Erlent

Sprenging á lestarstöð á Spáni

Sprengja sprakk nærri lestarstöð í Anon de Moncayo nærri borginni Zaragoza á norðaustanverðu Spáni í morgun. Engin meiðsl urðu á fólki í sprengingunni en skömmu fyrir hana sendu baskneskir aðskilnaðarsinnar í ETA fjölmiðlum viðvörun. Þetta er önnur sprengingin á fjórum dögum sem ETA stendur fyrir á Spáni. Hvorug hefur leitt til manntjóns en nær 850 manns hafa látist síðan ETA byrjaði að nota sprengjuárásir í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Baskahéraða árið 1968.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×