Erlent

Flúðu heimili sín

Meira en áttatíu þúsund manns yfirgáfu heimili sín á Flórída og í nágrenni í gær, vegna hitabeltisstormsins Rítu, sem óttast er að verði að fellibyl innan skamms. Þá hafa hundrað og þrjátíu þúsund manns til viðbótar verið hvattir til að vera á varðbergi. Spáð er að vindhraði Rítu nái um fimmtíu metrum á sekúndu í dag, þegar hún gengur yfir Flórída og nágrenni. Í gærkvöldi negldi fólk fyrir glugga og hamstraði nauðsynjar, eins og svo oft áður í Flórída, þar sem fellibylir eru árlegur viðburður. Í New Orleans var í gær fallið frá því að senda hluta íbúanna aftur heim, þar sem Ríta gæti valdið flóðum þar og brotið flóðvarnir sem þegar eru veikar fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×