Erlent

Vill ekki á frímerki

Hinn einræni Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum árið 2004, Elfriede Jelinek, hefur hafnað tilboði austurrísku póstþjónustunnar um að eftirmynd sín verði sett á frímerki. Jelinek finnst óþægileg tilhugsun að hafa sjálfa sig á frímerki en hún mætti ekki á Nóbelsverðlaunaafhendinguna í Stokkhólmi í Svíþjóð 10. desember til að taka við verðlaununum. Jelinek, sem er 57 ára, segist vera haldin félagsfælni en hún var fyrsti Nóbelsverðlaunahafinn til að mæta ekki á afhendinguna síðan Patrick White gerði slíkt hið sama árið 1973.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×