Erlent

Tólf látnir eftir flóð í Indlandi

Að minnsta kosti tólf fórust og um 150.000 heimili eyðilögðust vegna flóða í norðausturhluta Indlands í morgun. Alls hafa nú yfir 220 látist af völdum flóða í landinu frá því regntímabilið hófst í vor. Regntímabilið á Indlandi stendur venjulega yfir frá lok maí og út september. Er því búist við enn frekari flóðum næstu tvo mánuði. Um 45.000 manns hafa verið flutt í björgunarbúðir og búa nú þúsundir manna í opinberar byggingum, aðallega í skólum og á lestarstöðvum. Flutningur á matvælum og lyfjum hefur gengið brösuglega fyrir sig þar sem brýr og vegir hafa skolast burt. Skortur er nú orðinn á matvælum og lyfjum og beitilönd eru flest undir vatni. Þúsundir dýra hafa drepist vegna flóðanna og hafa þau sem hafa getað bjargað séð sjálf hlaupið upp til fjalla. Flóð eru mjög tíð í Indlandi. Á síðasta ári létust yfir 200 manns vegna þeirra og yfir tvær milljónir manna misstu heimili sín. Fátækt í Indlandi er mikil og þarf ekki mikið til að hús eyðileggist, enda hafa heimilin skolast í burtu við minnstu flóð. Um milljarða tjón er að ræða. Uppbyggingastarf er þó hafið og taka þúsundir manna þátt í að koma lífi í eðlilegt horf á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×