Erlent

Clinton-smokkar á markað í Kína

Gúmmívöruframleiðandi í Kína hefur hafið markaðssetningu smokka undir vörumerkinu Clinton og Lewinsky. Kynlífshneykslið sem nærri því kostaði 42. forseta Bandaríkjanna embættið er því greinilega fjarri því að vera gleymt í huga Kínverja. Talsmaður fyrirtækisins, Liu Wenhua, tjáði AP að það væri að dreifa 100.000 Clinton og Lewinsky-smokkum til að kynna þessa nýju vöru. "Clinton-smokkurinn verður toppurinn á framleiðslulínu okkar," sagði Liu. Clinton-nafnið hefði verið valið vegna þess að það stæði fyrir "öruggt kynlíf".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×