Erlent

Karlremban úr þjóðsöngnum

Austurríkismenn hafa ákveðið að uppræta karlrembuna í þjóðsöng landsins. Að frumkvæði kvennamálaráðherrans Maríu Rauch-Kallat verður texta þjóðsöngsins nú breytt þannig, að línan "Ættjörð ert þú mikilla sona" verður "Ættjörð mikilla dætra, sona". Þá verður á öðrum stað í söngnum "bræðrakór" breytt í "gleðikór" og "föðurland" í "ættjörð". Þjóðsöngurinn var saminn í samkeppni eftir að Austurríki varð aftur sjálfstætt ríki í kjölfar Síðari heimsstyrjaldar. Höfundur vinningstextans var kona, Paula von Preradovic, en lagið er eftir Mozart.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×