Erlent

Kristilegum demókrötum spáð sigri

Kosningar til þýska sambandsþingsins hófust í morgun og eru rúmlega 60 milljónir manna á kjörskrá. Samkvæmt síðustu könnunum fyrir kjördag er flokki Angelu Merkel, Kristilegum demókrötum, spáð sigri með um ríflega 40 prósentum atkvæða og bendir því allt til þess að hún verði næsti kanslari Þýskalands og taki við embættinu af Gerhard Schröder, leiðtoga Jafnaðarmanna. Ekkert virðist þó enn öruggt með úrslit þingkosninganna því um fjórðungur kjósenda er enn óákveðinn. Kjörstöðum verður lokað í Þýskalandi klukkan sex ytra, klukkan fjögur að íslenskum tíma, og er þá jafnframt búist við fyrstu útgönguspám.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×