Erlent

Fá að snúa aftur til New Orleans

Ray Nagin, borgarstjóri New Orleans, hefur leyft íbúum borgarinnar að snúa aftur til síns heima í kjölfar þess að litlar skemmdir urðu af völdum fellibylsins Rítu, sem fór yfir Texas og Louisiana á laugardag. Á næstu tíu dögum er því búist við að um 180 þúsund manns snúi aftur en yfir hálf milljón manna yfirgaf borgina fyrir fjórum vikum. Réð borgarstjórinn ellilífeyrisþega og börn frá því að halda aftur til borgarinnar en sagði að verslunar- og fyrirtækjaeigendur mættu það. Um 80% New Orleans er enn undir vatni og er búist við að fjölmörg ár muni taka að koma hlutunum í samt horf á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×