Erlent

Háttsettur al-Qaida liði drepinn

Bandaríkjaher greindi frá því í dag að næstæðsti maður al-Qaida samtakanna í Írak hefði verið skotinn til bana á sunnudag. Bandarískar og írakskar hersveitir fengu ábendingu frá írökskum borgara og fundu Abu Azzam í fjölbýlishúsi í Bagdad þar sem hann var skotinn. Azzam er sagður hafa verið hægri hönd Abus Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaida í Írak. Sérfræðingar segja hugsanlegt að þetta veiki uppreisnina í landinu en árásir þeirra héldu þó áfram í morgun þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í hópi manna sem hugðust skrá sig í íröksku lögregluna. Að minnsta kosti tíu létust og 30 særðust í tilræðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×