Erlent

16 látnir vegna fellibyls

Sextán hafa látist af völdum fellibylsins Damrey sem reið yfir Hainan-eyjuna við suðurströnd Kína í gær. Yfirvöld á svæðinu segja storminn hafa hrifsað með sér um 20 þúsund heimili og eyðilagt um 380 kílómetra af þjóðvegum á eyjunni. Fellibylurinn skemmdi einnig um 700 þúsund hektara af ræktarlandi og eru skemmdir af völdum hans metnar á um 1,2 milljarða dollara. Damrey er stærsti fellibylurinn sem blæs á svæðinu síðan 1973.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×