Erlent

Ekki talin hætta á flóðbylgju

Gríðarlega öflugur jarðskjálfti varð við Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi í morgun sem mældist 7,3 á Richter. Engar fregnir hafa enn borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum. Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku flóðbylgjumiðstöðinni í Kyrrahafi er ekki talin hætta á meiriháttar flóðbylgju af völdum jarðskjálftans. Jarðskjálftar af sömu stærðargráðu og sá sem reið yfir í morgun koma oft af stað stærðarflóðbylgjum sem kunna að valda mikilli eyðileggingu á ströndum sem eru í innan við 100 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans. Árið 1998 ollu tveir neðansjávarjarðskálftar við norðurhluta Papúa Nýju-Gíneu, sem mældust sjö á Richter, þremur flóðbylgjum sem kostuðu meira en tvö þúsund manns lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×