Fleiri fréttir Mótmæli á Gaza Tugþúsundir ísraelskra lögreglumanna eru nú í viðbragðsstöðu á Gaza svæðinu, þar sem fjölmenn mótmælaganga á að hefjast í dag. Þúsundir mótmælenda stefna inn á landnemabyggðir Gyðinga, til að láta í ljós óánægju með fyrirhugaðan brottfluttning Ísraela frá Gaza, sem á að hefjast um miðjan ágúst. 19.7.2005 00:01 Stuðningur við Íraksstríðið ástæða Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverka árásunum á Lundúni. Samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian telur minna en þriðjungur Breta að árásirnar hafi ekkert með Íraksstríðið að gera. Þá telja þrír af hverjum fjórum líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. 19.7.2005 00:01 Discovery á loft eftir viku Geimferjunni Discovery verður í fyrsta lagi skotið á loft í næstu viku. Nú er liðin vika síðan hætt var við að skjóta henni á loft, þar sem skynjari í eldsneytistanki reyndist bilaður. Enn er verið að rannsaka orsakir bilunarinnar og hvers vegna hennar varð ekki fyrr vart. 19.7.2005 00:01 Útbreiðsla fuglaflensunnar Tuttugu manns hafa látið lífið eftir að hafa smitast af fuglaflensu í Víetnam frá því í desember á síðasta ári. Alls hafa fjörutíu látist úr flensunni í landinu. Til að reyna að uppræta flensuna ætla stjórnvöld nú að bólusetja meira en fjögur hundruð milljónir fugla, meðal annars endur. 19.7.2005 00:01 Vaxandi vinsældir Angelu Merkel Sífellt meira kapp færist í kosningabaráttuna í Þýskalandi og ýmislegt bendir til þess að flokksformaður og kanslaraframbjóðandi Kristilegra demókrata eigi vaxandi vinsældum að fagna. 19.7.2005 00:01 Tengja árásir stríðsrekstri Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. 19.7.2005 00:01 Langvarandi þurrkar í Suður-Evrópu Langvarandi þurrkarr valda vaxandi vandræðum í Evrópu. Steikjandi hiti gerir illt verra, og óttast er að þetta geti valdið mannskaða líkt og fyrir tveimur árum, þegar tugþúsundir fórust. 19.7.2005 00:01 Njósnahneyksli Valerie Plame var árum saman njósnari hjá CIA. Hún sinnti leyniverkefnum og beitti AK-47 hríðskotariffli af mikilli færni. En hefur nú látið af störfum eftir að flett var ofan af henni í bandarískum fjölmiðlum. Það er brot á alríkislögum og var hafin rannsókn á lekanum. 19.7.2005 00:01 Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum Tony Blair hitti forystumenn breskra múslima í gær og boðaði í kjölfarið til stofnunar aðgerðasveita sem uppræta eiga "illa hugmyndafræði". 19.7.2005 00:01 Banað vegna nefndarsetu Mijbil Issa, einn fulltrúi súnnía í stjórnarskrárnefnd Íraks, var skotinn til bana ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum í Bagdad í gær. 19.7.2005 00:01 Átök lögreglu og mótmælenda Ísraelskar öryggissveitir vörnuðu andstæðingum brottflutnings landnema frá Gaza-ströndinni vegar í gær. Á sama tíma vex spennan í herbúðum Palestínumanna. 19.7.2005 00:01 Kvæntist móður sinni Íraskur flóttamaður með dvalarleyfi í Noregi kvæntist móður sinni í örvæntingarfullri viðleitni við að fá fjölskyldu sína til sín. 19.7.2005 00:01 Hryðjuverk í Tsjetsjeníu Fjórtán manns féllu í valinn eftir skotárás og sprengjutilræði tsjetsjenskra uppreisnarmanna í þorpinu Znamenskoje í Tsjetsjeníu. Tuttugu eru særðir. 19.7.2005 00:01 Tuttugu ára fangelsi Sakadómur Lundúnaborgar dæmdi í gær Faryadi Zardad, 42 ára stríðsherra frá Afganistan, í 20 ára fangelsi. 19.7.2005 00:01 Fimmtungur konur og börn Tæplega 25.000 borgarar hafa látist af völdum átaka í Írak síðan ráðist var þar inn vorið 2003. 19.7.2005 00:01 Hungursneyð í Níger Hungursneyð ríkir í Afríkuríkinu Níger en þar búa 3,6 milljónir manna við alvarlega vannæringu. Börn eru talin í sérstakri hættu. 19.7.2005 00:01 Mexíkó næst í röðinni Tæplega þriggja metra háar öldur hafa skollið á Jamaíku og eyðilagt tugi húsa eftir að fellibylurinn Emily gekk þar yfir í nótt. Búist er við að óveðrið skelli á Cancun í Mexíkó í fyrramálið en fréttastofan hefur heimildir fyrir að hópur íslenskra unglinga sé á staðnum. Þrjátíu þúsund ferðamönnum hefur verið skipað að yfirgefa svæðið. 18.7.2005 00:01 220 látnir í flóðum á Indlandi Alls hafa 220 manns látist og um 150 þúsund heimili eyðilagst í flóðum í norðausturhluta Indlands frá því regntímabilið hófst í vor. Um fjörutíu og fimm þúsund manns hafa verið fluttir í björgunarbúðir og búa nú þúsundir manna í opinberum byggingum, aðallega í skólum og á lestarstöðvum. 18.7.2005 00:01 Fellibylurinn Emily í Mexíkó Fellibylurinn Emily gengur nú sem stendur yfir Cancun í Mexíkó og hafast um þrjátíu þúsund ferðamenn við í neyðarskýlum. Alls hafa um hundrað og þrjátíu þúsund ferðamenn þurft að færa sig um set í Mexíkó síðan um helgina vegna fellibylsins. 18.7.2005 00:01 Skógareldar á Spáni Fjórtán spænskir slökkviliðsmenn fórust í baráttu við skógarelda í gær. Eldarnir hafa þegar eyðilagt um fimm þúsund hektara af skógi vöxnu landi og hafa hundruðir þurft að yfirgefa heimili sín vegna þessa. 18.7.2005 00:01 Harry Potter í sjö milljónir Nýjasta bókin um Harry Potter og ævintýri hans seldist í nærri sjö milljón eintökum fyrsta sólarhringinn eftir að hún kom út. Þetta þýðir að meira en tvö hundruð og fimmtíu þúsund eintök seldust á hverjum klukkutíma, en flestar bækur eru ekki gefnar út í svo mörgum eintökum. Þegar hefur verið ákveðið að auka upplag bókarinnar í 13,5 milljónir eintaka. 18.7.2005 00:01 Kennir Ísraelum um Leiðtogi Palestínumanna kennir Ísraelum um að allt sé á leiðinni á versta veg á Gaza svæðinu. Mahmoud Abbas segist ætla að gera allt til að koma í veg fyrir árásir palestínskra uppreisnarmanna á byggðir Ísraela á gaza svæðinu á næstunni. 18.7.2005 00:01 Sjítar spá borgarastyrjöld Írak er á barmi allsherjar borgarastyrjaldar að mati leiðtoga Sjíta í landinu. Sjítaklerkurinn og þingmaðurinn Sjeik- al Saghir sagði á írakska þinginu í gær að stríð gegn sjítum væri að brjótast út og með sama áframhaldi yrði erfitt að stöðva herská samtök Sjíta, sem brátt myndu svara fyrir sig og þá væri voðinn vís. 18.7.2005 00:01 Edward Heath látinn Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lést í gær áttatíu og níu ára að aldri. Hann var Íslendingum vel kunnur enda forsætisráðherra þegar annað þorskastríðið stóð. 18.7.2005 00:01 Ofsaveður í Taívan og Mexíkó Mjög öflugir stormar leika nú bæði Mexíkó og Taívan grátt. Fellibylurinn Emily gengur nú sem stendur yfir Cancun í Mexíkó og hvirfilbylurinn Haitang ber að norðausturströnd Taívans. 18.7.2005 00:01 Bresk yfirvöld sofandi á verðinum Chatham-house rannsóknarstofnunin sendi í gærkvöldi frá sér skýrslu, þar sem fullyrt er að stríðið í Írak hafi aukið stuðning við al-Qaeda og auðveldað bæði nýliðun og fjáröflun. Bretland væri fyrir vikið í meiri hættu en ella og tapaði á því að hafa fylgt Bandaríkjamönnum að máli. Það hafi reynst dýrt, bæði í mannslífum talið og einnig þegar litið væri til hryðjuverkavarna. 18.7.2005 00:01 Úrskurður hindrar framsal Þýski stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði í gær að maður sem grunaður er um tengsl við al-Kaída skyldi ekki framseldur til Spánar þar sem evrópska handtökutilskipunin, sem framsalsbeiðnin byggði á, bryti í bága við þýsku stjórnarskrána. 18.7.2005 00:01 Óveður á Taívan og Mexíkó Öflugir stormar ollu manntjóni og miklum skemmdum í dag. Á Taívan fórust nokkrir þegar hvirfilbylurinn Haitang reið yfir og tugir þúsunda ferðamanna flýðu fellibylinn Emily í Mexíkó. Þeirra á meðal var hópur íslenskra ungmenna. 18.7.2005 00:01 Þúsundir manna flýja fellibyli Fellibylurinn Emily skall á Yucatan-skaga í Mexíkó í fyrrinótt og skildi eftir sig slóð eyðileggingar. Ekki hafði þó frést í gær af neinum dauðsföllum eða alvarlegum meiðslum af völdum veðurofsans. Þúsundir heima- og ferðamanna leituðu skjóls í neyðarskýlum sem komið hafði verið upp í skólastofum og danssölum hótela. 18.7.2005 00:01 Þrýst á Bush að reka Rove George W. Bush sagði í gær að skyldi einhver í starfsliði hans verða uppvís að lögbroti í sambandi við upplýsingaleka sem fletti ofan af CIA-njósnara, myndi viðkomandi "ekki lengur fá að starfa í minni stjórn". Bush kom sér samt sem áður hjá því að svara beint spurningum um hlutverk stjórnmálaráðgjafa síns, Karl Rove, í málinu. 18.7.2005 00:01 Ásakanir um andvaraleysi MI5 Vangaveltur um hvort bresk yfirvöld hefðu sofið á verðinum færðust í aukana í gær, eftir að sagt var frá því í fjölmiðlum að innanríkisleyniþjónustan MI5 hefði tekið til athugunar að minnsta kosti einn mannanna fjögurra sem frömdu sprengjutilræðin í London þann 7. júlí. 18.7.2005 00:01 Enn friðarvon Ísraelsk stjórnvöld munu ekki senda hersveitir inn á Gazaströnd ef Mahmoud Abbas tekst að koma í veg fyrir árásir vígamanna á Ísrael sagði Ehud Olmert, varaforsætisráðherra Ísraels. Hann segir Ísraela ekki vilja gera neitt sem geti orðið vatn á myllu herskárra Palestínumanna sem vilji binda enda á vopnahléið frá síðasta vetri. 18.7.2005 00:01 Flugeldur banaði barni Sautján ára danskur piltur hefur verið ákærður fyrir að verða barni að bana. Hann hefur viðurkennt að hafa skotið flugeldi lárétt um síðustu áramót. Flugeldurinn fór í brjóstið á tveggja ára barni sem lést samstundis. Pilturinn segist ekki hafa orðið var við að flugeldurinn hafi hitt nokkurn en er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 18.7.2005 00:01 Lítill áhugi á Tyrkjum Einungis 35 prósent íbúa aðildarríkja Evrópusambandsins eru hlynnt aðild Tyrklands að sambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins. Tæpur helmingur styður aðild Rúmeníu að sambandinu en helmingur vill hleypa Búlgaríu í sambandið. 18.7.2005 00:01 Stríðsherra dæmdur fyrir pyntingar Breskur dómstóll hefur fundið afganskan stríðsherra sekan um pyntingar og gíslatöku sem áttu sér stað í útjaðri Kabúl, höfuðborgar Afganistans, á árunum upp úr 1990. 18.7.2005 00:01 Deilt um sekt efnafræðingsins Deilt er um hvort maðurinn sem handtekinn var í Kaíró í gær sé einn skipuleggjenda hryðjuverkanna í London. Lögreglan í Bretlandi telur að svo sé en innanríkisráðherra Egyptalands segir það af og frá. 17.7.2005 00:01 Mynd af hryðjuverkamönnunum Breska lögreglan hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Myndin er tekin á lestarstöðinni Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. 17.7.2005 00:01 Írak: 70 látnir og 160 særðir Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp við bensínstöð nærri mosku sjíta múslima í borginni Mussayyib, 60 kílómetra suður af Bagdad, höfuðborg Íraks. 17.7.2005 00:01 Tólf látnir eftir flóð í Indlandi Að minnsta kosti tólf fórust og um 150.000 heimili eyðilögðust vegna flóða í norðausturhluta Indlands í morgun. Alls hafa nú yfir 220 látist af völdum flóða í landinu frá því regntímabilið hófst í vor. 17.7.2005 00:01 Farþegaflugvél fórst Ekki er vitað hversu margir fórust er farþegaflugvél af gerðinni Anatonov fórst skömmu eftir flugtak í gærkvöld í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu. Þá er ekki heldur vitað hversu margir voru um borð en þó svo að á farþegaskránni hafi verið 35 og tíu manna áhöfn er vel hugsanlegt að þeir hafi verið fleiri því áhöfnum flugvéla er oft mútað til að taka aukafarþega. 17.7.2005 00:01 Hundruð hafa flúið heimili sín Tæplega þriggja metra háar öldur hafa skollið á Jamaíka og eyðilagt tugi húsa. Hundruð hafa flúið heimili sín vegna fellibylsins Emily og gista nú þúsundir í athvörfum. 17.7.2005 00:01 Fjórmenningarnir leiddir í gildru? Grunur leikur á að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sig í loft upp í London í síðustu viku, hafi verið leiddir í gildru. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu <em>Aftenposten</em>. 17.7.2005 00:01 Ákærur á Saddam lagðar fram Fyrstu ákærur á hendur Saddam Hussein, fyrrum einræðisherra í Írak, hafa verið lagðar fram en Hussein er ákærður fyrir fjöldamorð á sjíta múslimum í þorpinu Fujail sem er norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, árið 1982. Dómari í málinu segir að málið verði tekið fyrir á næstu dögum. 17.7.2005 00:01 Al-Qaida ætlar að ná völdum Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásum hefur fjölgað mjög í landinu að undanförnu og hafa hryðjuverkasamtökin Al-Qaida sagt að þeim linni ekki fyrr en samtökin ná völdum í landinu. 17.7.2005 00:01 Tíu Kúrdar drepnir í Tyrklandi Tíu uppreisnarmenn úr röðum Kúrda voru drepnir í árás tyrkneska hersins í í suðausturhluta Tyrklands í dag. Árásin var gerð í kjölfar sjálfsmorðsárásar í borginni Kusadasi í gær sem talið er að hafi verið skipulögð af skæruliðasamtökum Kúrda. 17.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mótmæli á Gaza Tugþúsundir ísraelskra lögreglumanna eru nú í viðbragðsstöðu á Gaza svæðinu, þar sem fjölmenn mótmælaganga á að hefjast í dag. Þúsundir mótmælenda stefna inn á landnemabyggðir Gyðinga, til að láta í ljós óánægju með fyrirhugaðan brottfluttning Ísraela frá Gaza, sem á að hefjast um miðjan ágúst. 19.7.2005 00:01
Stuðningur við Íraksstríðið ástæða Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverka árásunum á Lundúni. Samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian telur minna en þriðjungur Breta að árásirnar hafi ekkert með Íraksstríðið að gera. Þá telja þrír af hverjum fjórum líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. 19.7.2005 00:01
Discovery á loft eftir viku Geimferjunni Discovery verður í fyrsta lagi skotið á loft í næstu viku. Nú er liðin vika síðan hætt var við að skjóta henni á loft, þar sem skynjari í eldsneytistanki reyndist bilaður. Enn er verið að rannsaka orsakir bilunarinnar og hvers vegna hennar varð ekki fyrr vart. 19.7.2005 00:01
Útbreiðsla fuglaflensunnar Tuttugu manns hafa látið lífið eftir að hafa smitast af fuglaflensu í Víetnam frá því í desember á síðasta ári. Alls hafa fjörutíu látist úr flensunni í landinu. Til að reyna að uppræta flensuna ætla stjórnvöld nú að bólusetja meira en fjögur hundruð milljónir fugla, meðal annars endur. 19.7.2005 00:01
Vaxandi vinsældir Angelu Merkel Sífellt meira kapp færist í kosningabaráttuna í Þýskalandi og ýmislegt bendir til þess að flokksformaður og kanslaraframbjóðandi Kristilegra demókrata eigi vaxandi vinsældum að fagna. 19.7.2005 00:01
Tengja árásir stríðsrekstri Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. 19.7.2005 00:01
Langvarandi þurrkar í Suður-Evrópu Langvarandi þurrkarr valda vaxandi vandræðum í Evrópu. Steikjandi hiti gerir illt verra, og óttast er að þetta geti valdið mannskaða líkt og fyrir tveimur árum, þegar tugþúsundir fórust. 19.7.2005 00:01
Njósnahneyksli Valerie Plame var árum saman njósnari hjá CIA. Hún sinnti leyniverkefnum og beitti AK-47 hríðskotariffli af mikilli færni. En hefur nú látið af störfum eftir að flett var ofan af henni í bandarískum fjölmiðlum. Það er brot á alríkislögum og var hafin rannsókn á lekanum. 19.7.2005 00:01
Aðgerðarsveitir gegn öfgaöflum Tony Blair hitti forystumenn breskra múslima í gær og boðaði í kjölfarið til stofnunar aðgerðasveita sem uppræta eiga "illa hugmyndafræði". 19.7.2005 00:01
Banað vegna nefndarsetu Mijbil Issa, einn fulltrúi súnnía í stjórnarskrárnefnd Íraks, var skotinn til bana ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum í Bagdad í gær. 19.7.2005 00:01
Átök lögreglu og mótmælenda Ísraelskar öryggissveitir vörnuðu andstæðingum brottflutnings landnema frá Gaza-ströndinni vegar í gær. Á sama tíma vex spennan í herbúðum Palestínumanna. 19.7.2005 00:01
Kvæntist móður sinni Íraskur flóttamaður með dvalarleyfi í Noregi kvæntist móður sinni í örvæntingarfullri viðleitni við að fá fjölskyldu sína til sín. 19.7.2005 00:01
Hryðjuverk í Tsjetsjeníu Fjórtán manns féllu í valinn eftir skotárás og sprengjutilræði tsjetsjenskra uppreisnarmanna í þorpinu Znamenskoje í Tsjetsjeníu. Tuttugu eru særðir. 19.7.2005 00:01
Tuttugu ára fangelsi Sakadómur Lundúnaborgar dæmdi í gær Faryadi Zardad, 42 ára stríðsherra frá Afganistan, í 20 ára fangelsi. 19.7.2005 00:01
Fimmtungur konur og börn Tæplega 25.000 borgarar hafa látist af völdum átaka í Írak síðan ráðist var þar inn vorið 2003. 19.7.2005 00:01
Hungursneyð í Níger Hungursneyð ríkir í Afríkuríkinu Níger en þar búa 3,6 milljónir manna við alvarlega vannæringu. Börn eru talin í sérstakri hættu. 19.7.2005 00:01
Mexíkó næst í röðinni Tæplega þriggja metra háar öldur hafa skollið á Jamaíku og eyðilagt tugi húsa eftir að fellibylurinn Emily gekk þar yfir í nótt. Búist er við að óveðrið skelli á Cancun í Mexíkó í fyrramálið en fréttastofan hefur heimildir fyrir að hópur íslenskra unglinga sé á staðnum. Þrjátíu þúsund ferðamönnum hefur verið skipað að yfirgefa svæðið. 18.7.2005 00:01
220 látnir í flóðum á Indlandi Alls hafa 220 manns látist og um 150 þúsund heimili eyðilagst í flóðum í norðausturhluta Indlands frá því regntímabilið hófst í vor. Um fjörutíu og fimm þúsund manns hafa verið fluttir í björgunarbúðir og búa nú þúsundir manna í opinberum byggingum, aðallega í skólum og á lestarstöðvum. 18.7.2005 00:01
Fellibylurinn Emily í Mexíkó Fellibylurinn Emily gengur nú sem stendur yfir Cancun í Mexíkó og hafast um þrjátíu þúsund ferðamenn við í neyðarskýlum. Alls hafa um hundrað og þrjátíu þúsund ferðamenn þurft að færa sig um set í Mexíkó síðan um helgina vegna fellibylsins. 18.7.2005 00:01
Skógareldar á Spáni Fjórtán spænskir slökkviliðsmenn fórust í baráttu við skógarelda í gær. Eldarnir hafa þegar eyðilagt um fimm þúsund hektara af skógi vöxnu landi og hafa hundruðir þurft að yfirgefa heimili sín vegna þessa. 18.7.2005 00:01
Harry Potter í sjö milljónir Nýjasta bókin um Harry Potter og ævintýri hans seldist í nærri sjö milljón eintökum fyrsta sólarhringinn eftir að hún kom út. Þetta þýðir að meira en tvö hundruð og fimmtíu þúsund eintök seldust á hverjum klukkutíma, en flestar bækur eru ekki gefnar út í svo mörgum eintökum. Þegar hefur verið ákveðið að auka upplag bókarinnar í 13,5 milljónir eintaka. 18.7.2005 00:01
Kennir Ísraelum um Leiðtogi Palestínumanna kennir Ísraelum um að allt sé á leiðinni á versta veg á Gaza svæðinu. Mahmoud Abbas segist ætla að gera allt til að koma í veg fyrir árásir palestínskra uppreisnarmanna á byggðir Ísraela á gaza svæðinu á næstunni. 18.7.2005 00:01
Sjítar spá borgarastyrjöld Írak er á barmi allsherjar borgarastyrjaldar að mati leiðtoga Sjíta í landinu. Sjítaklerkurinn og þingmaðurinn Sjeik- al Saghir sagði á írakska þinginu í gær að stríð gegn sjítum væri að brjótast út og með sama áframhaldi yrði erfitt að stöðva herská samtök Sjíta, sem brátt myndu svara fyrir sig og þá væri voðinn vís. 18.7.2005 00:01
Edward Heath látinn Edward Heath, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, lést í gær áttatíu og níu ára að aldri. Hann var Íslendingum vel kunnur enda forsætisráðherra þegar annað þorskastríðið stóð. 18.7.2005 00:01
Ofsaveður í Taívan og Mexíkó Mjög öflugir stormar leika nú bæði Mexíkó og Taívan grátt. Fellibylurinn Emily gengur nú sem stendur yfir Cancun í Mexíkó og hvirfilbylurinn Haitang ber að norðausturströnd Taívans. 18.7.2005 00:01
Bresk yfirvöld sofandi á verðinum Chatham-house rannsóknarstofnunin sendi í gærkvöldi frá sér skýrslu, þar sem fullyrt er að stríðið í Írak hafi aukið stuðning við al-Qaeda og auðveldað bæði nýliðun og fjáröflun. Bretland væri fyrir vikið í meiri hættu en ella og tapaði á því að hafa fylgt Bandaríkjamönnum að máli. Það hafi reynst dýrt, bæði í mannslífum talið og einnig þegar litið væri til hryðjuverkavarna. 18.7.2005 00:01
Úrskurður hindrar framsal Þýski stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði í gær að maður sem grunaður er um tengsl við al-Kaída skyldi ekki framseldur til Spánar þar sem evrópska handtökutilskipunin, sem framsalsbeiðnin byggði á, bryti í bága við þýsku stjórnarskrána. 18.7.2005 00:01
Óveður á Taívan og Mexíkó Öflugir stormar ollu manntjóni og miklum skemmdum í dag. Á Taívan fórust nokkrir þegar hvirfilbylurinn Haitang reið yfir og tugir þúsunda ferðamanna flýðu fellibylinn Emily í Mexíkó. Þeirra á meðal var hópur íslenskra ungmenna. 18.7.2005 00:01
Þúsundir manna flýja fellibyli Fellibylurinn Emily skall á Yucatan-skaga í Mexíkó í fyrrinótt og skildi eftir sig slóð eyðileggingar. Ekki hafði þó frést í gær af neinum dauðsföllum eða alvarlegum meiðslum af völdum veðurofsans. Þúsundir heima- og ferðamanna leituðu skjóls í neyðarskýlum sem komið hafði verið upp í skólastofum og danssölum hótela. 18.7.2005 00:01
Þrýst á Bush að reka Rove George W. Bush sagði í gær að skyldi einhver í starfsliði hans verða uppvís að lögbroti í sambandi við upplýsingaleka sem fletti ofan af CIA-njósnara, myndi viðkomandi "ekki lengur fá að starfa í minni stjórn". Bush kom sér samt sem áður hjá því að svara beint spurningum um hlutverk stjórnmálaráðgjafa síns, Karl Rove, í málinu. 18.7.2005 00:01
Ásakanir um andvaraleysi MI5 Vangaveltur um hvort bresk yfirvöld hefðu sofið á verðinum færðust í aukana í gær, eftir að sagt var frá því í fjölmiðlum að innanríkisleyniþjónustan MI5 hefði tekið til athugunar að minnsta kosti einn mannanna fjögurra sem frömdu sprengjutilræðin í London þann 7. júlí. 18.7.2005 00:01
Enn friðarvon Ísraelsk stjórnvöld munu ekki senda hersveitir inn á Gazaströnd ef Mahmoud Abbas tekst að koma í veg fyrir árásir vígamanna á Ísrael sagði Ehud Olmert, varaforsætisráðherra Ísraels. Hann segir Ísraela ekki vilja gera neitt sem geti orðið vatn á myllu herskárra Palestínumanna sem vilji binda enda á vopnahléið frá síðasta vetri. 18.7.2005 00:01
Flugeldur banaði barni Sautján ára danskur piltur hefur verið ákærður fyrir að verða barni að bana. Hann hefur viðurkennt að hafa skotið flugeldi lárétt um síðustu áramót. Flugeldurinn fór í brjóstið á tveggja ára barni sem lést samstundis. Pilturinn segist ekki hafa orðið var við að flugeldurinn hafi hitt nokkurn en er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 18.7.2005 00:01
Lítill áhugi á Tyrkjum Einungis 35 prósent íbúa aðildarríkja Evrópusambandsins eru hlynnt aðild Tyrklands að sambandinu samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn sambandsins. Tæpur helmingur styður aðild Rúmeníu að sambandinu en helmingur vill hleypa Búlgaríu í sambandið. 18.7.2005 00:01
Stríðsherra dæmdur fyrir pyntingar Breskur dómstóll hefur fundið afganskan stríðsherra sekan um pyntingar og gíslatöku sem áttu sér stað í útjaðri Kabúl, höfuðborgar Afganistans, á árunum upp úr 1990. 18.7.2005 00:01
Deilt um sekt efnafræðingsins Deilt er um hvort maðurinn sem handtekinn var í Kaíró í gær sé einn skipuleggjenda hryðjuverkanna í London. Lögreglan í Bretlandi telur að svo sé en innanríkisráðherra Egyptalands segir það af og frá. 17.7.2005 00:01
Mynd af hryðjuverkamönnunum Breska lögreglan hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Myndin er tekin á lestarstöðinni Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. 17.7.2005 00:01
Írak: 70 látnir og 160 særðir Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásarmaðurinn sprengdi sig í loft upp við bensínstöð nærri mosku sjíta múslima í borginni Mussayyib, 60 kílómetra suður af Bagdad, höfuðborg Íraks. 17.7.2005 00:01
Tólf látnir eftir flóð í Indlandi Að minnsta kosti tólf fórust og um 150.000 heimili eyðilögðust vegna flóða í norðausturhluta Indlands í morgun. Alls hafa nú yfir 220 látist af völdum flóða í landinu frá því regntímabilið hófst í vor. 17.7.2005 00:01
Farþegaflugvél fórst Ekki er vitað hversu margir fórust er farþegaflugvél af gerðinni Anatonov fórst skömmu eftir flugtak í gærkvöld í Afríkuríkinu Miðbaugs-Gíneu. Þá er ekki heldur vitað hversu margir voru um borð en þó svo að á farþegaskránni hafi verið 35 og tíu manna áhöfn er vel hugsanlegt að þeir hafi verið fleiri því áhöfnum flugvéla er oft mútað til að taka aukafarþega. 17.7.2005 00:01
Hundruð hafa flúið heimili sín Tæplega þriggja metra háar öldur hafa skollið á Jamaíka og eyðilagt tugi húsa. Hundruð hafa flúið heimili sín vegna fellibylsins Emily og gista nú þúsundir í athvörfum. 17.7.2005 00:01
Fjórmenningarnir leiddir í gildru? Grunur leikur á að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sig í loft upp í London í síðustu viku, hafi verið leiddir í gildru. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu <em>Aftenposten</em>. 17.7.2005 00:01
Ákærur á Saddam lagðar fram Fyrstu ákærur á hendur Saddam Hussein, fyrrum einræðisherra í Írak, hafa verið lagðar fram en Hussein er ákærður fyrir fjöldamorð á sjíta múslimum í þorpinu Fujail sem er norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, árið 1982. Dómari í málinu segir að málið verði tekið fyrir á næstu dögum. 17.7.2005 00:01
Al-Qaida ætlar að ná völdum Að minnsta kosti 70 létust og um 160 særðust í sjálfsmorðssprengingu í Írak í gær. Árásum hefur fjölgað mjög í landinu að undanförnu og hafa hryðjuverkasamtökin Al-Qaida sagt að þeim linni ekki fyrr en samtökin ná völdum í landinu. 17.7.2005 00:01
Tíu Kúrdar drepnir í Tyrklandi Tíu uppreisnarmenn úr röðum Kúrda voru drepnir í árás tyrkneska hersins í í suðausturhluta Tyrklands í dag. Árásin var gerð í kjölfar sjálfsmorðsárásar í borginni Kusadasi í gær sem talið er að hafi verið skipulögð af skæruliðasamtökum Kúrda. 17.7.2005 00:01