Erlent

Efast um að IRA hafi afvopnast

Þrátt fyrir að staðfest hafi verið að Írski lýðveldisherinn, helstu samtök herskárra aðskilnaðarsinna á Norður-Írlandi, hafi eytt öllum vopnum sínum segist Ian Paisley, leiðtogi sambandssinna á Norður-Írlandi, ekki sannfærður um að búið sé að eyða öllum vopnum samtakanna. Á fundi sem haldinn var í Belfast í gær sagði Paisley að yfirlýsingin sýndi fram á óheiðarleika og undirhyggju bresku og írsku ríkisstjórnanna. Ekki væri hægt að sannreyna afvopnun IRA og að yfirlýsinguna mætti kalla fölsun aldarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×