Erlent

Mubarak sór embættiseið

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sór í gærmorgun embættiseið en hann sigraði örugglega í forsetakosningum í landinu fyrr í mánuðinum, þeim fyrstu þar sem frambjóðendum annarra flokka var leyft að bjóða sig fram. Mubarak, sem er sjötíu og sjö ára, hefur verið forseti síðan 1981 og verður forseti til ársins 2011 sitji hann út kjörtímabilið. Kosningalögum var breytt nýverið til að mæta kröfum um aukið lýðræði. Fáum dylst þó að aðrir frambjóðendur áttu litla sem enga möguleika á sigri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×