Erlent

Fyrstu kosningar í áratugi

Fyrstu þingkosningar í margra áratugi fara fram í Afganistan í dag. Þrátt fyrir hótanir talibana um að beita þá ofbeldi sem ekki hunsa kosningarnar eru margir mættir á kjörstaði, en óttast er að til átaka komi á nokkrum stöðum. Hamid Karzai, forseti landsins, brýnir fyrir kjósendum að nýta rétt sinn en hann segir kosningarnar geta ráðið úrslitum um framtíð landsins og uppbyggingu þess. Um tólf milljónir manna eru á kjörskrá og eru kjörstaðir rúmlega sex þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×