Erlent

Deutsche Bank rifinn

Ákveðið hefur verið að rífa byggingu Deutsche Bank sem skemmdist mikið í árásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Byggingin lá alveg við syðri turninn og þegar hann hrundi skemmdist hún svo mikið að hún hefur verið lokuð alveg síðan og verið umlukin svörtu neti. George Pataki, borgarstjóri í New York, tilkynnti í gær að samningar hefðu náðst við eigendur byggingarinnar og hún yrði jöfnuð við jörðu innan tveggja ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×