Erlent

Sáttaviðræður í Finnlandi

Stjórnvöld í Indónesíu og aðskilnaðarsinna uppreisnarmenn, munu hittast í Helsinki, Finnlandi nú í vikunni til að ræða formlegt vopnahlé í Aceh-héraði. Viðræðurnar verða undir forsæti Martti Ahtisaari, fyrrum forseta Finnlands. Hugsanlega verður einnig lagður fram grunnur að því að endurvekja friðarumræður sem fóru út um þúfur fyrir 20 mánuðum síðan. Aceh-hérað í Indónesíu er eitt af þeim svæðum sem fór hvað verst út úr flóðbylgjunni á annan í jólum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×