Erlent

Almenningur afvegaleiddur?

Ian Paisley, leiðtogi mótmælenda á Norður-Írlandi, ásakaði í dag hópinn sem stóð að afvopnun írska lýðveldishersins um að afvegaleiða almenning vísvitandi til að friða óánægjuraddir innan IRA. Hann segist sannfærður um að einungis hluta vopna lýðveldishersins hafi verið eytt. Sameiningarflokkur Paisleys hefur alla tíð neitað að ræða við Sinn Fein, stjórnmálaarm írska lýðveldishersins, og sagði Paisley í dag að engra breytinga væri að vænta þar um. IRA staðhæfir að öllum vopnum hafi verið eytt og að þar á bæ séu menn reiðubúnir að vinna með mótmælendum í átt að endanlegum friði á Norður-Írlandi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×