Erlent

50% Afgana kusu

Um það bil helmingur afgönsku þjóðarinnar neytti kosningaréttar síns í fyrstu þingkosningum sem þar hafa farið fram í áratugi um helgina. Þetta gerðist þrátt fyrir hótanir talíbana um að drepa þá sem mættu til þess að kjósa. Fjórtán manns voru drepnir á kjördag en kosningar fóru fram samkvæmt áætlun í öllum héruðum landsins. Talning atkvæða hefst á morgun og er áætlað að hún taki sextán daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×