Erlent

Frændur vorir mótmæla líka

Það er ekki bara á Íslandi sem vörubílstjórar eru æfareiðir út af háu olíuverði. Í gær tók hópur vörubílstjóra í Dublin á Írlandi sig til og tafði umferð á löngum kafla með því að aka bílum sínum löturhægt í röð eftir miðborginni. Mótmælin minna nokkuð á aðgerðir hérlendra bílstjóra um verslunarmannahelgina þegar vörubílum var ekið á hálfum hraða frá Háskóla Íslands upp í Mosfellsbæ. Bílstjórarnir á Írlandi gengu þó nokkuð lengra en kollegar þeirra hér á landi og keyrðu mun hægar. Ólíklegt verður að teljast að lögreglunni hafi verið skemmt og því líklega ekkert tóbak í boði fyrir bílstjórana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×