Fleiri fréttir Rita kraftmeiri en Katrín <p>Borgarstjóri Houston, stærstu borgar Texas, gaf í gær út áskorun til íbúa borgarinnar sem búa næst sjó að koma sér í öruggt skjól innar í landi, þegar fellibylurinn Rita nálgast. 21.9.2005 00:01 Fallast ekki á kröfur Norður-Kóreu Norður Kóreumenn ætla ekki að láta af kjarnorkuáætlun sinni, nema þeim verði heitið kjarnaofnum til framleiðslu raforku. Þetta stingur í stúf við samkomulag frá því í gær, þar sem Norður Kóreumenn hétu því að hætta þróun kjarnavopna, gegn efnahagslegri aðstoð og stjórnmálasambandi. 20.9.2005 00:01 Flúðu heimili sín Meira en áttatíu þúsund manns yfirgáfu heimili sín á Flórída og í nágrenni í gær, vegna hitabeltisstormsins Rítu, sem óttast er að verði að fellibyl innan skamms. Þá hafa hundrað og þrjátíu þúsund manns til viðbótar verið hvattir til að vera á varðbergi. 20.9.2005 00:01 Wiesenthal látinn Simon Wiesenthal, sem helgaði líf sitt því að draga stríðsglæpamenn nasista fyrir rétt eftir síðari heimstyrjöldina, er látinn, 96 ára að aldri. 20.9.2005 00:01 Olíuverð rauk upp Heimsmarkaðsverð á hráolíutunnu rauk upp í gær vegna ótta spákaupmanna við að tíðindi frá fundi OPEC-ríkjanna síðar í dag verði óhliðholl olíumarkaðnum. Verðið hækkaði um heil sjö prósent í gær, úr 63 Bandaríkjadölum upp í rúma 67 Bandaríkjadali, og er þetta mesta hækkun á einum degi síðan í desember 2001. 20.9.2005 00:01 Óbreyttir borgarar létust Tveir óbreyttir borgarar létust þegar skotbardagar brutust út á milli breskra hermanna og mótmælenda í borginni Basra í Írak í gærkvöldi. Fyrr um daginn voru tveir breskir leyniþjónustumenn í dulargervi handteknir fyrir að skjóta að írökskum lögreglumönnum sem gerðu sig líklega til að handsama þá. 20.9.2005 00:01 Fyrsta andlitsígræðsla sögunnar Læknar í Bandaríkjunum undirbúa nú fyrstu andlitsígræðslu sögunnar. Hópur lækna í Cleveland mun á næstunni taka viðtöl við tólf einstaklinga, sem eru afmyndaðir í andliti, með það fyrir augum að velja einn til að græða á nýtt andlit. 20.9.2005 00:01 Sharon notaði ólöglegar aðferðir Ísraelsk sjónvarpsstöð greindi frá því í gærkvöldi að Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, hefði notað ólöglegar aðferðir við að fjármagna kosningabaráttu sína í nýlegri heimsókn til New York. Á boðsmiða á samkomuna með Sharon sagði að gert væri ráð fyrir að þeir sem á hana kæmu gæfu minnst tíu þúsund dollara í kosningasjóði Sharons. 20.9.2005 00:01 30 drepnir í Darfúr Uppreisnarmenn á bandi ríkisstjórnar Súdans hafa undanfarna daga drepið þrjátíu manns í Darfúr-héraði. Átök hafa staðið síðan á laugardaginn og nú eru friðarviðræður í uppnámi. Til stóð að halda fundi í Nígeríu til að reyna að ráða bót á ástandinu en nú er alls óvíst að af þeim verði. 20.9.2005 00:01 Íbúar Tal Afar snúa heim Íbúar Tal Afar í Írak snúa nú heim til sín hver af öðrum eftir að hafa flúið vegna skotbardaga undanfarnar tvær vikur. Bandarískar og írakskar hersveitir hófu áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni fyrir tíu dögum og síðan þá hefur byssugelt heyrst frá morgni til kvölds og skriðdrekar keyrt um í miðbænum. 20.9.2005 00:01 Íbúar New Orleans snúa ekki aftur Borgarstjórinn í New Orleans hefur hætt við að leyfa íbúum að snúa aftur af ótta við frekari flóð í borginni. Tugþúsundir manna hafa yfirgefið heimili sín í nágrenni Flórída vegna hitabeltisstormsins Rítu sem gengur líklega þar yfir síðar í dag. 20.9.2005 00:01 Höfnuðu ráðherraefni Júsjenkó Úkraínskir þingmenn höfnuðu í dag manninum sem Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, vill fá sem næsta forsætisráðherra landsins. Niðurstaða þingsins þykir mikið áfall fyrir Júsjenkó. 20.9.2005 00:01 Tyrkir hefja viðræður við ESB Tyrkir hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið þriðja október næstkomandi. Þetta varð ljóst eftir að Tassos Papadopoulos, forseti Kýpur, lýsti því að ekkert hinna tuttugu og fimm aðildarríkja sambandsins legðist á móti aðildarviðræðum við Tyrki. 20.9.2005 00:01 Könnuðu aðstæður 2 vikum áður Breska lögreglan birti í morgun myndir úr eftirlitsmyndavélum sem sýna þrjá þeirra sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásirnar mannskæðu í Lundúnum sjöunda júlí vera að kanna aðstæður í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. 20.9.2005 00:01 Sex látnir eftir flóð í Eþíópíu Sex létust þegar á flæddi yfir bakka sína í austurhuta Eþíópíu fyrir helgi, að því er Reuters-fréttastofan greindi frá síðdegis. Um 4000 manns neyddust til að yfirgefa heimili sín í kjölfar flóðsins. 20.9.2005 00:01 Joschka Fischer hættir Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands og leiðtogi Græningja, lýsti því yfir síðdegis að hann ætlaði sér að draga sig í hlé í framlínu þýskra stjórnmála. „Stórum hluta af lífi mínu síðustu tuttugu árin er nú að ljúka,“ sagði Fischer á blaðamannafundi. 20.9.2005 00:01 Sprenging á hóteli í Ísrael Sprenging varð á hóteli í borginni Bat Yam í Ísrael fyrir stundu. Ekki er vitað á þessari stundu hvort manntjón hafi orðið í sprengingunni. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá sjúkraliðsmönnum á vettvangi logar eldur á níundu hæð hótelsins. 20.9.2005 00:01 Bretar verja aðgerðir í Basra Það var "algjörlega rétt" af breska herliðinu í Írak að brjótast með brynvagni inn í fangelsi í Basra til að frelsa tvo breska hermenn, að því er talsmenn breskra stjórnvalda lýstu yfir í gær. Atvikið átti sér stað í fyrradag og olli mikilli reiði meðal Basrabúa. Írösk yfirvöld sögðu það "afar óheppilegt". 20.9.2005 00:01 Schröder til viðræðna án skilyrða Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari, sagði í gær að jafnaðarmenn gengju til þreifingarviðræðna við hina flokkana "án skilyrða". Þingflokkur kristilegra demókrata á þýska þinginu lýsti afgerandi stuðningi við flokksformanninn Angelu Merkel í atkvæðagreiðslu í gær. 20.9.2005 00:01 Simon Wiesenthal syrgður Stjórnmálaleiðtogar, mannréttindafrömuðir og talsmenn samtaka gyðinga um allan heim lýstu í gær sorg sinni yfir fráfalli Simons Wiesenthal og báru lof á hugrekki hans og staðfestu við að hafa uppi á stríðsglæpamönnum nasista og draga þá fyrir dóm. Nasistaveiðarinn heimskunni andaðist á heimili sínu í Vínarborg í fyrrinótt, 96 ára að aldri. 20.9.2005 00:01 Krefjast kjarnaofna að gjöf Ráðamenn í Norður-Kóreu sögðu í gær að þeir myndu ekki hætta við kjarnorkuáætlun sína nema fá léttvatns-kjarnaofna til friðsamlegrar raforkuframleiðslu. Þessar nýju kröfur virtust stefna í uppnám samkomulagi sem náðist í Peking á mánudag um að Norður-Kóreumenn hyrfu frá kjarnavopnaáformum sínum í skiptum fyrir efnahagsaðstoð og öryggistryggingar. 20.9.2005 00:01 Áfrýjunarréttarhaldi frestað Dómstóll í Moskvu féllst í gær á beiðni Mikhaíls Khodorkovskís um að fresta réttarhaldi um áfrýjun dómsins yfir honum fram á fimmtudag, í því skyni að gera aðalverjanda hans fært að mæta í réttinn. Hann er á sjúkrahúsi. 20.9.2005 00:01 Clinton-smokkar á markað í Kína Gúmmívöruframleiðandi í Kína hefur hafið markaðssetningu smokka undir vörumerkinu Clinton og Lewinsky. Kynlífshneykslið sem nærri því kostaði 42. forseta Bandaríkjanna embættið er því greinilega fjarri því að vera gleymt í huga Kínverja. 20.9.2005 00:01 Frændur vorir mótmæla líka Það er ekki bara á Íslandi sem vörubílstjórar eru æfareiðir út af háu olíuverði. Í gær tók hópur vörubílstjóra í Dublin á Írlandi sig til og tafði umferð á löngum kafla með því að aka bílum sínum löturhægt í röð eftir miðborginni. 20.9.2005 00:01 Nasistaveiðarinn mikli fallinn frá Ógnvaldur nasista númer eitt er fallinn í valinn. Símon Wiesenthal lést í nótt, 96 ára að aldri. Wiesenthal helgaði líf sitt því að koma lögum yfir stríðsglæpamenn úr seinni heimsstyrjöldinni. 20.9.2005 00:01 Londonárás: Æfðu aðgerðirnar Mennirnir sem frömdu hryðjuverkin í London sjöunda júlí æfðu aðgerðirnar í neðanjarðarlestum rétt rúmri viku fyrir árásirnar. Breska lögreglan telur mögulegt að þær upplýsingar varpi ljósi á hver var höfuðpaurinn á bak við árásirnar sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. 20.9.2005 00:01 Sprenging í sendiráði Breta Einn slasaðist lítillega þegar sprengja sprakk í sendiráði Bretlands í Króatíu núna í morgunsárið. Lögreglumenn vakta nú svæðið í kringum sendiráðið. Ekki er enn vitað hver stóð að sprengingunni. 19.9.2005 00:01 Ferðamenn flýja Flórída Fjölmargir ferðamenn hafa yfirgefið strendur Flórída af ótta við hitabeltisstorminn Rítu sem myndaðist við Bahamas-eyjar í gær. Hugsanlegt er að Ríta verði orðin að fellibyl síðdegis í dag þegar hún fer yfir svæðið á milli Flórída og Kúbu. 19.9.2005 00:01 440 uppreisnarmenn handsamaðir Fjögur hundruð og fjörutíu uppreisnarmenn hafa nú verið handsamaðir í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Átta þúsund og fimm hundruð írakskir og bandarískir hermenn hafa undanfarna tíu daga ráðist á öll vígi uppreisnarmanna í borginni og alls hafa nærri hundrað og áttatíu manns fallið í valinn, þar af fimmtán hermenn. 19.9.2005 00:01 Nota bökunarolíu í stað bensíns Nokkrir ökumenn í Kaliforníu hafa gripið til heldur nýstárlegra leiða til að mæta háu eldsneytisverði í Bandaríkjunum. Í stað þess að fylla bílinn af bensíni og tæma um leið budduna hefur hópur manna um nokkurt skeið notað bökunarolíu á tankinn með góðum árangri. 19.9.2005 00:01 Blaðamaður NY Times myrtur Írakskur blaðamaður, sem vann fyrir bandaríska stórblaðið <em>The New York Times</em>, fannst myrtur í borginni Basra í dag. Grímuklæddir menn höfðu rænt honum um helgina. 19.9.2005 00:01 50% Afgana kusu Um það bil helmingur afgönsku þjóðarinnar neytti kosningaréttar síns í fyrstu þingkosningum sem þar hafa farið fram í áratugi um helgina. Þetta gerðist þrátt fyrir hótanir talíbana um að drepa þá sem mættu til þess að kjósa. 19.9.2005 00:01 Kjarnorkubjörninn ekki unninn Loforði Norður-Kóreu um að hætta við kjarnorkuvopnaáætlun sína hefur verið fagnað, en menn óttast þó að björninn sé ekki endanlega unninn. 19.9.2005 00:01 Vilja leyfa erfðabreytt matvæli Danir munu greiða atkvæði með því að leyfa innflutning á erfðabreyttum matvælum, þegar landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins fjalla um málið, á morgun. Danska blaðið <em>Politiken</em> segir að þetta sé til komið vegna kúvendingar hjá dönskum jafnaðarmönnum. 19.9.2005 00:01 Merkel segist hafa skýrt umboð Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata í Þýskalandi, hefur í dag minnt Gerhard Schröder, kanslara og leiðtoga sósíaldemókrata, á það að hún hafi skýrt umboð til að mynda stjórn. Schröder hefur í dag reynt að fá frjálslynda demókrata til liðs með sósíaldemókrötum og græningjum. 19.9.2005 00:01 Enginn lýst ábyrgð á sprengingunni Sprengjan sem sprakk í breska sendiráðinu í Zagreb í Króatíu í morgun var bréfasprengja, að því er greinir frá á vef BBC. Einn starfsmaður sendiráðsins meiddist lítillega á fæti við sprenginguna. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á verknaðinum. 19.9.2005 00:01 Mannað geimfar til Mars? NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, tilkynnti í dag nýja gerð geimfars sem til stendur að smíða. Með geimfarinu er ætlunin að koma mönnum til tunglsins fyrir árið 2020. Hið nýja geimfar verður einnig útbúið með lengri geimferðir í huga og ætti einhverntíma á næstu áratugum að geta borið allt að sex áhafnarmeðlimi alla leið til Mars. 19.9.2005 00:01 Pattstaða í Berlín Í fyrsta sinn í sögu þýzka Sambandslýðveldisins er engan veginn ljóst hvernig stjórnarmynstur tekur við að kosningum loknum. Pattstaða er komin upp í þýzkum stjórnmálum og ljóst að erfitt mun reynast að mynda starfshæfan stjórnarmeirihluta. 19.9.2005 00:01 Naumur sigur Clark á Nýja Sjálandi Helen Clark, fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, hóf í gær viðræður við fulltrúa smáflokka um myndun nýs stjórnarmeirihluta sem gæti gert henni kleift að stjórna landinu þriðja kjörtímabilið í röð. 19.9.2005 00:01 Íbúar New Orleans tínast heim Íbúar New Orleans eru nú farnir að hlýða kalli borgarstjórans og tínast heim aftur, þrátt fyrir andstöðu alríkisstjórnarinnar. Alríkisstjórnin í Washington er á móti þessu og segir að borgin sé ennþá hættusvæði. 19.9.2005 00:01 Kristilegum demókrötum spáð sigri Kosningar til þýska sambandsþingsins hófust í morgun og eru rúmlega 60 milljónir manna á kjörskrá. Samkvæmt síðustu könnunum fyrir kjördag er flokki Angelu Merkel, Kristilegum demókrötum, spáð sigri með um ríflega 40 prósentum atkvæða og bendir því allt til þess að hún verði næsti kanslari Þýskalands og taki við embættinu af Gerhard Schröder, leiðtoga Jafnaðarmanna. 18.9.2005 00:01 Fyrstu kosningar í áratugi Fyrstu þingkosningar í margra áratugi fara fram í Afganistan í dag. Þrátt fyrir hótanir talibana um að beita þá ofbeldi sem ekki hunsa kosningarnar eru margir mættir á kjörstaði, en óttast er að til átaka komi á nokkrum stöðum. Hamid Karzai, forseti landsins, brýnir fyrir kjósendum að nýta rétt sinn en hann segir kosningarnar geta ráðið úrslitum um framtíð landsins og uppbyggingu þess. 18.9.2005 00:01 Þingmaður myrtur í Írak Byssumenn myrtu írakskan þingmann og særðu annan í Írak í gærkvöld. Þingmaðurinn Faris Hussein féll ásamt þremur lífvörðum sínum fyrir hendi byssumannanna en hann var á ferð ásamt öðrum þingmanni nærri bænum Dujail á leið til höfuðborgarinnar Bagdad. 18.9.2005 00:01 Íranar haldi áfram framleiðslu Forseti Írans varði rétt Írana til þess að framleiða kjarnorku þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Vonir manna um sátt í kjarnorkudeilu Írana og vesturveldanna dvínuðu við það og er hugsanlegt að málinu verði skotið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 18.9.2005 00:01 Aldrei minni munur á fylkingum Sextíu og tvær milljónir Þjóðverja geta í dag ákveðið hver verður kanslari landsins næstu fjögur ár. Aldrei í nútímastjórnmálasögu Þýskalands hefur munurinn á milli fylkinga verið jafn lítill og kosningabaráttan virðist halda áfram þar til kjörstöðum verður lokað. 18.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Rita kraftmeiri en Katrín <p>Borgarstjóri Houston, stærstu borgar Texas, gaf í gær út áskorun til íbúa borgarinnar sem búa næst sjó að koma sér í öruggt skjól innar í landi, þegar fellibylurinn Rita nálgast. 21.9.2005 00:01
Fallast ekki á kröfur Norður-Kóreu Norður Kóreumenn ætla ekki að láta af kjarnorkuáætlun sinni, nema þeim verði heitið kjarnaofnum til framleiðslu raforku. Þetta stingur í stúf við samkomulag frá því í gær, þar sem Norður Kóreumenn hétu því að hætta þróun kjarnavopna, gegn efnahagslegri aðstoð og stjórnmálasambandi. 20.9.2005 00:01
Flúðu heimili sín Meira en áttatíu þúsund manns yfirgáfu heimili sín á Flórída og í nágrenni í gær, vegna hitabeltisstormsins Rítu, sem óttast er að verði að fellibyl innan skamms. Þá hafa hundrað og þrjátíu þúsund manns til viðbótar verið hvattir til að vera á varðbergi. 20.9.2005 00:01
Wiesenthal látinn Simon Wiesenthal, sem helgaði líf sitt því að draga stríðsglæpamenn nasista fyrir rétt eftir síðari heimstyrjöldina, er látinn, 96 ára að aldri. 20.9.2005 00:01
Olíuverð rauk upp Heimsmarkaðsverð á hráolíutunnu rauk upp í gær vegna ótta spákaupmanna við að tíðindi frá fundi OPEC-ríkjanna síðar í dag verði óhliðholl olíumarkaðnum. Verðið hækkaði um heil sjö prósent í gær, úr 63 Bandaríkjadölum upp í rúma 67 Bandaríkjadali, og er þetta mesta hækkun á einum degi síðan í desember 2001. 20.9.2005 00:01
Óbreyttir borgarar létust Tveir óbreyttir borgarar létust þegar skotbardagar brutust út á milli breskra hermanna og mótmælenda í borginni Basra í Írak í gærkvöldi. Fyrr um daginn voru tveir breskir leyniþjónustumenn í dulargervi handteknir fyrir að skjóta að írökskum lögreglumönnum sem gerðu sig líklega til að handsama þá. 20.9.2005 00:01
Fyrsta andlitsígræðsla sögunnar Læknar í Bandaríkjunum undirbúa nú fyrstu andlitsígræðslu sögunnar. Hópur lækna í Cleveland mun á næstunni taka viðtöl við tólf einstaklinga, sem eru afmyndaðir í andliti, með það fyrir augum að velja einn til að græða á nýtt andlit. 20.9.2005 00:01
Sharon notaði ólöglegar aðferðir Ísraelsk sjónvarpsstöð greindi frá því í gærkvöldi að Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, hefði notað ólöglegar aðferðir við að fjármagna kosningabaráttu sína í nýlegri heimsókn til New York. Á boðsmiða á samkomuna með Sharon sagði að gert væri ráð fyrir að þeir sem á hana kæmu gæfu minnst tíu þúsund dollara í kosningasjóði Sharons. 20.9.2005 00:01
30 drepnir í Darfúr Uppreisnarmenn á bandi ríkisstjórnar Súdans hafa undanfarna daga drepið þrjátíu manns í Darfúr-héraði. Átök hafa staðið síðan á laugardaginn og nú eru friðarviðræður í uppnámi. Til stóð að halda fundi í Nígeríu til að reyna að ráða bót á ástandinu en nú er alls óvíst að af þeim verði. 20.9.2005 00:01
Íbúar Tal Afar snúa heim Íbúar Tal Afar í Írak snúa nú heim til sín hver af öðrum eftir að hafa flúið vegna skotbardaga undanfarnar tvær vikur. Bandarískar og írakskar hersveitir hófu áhlaup á vígi uppreisnarmanna í borginni fyrir tíu dögum og síðan þá hefur byssugelt heyrst frá morgni til kvölds og skriðdrekar keyrt um í miðbænum. 20.9.2005 00:01
Íbúar New Orleans snúa ekki aftur Borgarstjórinn í New Orleans hefur hætt við að leyfa íbúum að snúa aftur af ótta við frekari flóð í borginni. Tugþúsundir manna hafa yfirgefið heimili sín í nágrenni Flórída vegna hitabeltisstormsins Rítu sem gengur líklega þar yfir síðar í dag. 20.9.2005 00:01
Höfnuðu ráðherraefni Júsjenkó Úkraínskir þingmenn höfnuðu í dag manninum sem Viktor Júsjenkó, forseti Úkraínu, vill fá sem næsta forsætisráðherra landsins. Niðurstaða þingsins þykir mikið áfall fyrir Júsjenkó. 20.9.2005 00:01
Tyrkir hefja viðræður við ESB Tyrkir hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið þriðja október næstkomandi. Þetta varð ljóst eftir að Tassos Papadopoulos, forseti Kýpur, lýsti því að ekkert hinna tuttugu og fimm aðildarríkja sambandsins legðist á móti aðildarviðræðum við Tyrki. 20.9.2005 00:01
Könnuðu aðstæður 2 vikum áður Breska lögreglan birti í morgun myndir úr eftirlitsmyndavélum sem sýna þrjá þeirra sem grunaðir eru um hryðjuverkaárásirnar mannskæðu í Lundúnum sjöunda júlí vera að kanna aðstæður í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. 20.9.2005 00:01
Sex látnir eftir flóð í Eþíópíu Sex létust þegar á flæddi yfir bakka sína í austurhuta Eþíópíu fyrir helgi, að því er Reuters-fréttastofan greindi frá síðdegis. Um 4000 manns neyddust til að yfirgefa heimili sín í kjölfar flóðsins. 20.9.2005 00:01
Joschka Fischer hættir Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands og leiðtogi Græningja, lýsti því yfir síðdegis að hann ætlaði sér að draga sig í hlé í framlínu þýskra stjórnmála. „Stórum hluta af lífi mínu síðustu tuttugu árin er nú að ljúka,“ sagði Fischer á blaðamannafundi. 20.9.2005 00:01
Sprenging á hóteli í Ísrael Sprenging varð á hóteli í borginni Bat Yam í Ísrael fyrir stundu. Ekki er vitað á þessari stundu hvort manntjón hafi orðið í sprengingunni. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá sjúkraliðsmönnum á vettvangi logar eldur á níundu hæð hótelsins. 20.9.2005 00:01
Bretar verja aðgerðir í Basra Það var "algjörlega rétt" af breska herliðinu í Írak að brjótast með brynvagni inn í fangelsi í Basra til að frelsa tvo breska hermenn, að því er talsmenn breskra stjórnvalda lýstu yfir í gær. Atvikið átti sér stað í fyrradag og olli mikilli reiði meðal Basrabúa. Írösk yfirvöld sögðu það "afar óheppilegt". 20.9.2005 00:01
Schröder til viðræðna án skilyrða Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari, sagði í gær að jafnaðarmenn gengju til þreifingarviðræðna við hina flokkana "án skilyrða". Þingflokkur kristilegra demókrata á þýska þinginu lýsti afgerandi stuðningi við flokksformanninn Angelu Merkel í atkvæðagreiðslu í gær. 20.9.2005 00:01
Simon Wiesenthal syrgður Stjórnmálaleiðtogar, mannréttindafrömuðir og talsmenn samtaka gyðinga um allan heim lýstu í gær sorg sinni yfir fráfalli Simons Wiesenthal og báru lof á hugrekki hans og staðfestu við að hafa uppi á stríðsglæpamönnum nasista og draga þá fyrir dóm. Nasistaveiðarinn heimskunni andaðist á heimili sínu í Vínarborg í fyrrinótt, 96 ára að aldri. 20.9.2005 00:01
Krefjast kjarnaofna að gjöf Ráðamenn í Norður-Kóreu sögðu í gær að þeir myndu ekki hætta við kjarnorkuáætlun sína nema fá léttvatns-kjarnaofna til friðsamlegrar raforkuframleiðslu. Þessar nýju kröfur virtust stefna í uppnám samkomulagi sem náðist í Peking á mánudag um að Norður-Kóreumenn hyrfu frá kjarnavopnaáformum sínum í skiptum fyrir efnahagsaðstoð og öryggistryggingar. 20.9.2005 00:01
Áfrýjunarréttarhaldi frestað Dómstóll í Moskvu féllst í gær á beiðni Mikhaíls Khodorkovskís um að fresta réttarhaldi um áfrýjun dómsins yfir honum fram á fimmtudag, í því skyni að gera aðalverjanda hans fært að mæta í réttinn. Hann er á sjúkrahúsi. 20.9.2005 00:01
Clinton-smokkar á markað í Kína Gúmmívöruframleiðandi í Kína hefur hafið markaðssetningu smokka undir vörumerkinu Clinton og Lewinsky. Kynlífshneykslið sem nærri því kostaði 42. forseta Bandaríkjanna embættið er því greinilega fjarri því að vera gleymt í huga Kínverja. 20.9.2005 00:01
Frændur vorir mótmæla líka Það er ekki bara á Íslandi sem vörubílstjórar eru æfareiðir út af háu olíuverði. Í gær tók hópur vörubílstjóra í Dublin á Írlandi sig til og tafði umferð á löngum kafla með því að aka bílum sínum löturhægt í röð eftir miðborginni. 20.9.2005 00:01
Nasistaveiðarinn mikli fallinn frá Ógnvaldur nasista númer eitt er fallinn í valinn. Símon Wiesenthal lést í nótt, 96 ára að aldri. Wiesenthal helgaði líf sitt því að koma lögum yfir stríðsglæpamenn úr seinni heimsstyrjöldinni. 20.9.2005 00:01
Londonárás: Æfðu aðgerðirnar Mennirnir sem frömdu hryðjuverkin í London sjöunda júlí æfðu aðgerðirnar í neðanjarðarlestum rétt rúmri viku fyrir árásirnar. Breska lögreglan telur mögulegt að þær upplýsingar varpi ljósi á hver var höfuðpaurinn á bak við árásirnar sem kostuðu fimmtíu og tvo lífið. 20.9.2005 00:01
Sprenging í sendiráði Breta Einn slasaðist lítillega þegar sprengja sprakk í sendiráði Bretlands í Króatíu núna í morgunsárið. Lögreglumenn vakta nú svæðið í kringum sendiráðið. Ekki er enn vitað hver stóð að sprengingunni. 19.9.2005 00:01
Ferðamenn flýja Flórída Fjölmargir ferðamenn hafa yfirgefið strendur Flórída af ótta við hitabeltisstorminn Rítu sem myndaðist við Bahamas-eyjar í gær. Hugsanlegt er að Ríta verði orðin að fellibyl síðdegis í dag þegar hún fer yfir svæðið á milli Flórída og Kúbu. 19.9.2005 00:01
440 uppreisnarmenn handsamaðir Fjögur hundruð og fjörutíu uppreisnarmenn hafa nú verið handsamaðir í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks. Átta þúsund og fimm hundruð írakskir og bandarískir hermenn hafa undanfarna tíu daga ráðist á öll vígi uppreisnarmanna í borginni og alls hafa nærri hundrað og áttatíu manns fallið í valinn, þar af fimmtán hermenn. 19.9.2005 00:01
Nota bökunarolíu í stað bensíns Nokkrir ökumenn í Kaliforníu hafa gripið til heldur nýstárlegra leiða til að mæta háu eldsneytisverði í Bandaríkjunum. Í stað þess að fylla bílinn af bensíni og tæma um leið budduna hefur hópur manna um nokkurt skeið notað bökunarolíu á tankinn með góðum árangri. 19.9.2005 00:01
Blaðamaður NY Times myrtur Írakskur blaðamaður, sem vann fyrir bandaríska stórblaðið <em>The New York Times</em>, fannst myrtur í borginni Basra í dag. Grímuklæddir menn höfðu rænt honum um helgina. 19.9.2005 00:01
50% Afgana kusu Um það bil helmingur afgönsku þjóðarinnar neytti kosningaréttar síns í fyrstu þingkosningum sem þar hafa farið fram í áratugi um helgina. Þetta gerðist þrátt fyrir hótanir talíbana um að drepa þá sem mættu til þess að kjósa. 19.9.2005 00:01
Kjarnorkubjörninn ekki unninn Loforði Norður-Kóreu um að hætta við kjarnorkuvopnaáætlun sína hefur verið fagnað, en menn óttast þó að björninn sé ekki endanlega unninn. 19.9.2005 00:01
Vilja leyfa erfðabreytt matvæli Danir munu greiða atkvæði með því að leyfa innflutning á erfðabreyttum matvælum, þegar landbúnaðarráðherrar Evrópusambandsins fjalla um málið, á morgun. Danska blaðið <em>Politiken</em> segir að þetta sé til komið vegna kúvendingar hjá dönskum jafnaðarmönnum. 19.9.2005 00:01
Merkel segist hafa skýrt umboð Angela Merkel, leiðtogi kristilegra demókrata í Þýskalandi, hefur í dag minnt Gerhard Schröder, kanslara og leiðtoga sósíaldemókrata, á það að hún hafi skýrt umboð til að mynda stjórn. Schröder hefur í dag reynt að fá frjálslynda demókrata til liðs með sósíaldemókrötum og græningjum. 19.9.2005 00:01
Enginn lýst ábyrgð á sprengingunni Sprengjan sem sprakk í breska sendiráðinu í Zagreb í Króatíu í morgun var bréfasprengja, að því er greinir frá á vef BBC. Einn starfsmaður sendiráðsins meiddist lítillega á fæti við sprenginguna. Enginn hefur enn lýst ábyrgð á verknaðinum. 19.9.2005 00:01
Mannað geimfar til Mars? NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, tilkynnti í dag nýja gerð geimfars sem til stendur að smíða. Með geimfarinu er ætlunin að koma mönnum til tunglsins fyrir árið 2020. Hið nýja geimfar verður einnig útbúið með lengri geimferðir í huga og ætti einhverntíma á næstu áratugum að geta borið allt að sex áhafnarmeðlimi alla leið til Mars. 19.9.2005 00:01
Pattstaða í Berlín Í fyrsta sinn í sögu þýzka Sambandslýðveldisins er engan veginn ljóst hvernig stjórnarmynstur tekur við að kosningum loknum. Pattstaða er komin upp í þýzkum stjórnmálum og ljóst að erfitt mun reynast að mynda starfshæfan stjórnarmeirihluta. 19.9.2005 00:01
Naumur sigur Clark á Nýja Sjálandi Helen Clark, fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands, hóf í gær viðræður við fulltrúa smáflokka um myndun nýs stjórnarmeirihluta sem gæti gert henni kleift að stjórna landinu þriðja kjörtímabilið í röð. 19.9.2005 00:01
Íbúar New Orleans tínast heim Íbúar New Orleans eru nú farnir að hlýða kalli borgarstjórans og tínast heim aftur, þrátt fyrir andstöðu alríkisstjórnarinnar. Alríkisstjórnin í Washington er á móti þessu og segir að borgin sé ennþá hættusvæði. 19.9.2005 00:01
Kristilegum demókrötum spáð sigri Kosningar til þýska sambandsþingsins hófust í morgun og eru rúmlega 60 milljónir manna á kjörskrá. Samkvæmt síðustu könnunum fyrir kjördag er flokki Angelu Merkel, Kristilegum demókrötum, spáð sigri með um ríflega 40 prósentum atkvæða og bendir því allt til þess að hún verði næsti kanslari Þýskalands og taki við embættinu af Gerhard Schröder, leiðtoga Jafnaðarmanna. 18.9.2005 00:01
Fyrstu kosningar í áratugi Fyrstu þingkosningar í margra áratugi fara fram í Afganistan í dag. Þrátt fyrir hótanir talibana um að beita þá ofbeldi sem ekki hunsa kosningarnar eru margir mættir á kjörstaði, en óttast er að til átaka komi á nokkrum stöðum. Hamid Karzai, forseti landsins, brýnir fyrir kjósendum að nýta rétt sinn en hann segir kosningarnar geta ráðið úrslitum um framtíð landsins og uppbyggingu þess. 18.9.2005 00:01
Þingmaður myrtur í Írak Byssumenn myrtu írakskan þingmann og særðu annan í Írak í gærkvöld. Þingmaðurinn Faris Hussein féll ásamt þremur lífvörðum sínum fyrir hendi byssumannanna en hann var á ferð ásamt öðrum þingmanni nærri bænum Dujail á leið til höfuðborgarinnar Bagdad. 18.9.2005 00:01
Íranar haldi áfram framleiðslu Forseti Írans varði rétt Írana til þess að framleiða kjarnorku þegar hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. Vonir manna um sátt í kjarnorkudeilu Írana og vesturveldanna dvínuðu við það og er hugsanlegt að málinu verði skotið til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 18.9.2005 00:01
Aldrei minni munur á fylkingum Sextíu og tvær milljónir Þjóðverja geta í dag ákveðið hver verður kanslari landsins næstu fjögur ár. Aldrei í nútímastjórnmálasögu Þýskalands hefur munurinn á milli fylkinga verið jafn lítill og kosningabaráttan virðist halda áfram þar til kjörstöðum verður lokað. 18.9.2005 00:01