Erlent

Al-Zarqawi býst við löngu stríði

Hryðjuverkaleiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi í Írak segir fylgismönnum sínum að búa sig undir að stríðið gegn Bandaríkjamönnum kunni að vara í áraraðir. Á nýrri hljóðupptöku, sem sögð er frá al-Zarqawi, segir hann jafnframt að Omar Hadid, einn af leiðtogum al-Qaida í borginni Fallujah, hafi fallið í bardögum við Bandaríkjamenn en talið var að hann hefði komist lífs af. Þá átelur al-Zarqawi sjíta fyrir að berjast við hlið Bandaríkjamanna gegn löndum sínum. Talið er að með ummælum sínum sé hryðjuverkaleiðtoginn að reyna að magna upp andstöðu gegn sjítum í aðdraganda kosninganna sem fara fram eftir níu daga. Stór hluti sjíta er fylgjandi kosningunum en súnnítar hafa lýst yfir andstöðu við þær. Bandaríkjamenn hafa sett ríflega einn og hálfan milljarð íslenskra króna til höfuðs Al-Zarqawi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×