Mannað geimfar til Mars?

NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, tilkynnti í dag nýja gerð geimfars sem til stendur að smíða. Með geimfarinu er ætlunin að koma mönnum til tunglsins fyrir árið 2020. Hið nýja geimfar verður einnig útbúið með lengri geimferðir í huga og ætti einhverntíma á næstu áratugum að geta borið allt að sex áhafnarmeðlimi alla leið til Mars. Hingað til hefur einungis verið reynt að senda þangað ómönnuð geimför, með misgóðum árangri. Geimfarið byggir á nýjustu tækni og má sjá tölvuteiknaðar myndir af því á heimasíðu geimferðastofunarinnar, www.nasa.gov.