Erlent

Sjö látnir af völdum Rítu

Tala látinna af völdum fellibylsins Rítu er nú komin í sjö en björgunarsveitir fundu lík fimm manna fjölskyldu í íbúð í Beaumont í Texas í gær. Fólkið lést þegar rafall sem var í íbúðinni bilaði í fellibylnum og gaf frá sér eitraðar gufur en fólkið notaði rafalinn þar sem rafmagnslaust hafði orðið í fellibylnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×