Erlent

Ferðamenn flýja Flórída

Fjölmargir ferðamenn hafa yfirgefið strendur Flórída af ótta við hitabeltisstorminn Rítu sem myndaðist við Bahamas-eyjar í gær. Hugsanlegt er að Ríta verði orðin að fellibyl síðdegis í dag þegar hún fer yfir svæðið á milli Flórída og Kúbu. Þar hefur þegar verið gefin út viðvörun og íbúar láglendra svæða mega búast við að þurfa að yfirgefa heimili sín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×