sólarhringa. 21.10.2005 00:01 Litlar líkur á alheimsvandamáli Heilbrigðisyfirvöld Evrópusambandsríkjanna segja litlar sem engar líkur á að fuglaflensan verði að alheimsvandamáli. Engu að síður verði gripið til varúðarráðstafana. 21.10.2005 00:01 Neyðarástand á Yukatan-skaga Tugþúsundir hafa yfirgefið heimili sín í Mexíkó, á Kúbu og á Flórída vegna fellibylsins Vilmu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á Yukatan-skaga þar sem búist er við að Vilma komi að ströndum í dag. Vilma er nú orðin að fjórða stigs fellibyl og mun að öllum líkindum fara um Flórídaskaga á sunnudag. 21.10.2005 00:01 Hnífjafnt í Póllandi Fylgi frambjóðendanna tveggja í forsetakosningunum í Póllandi er nánast hnífjafnt aðeins tveimur dögum fyrir síðari umferð kosninganna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er fylgi Donalds Tusks 48,8 prósent en fylgi Lechs Kaczynskis 50,2 prósent. Stjórnmálaskýrendur segja útilokað að spá fyrir um hvor stendur uppi sem sigurvegari. 21.10.2005 00:01 Senda hermenn til Pakistan Sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag að senda á bilinu fimm hundruð til þúsund hermenn og nokkrar þyrlur til Pakistan. Hermennirnir eiga að veita aðstoð við hjálparstarf á svæðunum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum áttunda október, þegar fimmtíu þúsund manns að lágmarki létu lífið. 21.10.2005 00:01 Sýrlendingar axli ábyrgð Sýrlensk stjórnvöld verða að sæta ábyrgð vegna morðsins á Rafik al-Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons. Þetta sagði Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en fyrr í dag birtist skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem kemur fram að hátt settir sýrlenskir og líbanskir embættismenn tengdust morðinu. 21.10.2005 00:01 64 prósent greiddu atkvæði Sextíu og fjögur prósent atkvæðabærra Íraka greiddu atkvæði í kosningum um nýja stjórnarskrá landsins, sögðu talsmenn kjörstjórnar Íraks í dag. Svo virðist sem stjórnarskráin hafi verið samþykkt. 21.10.2005 00:01 500 þúsund án vinnu eftir Katrínu Nærri hálf milljón manna hefur misst atvinnu sína vegna fellibyljanna Katrínar og Rítu. Lætur því nærri að fellibylirnir séu orsök fimmtán prósenta alls atvinnuleysis í Bandaríkjunum um þessar mundir. 21.10.2005 00:01 Gefa 20 milljónir til aðstoðar Rauði kross Íslands ætlar að leggja tuttugu milljónir króna til neyðaraðstoðar í Pakistan, úr neyðarsjóði sínum. Ekki hefur verið veitt fé úr þeim sjóði síðan snjóflóðin féllu vestur á fjörðum og er það til marks um hversu alvarlegt ástandið er í Kasmír. Rauði kross Íslands hyggst jafnframt senda tvo starfsmenn til Pakistans. 21.10.2005 00:01 Hafast við í neyðarskýlum Fellibylurinn Wilma skall á Júkatan-skaga undir kvöld. Wilma er öflugasti stormur sem myndast hefur á Atlantshafi frá því mælingar hófust, en var orðin fjórða stigs fellibylur þegar hún kom að landi. Hundruð þúsunda hafa yfirgefið heimili sín auk þess sem hótel voru rýmd og ferðamönnum í þúsundatali komið fyrir í neyðarskýlum. 21.10.2005 00:01 Dönsk ungmenni í djörfum leik Dönsk lestarfyrirtæki segja það sífellt færast í aukana að ungmenni stundi þann lífshættulega leik að standa sem lengst á lestarteinum þegar lest kemur æðandi. Á undanförnum þremur árum hefur fjöldi tilfella þar sem næstum hefur verið keyrt á fólk meira en tvöfaldast. 21.10.2005 00:01 Lögfræðingur tekinn af lífi Lögmaður eins sakborninganna í réttarhöldunum gegn Saddam Hussein og félögum hans fannst myrtur á götu í Bagdad í gær. Morðið er áfall fyrir alla sem að réttarhöldunum koma. 21.10.2005 00:01 Sýrlendingum kennt um morðið Stjórnvöld í Sýrlandi og líbanskir bandamenn þeirra fá á baukinn í skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem segir allt benda til aðildar þeirra að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í febrúar síðastliðnum. 21.10.2005 00:01 Öflugasti fellibylur sögunnar Tugþúsundir íbúa og ferðamanna í Mexíkó og Kúbu leituðu í gær skjóls undan fellibylunum Wilmu en bylurinn fer yfir Yucatan-skaga í Mexíkó í vikulokin. Bandaríska fellibyljamiðstöðin í Miami hefur staðfest að Wilma sé öflugasti fellibylur sem sögur fara af á Atlantshafi en hann mælist nú af stærðinni fimm á Saffír-Simpson kvarða um stærð fellibylja. 20.10.2005 00:01 Tveir skammtar af bóluefni Bresk stjórnvöld vilja koma sér upp tveimur skömmtum af bóluefni fyrir hvern einasta landsmann. Aðeins þannig yrði hægt að verja alla þjóðina fyrir fuglaflensunni þar sem ekki er víst að einn skammtur á hvern landsmann myndi duga. 20.10.2005 00:01 Ungabörn auglýst til sölu á Netinu Lögreglan í Sjanghæ í Kína rannsakar nú mál þar sem ungabörn voru auglýst til sölu á Netinu. Auglýsingin birtist síðastliðinn sunnudag á vefsíðu sem er í eigu uppboðsvefjarins E-Bay. Að sögn lögreglu höfðu um fimmtíu manns skoðað auglýsinguna þegar málið komst upp en enginn reynt að ganga frá kaupum. 20.10.2005 00:01 Palestínumenn styðja Saddam Tugir Palestínumanna tóku þátt í mótmælagöngu til stuðnings Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, í Gaza-borg í gærdag. Mótmælendurnir segja Hussein fórnarlamb Bandaríkjamanna og að hann sé einn fárra valdamanna í heiminum sem hefur staðið þétt við bakið á Palestínu í stríðinu gegn Ísrael. 20.10.2005 00:01 Abbas og Bush funda Leiðtogi Palestínumanna, Mahmoud Abbas, kom til Washington í gær til að eiga fund með George Bush Bandaríkjaforseta en í enn eitt skiptið á að reyna að finna leiðir svo friður geti orðið á milli Ísraels og Palestínu. Abbas vill að Bush pressi á Ísraela til að hörfa frá öllum landnemasvæðum og að Palestínumenn fái að halda frjálsar kosningar. 20.10.2005 00:01 Lausir úr prísundinni Norsku srandgæslumennirnir tveir, sem var haldið hefur verið nauðugum um borð í rússneksum togaranum Electron, voru fluttir um borð í norskt skip í morgun að sögn rússneskra fjölmiðla. Öll skipin eru nú á Barentshafi skammt frá Kólaskaga. Norðmenn stóðu togarann að ólöglegum veiðum við Svalbarða á laugardag en skipstjóri togarans lagði á flótta með norsku varðskipsmennina innanborðs. 20.10.2005 00:01 Þróa bóluefni gegn flensuveirum Danskir vísindamenn segjast hafa fundið fljótvirka aðferð til að þróa bóluefni gegn flensuveirum hvers konar. Þeir vonast til að hægt verði að nota þessa aðferð til að þróa bóluefni gegn fuglaflensunni áður en kemur til faraldurs. Þetta kemur fram í grein í <em>Berlingske Tidende</em>. 20.10.2005 00:01 Éta það sem býðst Því meiri matur sem fólki er boðið upp á þeim mun meira borðar það, nema maturinn sé grænmeti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu bandarískra vísindamanna sem leita leiða til að draga úr offitu. 20.10.2005 00:01 Dánartalan gæti tvöfaldast Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir dánartölu vegna jarðskjálftanna í Pakistan og Indlandi tvöfaldast á næstunni, verði hjálp til fórnarlamba hamfaranna ekki aukin. Nú þegar hafa 80 þúsund látist. 20.10.2005 00:01 Símasambandi komið á Símasambandi hefur verið komið á milli pakistanska og indverska hluta Kasmírhéraðs eftir að jarðskjálfti reið þar yfir í síðustu viku. Margir íbúar svæðanna báðum megin við landamærin geta því nú í fyrsta skipti haft samband við ættingja sína og hafa stjórnvöld ákveðið að símtölin verði ókeypis. 20.10.2005 00:01 Fjórir féllu í sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti fjórir féllu og um tuttugu slösuðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í borginni Bakuba í 65 kílómetra fjarlægð frá Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér en talið er að menn Al-Qaida hafi verið að verki, nú sem svo oft áður. 20.10.2005 00:01 Forðast óþarfa hræðsluáróður Ríkisstjórnir og fjölmiðlar verða að vara sig á spám um yfirvofandi fuglaflensufaraldur því alls er enn óvíst hvort að faraldur brjótist út. Þetta segja alþjóðlegu ferðamálasamtökin sem óttast mikinn samdrátt á næstunni. 20.10.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tíminn að renna út Gríðarlegir kuldar á skjálftasvæðunum í Pakistan gera hjálparstarfi erfitt fyrir. Útlit er fyrir að einungis helmingur þeirra, sem misstu heimili sín í hamförunum, fái tjald til að gista í. 22.10.2005 00:01
Nýr varnarmálaráðherra í Serbíu Næsti varnarmálaráðherra Serbíu og Svartfjallalands verður Zoran Stankovic, fyrrverandi hershöfðingi. Fjölmiðlar í Serbíu vekja á því athygli í dag að Stankovic hafi á sínum tíma verið í tengslum við Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmann herafla Bosníu-Serba, sem er í felum vegna fjölmargra stríðsglæpa á síðasta áratug. Þeirri spurningu er varpað upp, hvort hinn nýi varnarmálaráðherra fái það hlutverk að semja við stríðsglæpadómstólinn í Haag um framsal Mladic. Hann segist þó hvorki hafa séð Mladic né heyrt í honum síðastliðin sex ár og hafi ekki hugmynd um hvar hann felur sig. 22.10.2005 00:01
Fuglaflensan komin til Bretlands Fuglaflensuveiran er komin til Bretlands en hún greindist í dauðum páfagauki þar í landi í vikunni. Heilbirigðisráðherrann þar í landi segir þó ekkert að óttast. 22.10.2005 00:01
Engin hjálp berst Enn hefur engin hjálp borist til yfir þriðjungs þeirra sem lentu í jarðskjálftanum í Pakistan og á Indlandi í síðustu viku. Þetta segir Toby Porter, starfsmaður Barnaheilla sem staddur er í Pakistan. Hann segir að víða sé fjalllent og erfitt þar af leiðandi að lenda þyrlum. Björgunarmenn hafi því þurft að kasta niður vistum víða. Nú er ljóst að yfir 80 þúsund manns hafi látist í jarðskjálftunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að sú tala muni að öllum líkindum tvöfaldast ef þjóðir heimsins taki sig ekki á og sendi enn frekari hjálp til hamfarasvæðanna. 22.10.2005 00:01
Tuttugu falla í Írak Tuttugu uppreisnarmenn féllu í átökum við bandaríska hermenn skammt frá landamærum Íraks að Sýrlandi í morgun. Átökin blossuðu upp þegar hermennirnir gerðu húsleit í meintum fylgsnum erlendra al-Qaeda liða, að sögn talsmenna Bandaríkjahers. Hermennirnir munu meðal annars hafa fundið tvö stór vopnabúr og sprengjugerðarbúnað. Bandarískar hersveitir hafa undanfarið gert hríð að uppreisnar- og hryðjuverkamönnum í Efrat-dalnum en það er ein megin flutningsleið vopna frá Sýrlandi til Bagdad. 22.10.2005 00:01
Nýr varnarmálaráðherra í Serbíu Næsti varnarmálaráðherra Serbíu og Svartfjallalands verður Zoran Stankovic, fyrrverandi hershöfðingi. Fjölmiðlar í Serbíu vekja á því athygli í dag að Stankovic hafi á sínum tíma verið í tengslum við Ratko Mladic, fyrrverandi yfirmann herafla Bosníu-Serba, sem er í felum vegna fjölmargra stríðsglæpa á síðasta áratug. 22.10.2005 00:01
Eigandi næturklúbbs myrtur Lögreglan í Lundúnum handtók í gærkvöldi tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hrottalegu morði á tuttugu og fjögra ára gömlum manni sem rak vinsælan næturklúbb fyrir samkynhneigða. Hinir handteknu eru 33ja og 25 ára og voru þeir yfirheyrðir vegna málsins í nótt. 22.10.2005 00:01
Einn slasaður í Salzburg Að minnsta kosti einn slasaðist alvarlega þegar gashylki sprakk í miðborg Sazburg í Austurríki í dag. Sprengingin varð í íbúð við Bachstrasse þar í borg og var að sögn lögreglunnar gríðarlega öflug. Verið er að athuga hvort einhverjir fleiri hafi slasast í sprengingunni 22.10.2005 00:01
Fuglaflensuveira í Bretlandi Fuglaflensuveiran er komin til Bretlands en hún greindist í dauðum páfagauki þar í landi í vikunni. Heilbirigðisráðherrann þar í landi segir þó ekkert að óttast. 22.10.2005 00:01
Ofbeldismenn skyldaðir í meðferð Heimilisofbeldi er blettur á samfélaginu sem erfitt er að fást við. Hér á landi eiga konur, sem eru fórnarlömb slíks ofbeldis, skjól í Kvennaathvarfinu. Austurríkismenn hafa fundið aðra lausn á þessu máli. 22.10.2005 00:01
Skýrsla um morðið á Hariri Sameinuðu þjóðirnar segja leyniþjónustur Sýrlands og Líbanons bera ábyrgð á morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. 21.10.2005 00:01
Lögfræðingi Saddams rænt Fyrrverandi lögfræðingi Saddams Husseins, sem ákærður hefur verið fyrir aðild að fjöldamorðum ásamt Hussein og 7 öðrum, var rænt af skrifstofu sinni í Bagdad í gær. 21.10.2005 00:01
Barnasmyglarar handteknir Hollenskt par var handtekið á alþjóðaflugvellinum í Kólumbíu í vikunni fyrir að kaupa tíu daga gamalt barn þar í landi og ætla að smygla því til Hollands. 21.10.2005 00:01
Vinna sameiginlega gegn flensunni Heilbrigðisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins munu vinna sameiginlega að því að vinna bug á fuglaflensufaraldri í álfunni. Þetta kom fram á fundi sem ráðherrarnir héldu í gær. 21.10.2005 00:01
Lífsýni tekið úr litla prinsinum Lífsýni verður tekið úr litla prinsinum í Danmörku og varðveitt á Ríkissjúkrahúsinu. Danskt fyrirtæki, StemCare, hafði boðist til að varðveita blóðið í naflastreng litla prinsins til seinni nota en danska konungsfjölskyldan hefur afþakkað það með ofangreindum rökum. 21.10.2005 00:01
Mannræningjar slepptu blaðamanni Rory Carroll, írski blaðamaðurinn sem mannræningjar tóku höndum í Írak í gær, hefur verið leystur úr haldi. Carroll var að koma út úr húsi þar sem hann hafði nýlokið viðtali við eitt fórnarlamba stjórnartíðar Saddams Hussein fyrir enska blaðið <em>Guardian</em> þegar byssumenn rændu honum. 21.10.2005 00:01
Ástrali dæmdur til dauða Ástralskur maður hefur verið dæmdur til dauða í Singapúr fyrir eiturlyfjasmygl. Hann var tekinn með tæplega 400 grömm af heróíni á alþjóðaflugvellinum í Singapúr árið 2002 þegar hann millilenti þar á leið sinni frá Víetnam til Ástralíu. 21.10.2005 00:01
Áfengisauglýsingabann samþykkt Bann við áfengisauglýsingum í norskri löggjöf samræmist EES-samningnum að sögn EFTA-dómstólsins. Þó sé nauðsynlegt að meta aðstæður í hverju landi fyrir sig. 21.10.2005 00:01
Lögmaðurinn fannst myrtur Lögmaður eins samstarfsmanna Saddams Husseins, sem ákærður er fyrir aðild að fjöldamorðum ásamt Hussein og sjö öðrum, fannst látinn í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Lögmaðurinn var skotinn til bana en honum var rænt af skrifstofu sinni í Bagdad í gær. Ekki er nánar vitað um málið að svo stöddu en enginn hefur lýst verknaðinum á hendur sér. 21.10.2005 00:01
Langt frá því að vera nóg Forseti Pakistans segir þá rúmlega þrjátíu og sjö milljarða króna, sem borist hafa frá alþjóðasamfélaginu vegna hamfaranna í Pakistan í síðustu viku, langt frá því að vera nóg. Segir hann að minnsta kosti þrjú hundruð milljarða króna þurfi til enduruppbyggingar á þeim svæðum sem verst urðu úti. 21.10.2005 00:01
Rússnesku skipverjunum fagnað Rússneskir fjölmiðlar fögnuðu skipverjum á rússneska togaranum Elektron sem þjóðhetjum þegar togarinn lagðist að bryggju í Múrmansk í gærkvöldi eftir sögulegan flótta undan norsku strandgæslunni síðan á laugardag. Norskir fjölmiðlar tala hins vegar um hetjudáð norsku strandgæslumannanna sem hafðir voru í gíslingu í togaranum í nokkra sólarhringa. 21.10.2005 00:01
Litlar líkur á alheimsvandamáli Heilbrigðisyfirvöld Evrópusambandsríkjanna segja litlar sem engar líkur á að fuglaflensan verði að alheimsvandamáli. Engu að síður verði gripið til varúðarráðstafana. 21.10.2005 00:01
Neyðarástand á Yukatan-skaga Tugþúsundir hafa yfirgefið heimili sín í Mexíkó, á Kúbu og á Flórída vegna fellibylsins Vilmu og hefur neyðarástandi verið lýst yfir á Yukatan-skaga þar sem búist er við að Vilma komi að ströndum í dag. Vilma er nú orðin að fjórða stigs fellibyl og mun að öllum líkindum fara um Flórídaskaga á sunnudag. 21.10.2005 00:01
Hnífjafnt í Póllandi Fylgi frambjóðendanna tveggja í forsetakosningunum í Póllandi er nánast hnífjafnt aðeins tveimur dögum fyrir síðari umferð kosninganna. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum er fylgi Donalds Tusks 48,8 prósent en fylgi Lechs Kaczynskis 50,2 prósent. Stjórnmálaskýrendur segja útilokað að spá fyrir um hvor stendur uppi sem sigurvegari. 21.10.2005 00:01
Senda hermenn til Pakistan Sendiherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag að senda á bilinu fimm hundruð til þúsund hermenn og nokkrar þyrlur til Pakistan. Hermennirnir eiga að veita aðstoð við hjálparstarf á svæðunum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum áttunda október, þegar fimmtíu þúsund manns að lágmarki létu lífið. 21.10.2005 00:01
Sýrlendingar axli ábyrgð Sýrlensk stjórnvöld verða að sæta ábyrgð vegna morðsins á Rafik al-Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons. Þetta sagði Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en fyrr í dag birtist skýrsla Sameinuðu þjóðanna þar sem kemur fram að hátt settir sýrlenskir og líbanskir embættismenn tengdust morðinu. 21.10.2005 00:01
64 prósent greiddu atkvæði Sextíu og fjögur prósent atkvæðabærra Íraka greiddu atkvæði í kosningum um nýja stjórnarskrá landsins, sögðu talsmenn kjörstjórnar Íraks í dag. Svo virðist sem stjórnarskráin hafi verið samþykkt. 21.10.2005 00:01
500 þúsund án vinnu eftir Katrínu Nærri hálf milljón manna hefur misst atvinnu sína vegna fellibyljanna Katrínar og Rítu. Lætur því nærri að fellibylirnir séu orsök fimmtán prósenta alls atvinnuleysis í Bandaríkjunum um þessar mundir. 21.10.2005 00:01
Gefa 20 milljónir til aðstoðar Rauði kross Íslands ætlar að leggja tuttugu milljónir króna til neyðaraðstoðar í Pakistan, úr neyðarsjóði sínum. Ekki hefur verið veitt fé úr þeim sjóði síðan snjóflóðin féllu vestur á fjörðum og er það til marks um hversu alvarlegt ástandið er í Kasmír. Rauði kross Íslands hyggst jafnframt senda tvo starfsmenn til Pakistans. 21.10.2005 00:01
Hafast við í neyðarskýlum Fellibylurinn Wilma skall á Júkatan-skaga undir kvöld. Wilma er öflugasti stormur sem myndast hefur á Atlantshafi frá því mælingar hófust, en var orðin fjórða stigs fellibylur þegar hún kom að landi. Hundruð þúsunda hafa yfirgefið heimili sín auk þess sem hótel voru rýmd og ferðamönnum í þúsundatali komið fyrir í neyðarskýlum. 21.10.2005 00:01
Dönsk ungmenni í djörfum leik Dönsk lestarfyrirtæki segja það sífellt færast í aukana að ungmenni stundi þann lífshættulega leik að standa sem lengst á lestarteinum þegar lest kemur æðandi. Á undanförnum þremur árum hefur fjöldi tilfella þar sem næstum hefur verið keyrt á fólk meira en tvöfaldast. 21.10.2005 00:01
Lögfræðingur tekinn af lífi Lögmaður eins sakborninganna í réttarhöldunum gegn Saddam Hussein og félögum hans fannst myrtur á götu í Bagdad í gær. Morðið er áfall fyrir alla sem að réttarhöldunum koma. 21.10.2005 00:01
Sýrlendingum kennt um morðið Stjórnvöld í Sýrlandi og líbanskir bandamenn þeirra fá á baukinn í skýrslu rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem segir allt benda til aðildar þeirra að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, í febrúar síðastliðnum. 21.10.2005 00:01
Öflugasti fellibylur sögunnar Tugþúsundir íbúa og ferðamanna í Mexíkó og Kúbu leituðu í gær skjóls undan fellibylunum Wilmu en bylurinn fer yfir Yucatan-skaga í Mexíkó í vikulokin. Bandaríska fellibyljamiðstöðin í Miami hefur staðfest að Wilma sé öflugasti fellibylur sem sögur fara af á Atlantshafi en hann mælist nú af stærðinni fimm á Saffír-Simpson kvarða um stærð fellibylja. 20.10.2005 00:01
Tveir skammtar af bóluefni Bresk stjórnvöld vilja koma sér upp tveimur skömmtum af bóluefni fyrir hvern einasta landsmann. Aðeins þannig yrði hægt að verja alla þjóðina fyrir fuglaflensunni þar sem ekki er víst að einn skammtur á hvern landsmann myndi duga. 20.10.2005 00:01
Ungabörn auglýst til sölu á Netinu Lögreglan í Sjanghæ í Kína rannsakar nú mál þar sem ungabörn voru auglýst til sölu á Netinu. Auglýsingin birtist síðastliðinn sunnudag á vefsíðu sem er í eigu uppboðsvefjarins E-Bay. Að sögn lögreglu höfðu um fimmtíu manns skoðað auglýsinguna þegar málið komst upp en enginn reynt að ganga frá kaupum. 20.10.2005 00:01
Palestínumenn styðja Saddam Tugir Palestínumanna tóku þátt í mótmælagöngu til stuðnings Saddam Hussein, fyrrverandi einræðisherra Íraks, í Gaza-borg í gærdag. Mótmælendurnir segja Hussein fórnarlamb Bandaríkjamanna og að hann sé einn fárra valdamanna í heiminum sem hefur staðið þétt við bakið á Palestínu í stríðinu gegn Ísrael. 20.10.2005 00:01
Abbas og Bush funda Leiðtogi Palestínumanna, Mahmoud Abbas, kom til Washington í gær til að eiga fund með George Bush Bandaríkjaforseta en í enn eitt skiptið á að reyna að finna leiðir svo friður geti orðið á milli Ísraels og Palestínu. Abbas vill að Bush pressi á Ísraela til að hörfa frá öllum landnemasvæðum og að Palestínumenn fái að halda frjálsar kosningar. 20.10.2005 00:01
Lausir úr prísundinni Norsku srandgæslumennirnir tveir, sem var haldið hefur verið nauðugum um borð í rússneksum togaranum Electron, voru fluttir um borð í norskt skip í morgun að sögn rússneskra fjölmiðla. Öll skipin eru nú á Barentshafi skammt frá Kólaskaga. Norðmenn stóðu togarann að ólöglegum veiðum við Svalbarða á laugardag en skipstjóri togarans lagði á flótta með norsku varðskipsmennina innanborðs. 20.10.2005 00:01
Þróa bóluefni gegn flensuveirum Danskir vísindamenn segjast hafa fundið fljótvirka aðferð til að þróa bóluefni gegn flensuveirum hvers konar. Þeir vonast til að hægt verði að nota þessa aðferð til að þróa bóluefni gegn fuglaflensunni áður en kemur til faraldurs. Þetta kemur fram í grein í <em>Berlingske Tidende</em>. 20.10.2005 00:01
Éta það sem býðst Því meiri matur sem fólki er boðið upp á þeim mun meira borðar það, nema maturinn sé grænmeti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu bandarískra vísindamanna sem leita leiða til að draga úr offitu. 20.10.2005 00:01
Dánartalan gæti tvöfaldast Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir dánartölu vegna jarðskjálftanna í Pakistan og Indlandi tvöfaldast á næstunni, verði hjálp til fórnarlamba hamfaranna ekki aukin. Nú þegar hafa 80 þúsund látist. 20.10.2005 00:01
Símasambandi komið á Símasambandi hefur verið komið á milli pakistanska og indverska hluta Kasmírhéraðs eftir að jarðskjálfti reið þar yfir í síðustu viku. Margir íbúar svæðanna báðum megin við landamærin geta því nú í fyrsta skipti haft samband við ættingja sína og hafa stjórnvöld ákveðið að símtölin verði ókeypis. 20.10.2005 00:01
Fjórir féllu í sjálfsmorðsárás Að minnsta kosti fjórir féllu og um tuttugu slösuðust þegar maður sprengdi sig í loft upp í borginni Bakuba í 65 kílómetra fjarlægð frá Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Engin samtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér en talið er að menn Al-Qaida hafi verið að verki, nú sem svo oft áður. 20.10.2005 00:01
Forðast óþarfa hræðsluáróður Ríkisstjórnir og fjölmiðlar verða að vara sig á spám um yfirvofandi fuglaflensufaraldur því alls er enn óvíst hvort að faraldur brjótist út. Þetta segja alþjóðlegu ferðamálasamtökin sem óttast mikinn samdrátt á næstunni. 20.10.2005 00:01