Erlent

Damrey gerir usla

Fellibylurinn Damrey gekk á land í Thanh Hoa héraði í Víetnam gærmorgun og slösuðust nokkrir í óveðrinu. Áður hafði stormurinn farið yfir Hainan-eyju, sem tilheyrir Kína, og lágu þar níu manns í valnum. Tæplega 300.000 íbúar voru fluttir af heimilum sínum í Thanh Hoa og nálægum héruðum. Þegar fellibylurinn gekk svo á land fylgdu honum 4,5 m háar flóðbylgjur, rafmagn fór af stórum hluta svæðisins og tré rifnuðu upp með rótum. Hrísgrjónaakrar liggja nú undir vatni og er búist við að langan tíma taki að koma lífi íbúanna í samt lag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×