Erlent

Boston skotmark hryðjuverkamanna

Boston-borg er talin líklegt skotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna sem sagðir eru ætla sér að nota svokallaðar óhreinar sprengjur, en það eru hefðbundnar sprengjur blandaðar geislavirkum bútum sem ætlað er að valda sem mestri ringulreið. Sextán manns er leitað í tenglsum við rannsókn á málinu. Flestir þeirra munu vera Kínverjar en einhverjir Írakar eru einnig í hópnum. Fregnirnar hafa vakið Boston-búum ugg, en yfirvöld hafa hvorki viljað gefa upp hversu áreiðanlegar upplýsingarnar um hryðjuverkin eru né hvort að hættan sé talin bráð og yfirvofandi. Ekki er ljóst á hvers vegum hryðjuverkamennirnir eru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×