Erlent

Norðurpóllinn að bráðna?

Nýliðið sumar varð það hlýjasta á norðurpólnum í 400 ár, og ekki hefur verið minni ís á pólnum í heila öld. Ísinn hefur minnkað um 30% síðan árið 1978, og bráðnunin verður sífellt hraðari. Dr. Waleed Abdalati vísindamaður hjá NASA segir síðustu kannanir benda til þess að milljónir ára séu liðin síðan norðurpóllinn var síðast íslaus. Um leið og ísinn hverfur verður minna eftir til að endurkasta geislum sólarinnar, segja vísindamennirnir, og því gæti íslaus norðurpóll orsakað ógnarhita, amk. yfir sumarmánuðina. Ísinn hefur nú minnkað fjögur ár í röð, og ef fram fer sem horfir næstu ár mun íshellan aldrei ná aftur sinni fyrri stærð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×