Erlent

Kosningum verður ekki flýtt

Flokkur Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, Likud-flokkurinn, hefur hafnað tillögu um að formaðurinn efni til formannskosninga í nóvember en Sharon hefði þurft að keppa við Benjamin Netanyahu, sem hefur beitt sér fyrir því að formannskosningunum, sem eiga að fara fram í apríl, verði flýtt. Netanyahu hefur ásakað Sharon um svik við bæði Ísrael og flokkinn vegna brottflutnings landnema og herliðs frá Gasasvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×