Erlent

NATO kemur að neyðaraðstoðinni

Yfirmenn Atlantshafsbandalagsins ákváðu í dag að skip og flugvélar sambandsins yrðu notuð til að ferja neyðaraðstoð frá Evrópu til hamfarasvæðanna í suðurhluta Bandaríkjanna. Tvö til þrjú skip verða notuð til að flytja stóran búnað eins og vatnspumpur og önnur tæki og flugvélarnar munu flytja það sem smærra er í sniðum: teppi, matarpakka og sjúkragögn. Tíu til tólf daga tekur að sigla yfir hafið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×