Erlent

Fyrsta andlitsígræðsla sögunnar

Læknar í Bandaríkjunum undirbúa nú fyrstu andlitsígræðslu sögunnar. Hópur lækna í Cleveland mun á næstunni taka viðtöl við tólf einstaklinga, sem eru afmyndaðir í andliti, með það fyrir augum að velja einn til að græða á nýtt andlit. Læknarnir hafa þegar grætt andlit á lík með góðum árangri en ljóst er að mun flóknara verður að framkvæma aðgerðina á lifandi einstaklingi. Aðeins helmingslíkur eru á að aðgerðin gangi upp og skiljanlega hafa heyrst mótbárur, bæði af öryggis- og siðferðisástæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×